Leita í fréttum mbl.is

Skelfileg afleiðing fermingar

fullur4Arinbjörn Arinbjörnsson bragðaði áfengi í fyrsta sinn á fermingardaginn sinn. Það var sóknarpresturinn sjálfur sem hellti rótsterku messuvíni með eigin hendi ofaní blessaðann sakleysingjann Arinbjörn, án þess að hugsa útí hvaða afleiðingar það gæti haft, með þeim orðum að glundrið í bikarnum væri blóð sjálfs endurlausnarans. Og það má með sanni segja að blóð Jésú Krists hafi hrifið fermingarbarnið Arinbjörn Arinbjörnsson því frá þeirri stundu að fyrsti dropinn af því snerti tungu hans varð hann ofurseldur brennandi þorsta sem ekkert getur slökkt nema þessi görótti lífsins svaladrykkur. 

Myndin, sem fylgir þessum pistli var tekin fyrir um það bil hálfum mánuði af Arinbirni Arinbjörnssyni, sýnir glögglega hvaða afleiðingar blóð Krists úr bikar sóknarprestsins hefur haft á líf Arinbjörns, en hann hefur nú í stinna fjóra áratugi verið múlbundinn við þetta heygarðshorn. 


mbl.is Víða fermt í kirkjum landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga

Ef aumingja Arinbjörn Arinbjörnsson hefur verið svona gífurlega veikur fyrir miðinum góða.... var þetta nú sennilega algert tímaspursmál hvar og hvenær fyrsti sopinn yrði tekinn, en afleiðingarnar heðfi hann hvort eð er ekki getað tryggt fyrirfram.  Flestar kirkjur eru reyndar einnig með óáfengt...   Kannski það ætti að enda þannig allsstaðar ef svona hræðsluáróður  er að verða algengur...  Þó ég kjósi nú hitt sjálf :-)

Helga , 31.5.2009 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband