Leita í fréttum mbl.is

Fullhugi sem trúir á últrakraftaverk

monni3_853548.jpgÞað hefur aldrei þótt góð latína að leita ullar í geitarhúsi. Enn meiri fásinna er þó að brjótast inn í íslenskan banka og búast við því að finna þar peninga. Þó lítur út fyrir að enn séu uppi fullhugar sem ekki víla fyrir sér að reyna að gera það sem ekki er hægt gera. Að galdra fram peninga í íslenskum banka þessa dagana væri ekki minna kraftaverk en þegar Drottinn Alsherjar skapaði jörðina og allt sem henni fylgir. Það er nefnilega búið að stela öllum peningunum sem áttu að vera í bönkunum og þar ríkir nú auðn og tóm, rétt eins og var á jörðinni áður en Drottinn tók sig til og gerði þau höfuðmistök að skapa Adam og Evu.
mbl.is Braust inn í banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Gamaldags bankarán virka ekki lengur,við Íslendingar  vitum  öll hvernig á í raun að ræna banka,sjóliðinn ætti að taka kúrs hér á landi.

Hörður Halldórsson, 25.5.2009 kl. 23:10

2 identicon

Væri þá ekki málið að láta útrásarvíkingana og bankamennina fara til annara landa og ræna nokkra banka þar eins og þeir gerðu hér, betra en að láta þá dúsa á hrauninu á kostnað skattgreiðenda. Hagnaðurinn færi svo í að bæta fyrir tjónið hér á landi. Nú ef þeir nást úti þá þurfum við alla vega ekki að greiða fyrir fangelsisvistina. Allra verstu útrásarvíkingarnir verða sendir til Kína og vonandi þeirra vegna nást þeir ekki.

Landið (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 23:27

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þessi vesalingur veit ekki að maður verður helst að eiga bankana sjálfur til að geta rænt þá. 

Væri ekki ráð að stofna velferðarsjóð fyrir eignalausa ræningja? ´Ha?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.5.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband