Leita í fréttum mbl.is

Og norsarar fagna sínum sauðdrukkna Rýbaki

boy2.jpgÓjá, þrjúþúsund norsarar tóku á móti Alexandri Rýbaki þegar hann skjögraði nær fótavistarlaus útúr flugvél á Garðamóaaflugvelli í kvöld þegar hann kom úr sinni velheppnuðu fylliríisreisu til Moskvu. Að sögn sjónarvotta var krakkaskrattinn illa til reika, líkastur fressketti sem ekki ekki hefur komið heim til sín i tvo mánuðu, útlifaður af brenndum drykkjum og portkvennaslarki. Á svona tittum hafa norðmenn mestar mætur, enda skyldir íslendingum í beinan karllegg.
mbl.is Þúsundir fögnuðu Rybak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Svonasvona, María, þetta er grafalvarlegt mál. Það eru þokkalegar fyrirmyndir sem norðmenn velja börnum sínum, eða hitt þá heldur.

Jóhannes Ragnarsson, 17.5.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég er ekki alveg með á nótunum ???   Var hann drukkinn við komuna til Noregs eða ertu að grínast ?

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 17.5.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Jónas Jónasson

He he frábær lýsing.

Jónas Jónasson, 17.5.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Var hann drukkinn ? Hann var svo útúrfullur að það varð að styðja hann niður landganginn á flugvélinni, annars hefði hann rúllað niður öll þrepin og brotið í sér öll rifbeinin og útlimina.

Jóhannes Ragnarsson, 18.5.2009 kl. 00:31

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þetta kallar maður nú meðvirkni í  lagi að halda því fram að Rýbakur hafi ekki verið fullur þega hann kom til Noregs. Í viðtalinu í norska sjónvarpinu drafaði í honum, hann hikstaði og augun blöktu ekki.

Jóhannes Ragnarsson, 18.5.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband