Leita í fréttum mbl.is

Árásinni verður hrundið

kikk2Ólafur Q. Samskips Ólafsson, bóndi að Miðhrauni á Snæfellsnesi, er maður grandvar og lítillátur, sómi sinnar sveitar bæði innávið og útávið. Ef Ólafur hefði verið uppi fyrir um það bil 80 - 100 árunum hefði hann áreiðanlega verið dannebrogsmaður, elskaður og dáður af þjóð sinni nótt sem nýtan dag árið um kring. Það þarf því engan að undra þó að slíkur afbragðsmaður til munns og handa, bregðist ókvæða við þegar brotist er inn hjá honum af hinu opinbera og hann borinn svæsnum ávirðingum af sömu aðilum við fádæma gleðilæti götulýðsins, sem ætíð bregst vel við þegar mikilsháttar fólk verður fyrir rógi og lygum myrkraafla samfélagsins. En auðvitað mun innrásin á heimili Ólafs Q. Samskips, rógurinn, lygarnar og ávirðingarnar, hafa einungis þrennt í för með sér, þ.e. að sanna sakleysi Ólafs, veita honum uppreisn æru og að þjóðin fer að aftur að sýna honum þá virðingu sem honum ber. Hinn góði drengur mun mun rétta aftur úr sér eftir hið fólskulega pungspark og verða jafn teinréttur og áður.
mbl.is Rannsókn leiði í ljós sakleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

En hvað ef teinninn bognar?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 25.5.2009 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband