Leita í fréttum mbl.is

Kunna ekki að skammast sín

Það er ljóst að þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks kunna ekki að skammast sín fremur en úrkynjaðir hundar. Þetta ólánsfólk, sem með stjórnmálaumsvifum sínum keyrði þjóðfélagið í þrot, lætur sér ekki muna um að stíga í ræðustól Alþingis, sperra sig þar og belja útút sér þvættingi sem það hefur engin efni á að taka sér í munn. Það er niðurlæging fyrir íslensku þjóðina að á Alþingi skuli enn sitja frjálshyggjufantar úr hrunadansinum mikla kringum gullkálfinn. Raunar er fullkomlega réttlætanlegt, og að sama skapi nauðsynlegt, að banna með lögum samtök eins og Sjálfstæðisflokkinn eftir allt sem á undan er gengið. Og það þýðir ekkert fyrir gamla ræxnið, Framsóknarmaddömuna, að reyna að frýja sig ábyrgð á spillingunni og hruninu, með því að tefla fram glanshúðuðum plastpeðum eins og Sigmundi Davíð, Birki Jóni og Eygló Harðardóttur að ekki sé minnst á fyrirbærið Gvend Steingrímsson.

Mikið óskaplega væri viðkunnanlegt ef þessir auðvirðilegu hrunadansarar lærðu þó ekki væri annað en að skammast sín. 


mbl.is Umskiptingar á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Vala

Heyr heyr!!!

Rúna Vala, 26.5.2009 kl. 18:58

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ránfuglinn hefur svo sannarleg ollið hérlendis ÓTRÚLEGU tjóni, síðustu 18 árin - allt hrunið - helvítis fukking fukk....  Íslenski kjósandinn hefur "gullfiska minni..!"

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 26.5.2009 kl. 19:25

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Algjörlega borin von Mr. Jóhannes.  Kannski væri betra að banna þessum fuglum að verpa í íslenskri landhelgi.  Skamm, skamm, nú fór ég laglega yfir strikið.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.5.2009 kl. 19:51

4 identicon

Byggingarmeistarar samfélagsins síðustu 18 ár standa nú í rústunum og reyna að klína sökinni á aðra. Afneitunin Þeirra er fullkomin.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband