Leita í fréttum mbl.is

Þegar Dalai Lama var kreistur eins og tannkremstúpa

sjoari0.jpgHér áður og fyrr á árunum var ég til sjós með náunga sem aldrei var kallaður annað en Dalai Lama, hvað hann hét réttu nafni vissi ég aldrei almennilega, held samt hann hafi heitið Finnur Ingólfsson eða eitthvað svoleiðis. En hvað um það, Dalai Lama skipsfélagi minn var á sína vísu býsna athyglisverður pappír. Hann var kjaftagleiður og sjálfhælinn svo af bar og hafði af sama skapi hvimleiða nærveru. Það var alveg sama hvar var borið niður, alltaf þóttist Dalai Lama vita allt betur aðrir og ævinlega tilbúinn að toppa og yfirbjóða það sem við skipsfélagarnir höfðum til málanna að leggja. Þó var einn galli á gjöf Njarðar hvað Dalai Lama varðaði: Maðurinn var í sannleika sagt yfirþyrmandi ómerkilegur, lygin og hyskin. Sem sé, fyrsta flokks roðhænsni. Á lokadaginn fór Dalai Lama endanlega yfir strikið þegar hann hélt því blákalt fram að hann hefði legið tiltekna heimsfræga merkiskonu. Þá sté fram Örnólfur stýrimaður, þreif til Dalai Lama og kreisti hann milli hramma sinna eins og tannkermstúpu svo að mannkertið gerði í buxurnar og spýjan stóð uppúr honum eins og magaveikum hundi. Að svo búnu fleygði Örnólfur stýrimaður stórmenninu Dalai Lama milli skips og bryggju með þeim orðum, að ekki veitti af að skola af kvikindinu.  
mbl.is Dalai Lama í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekki skrítið að okkur vanti andlega leiðsögn miðað við þennann hroka. Gangi þér annars vel á íslenska hrokavísu en ég spái ekki vel fyrir þér og þinni lífsýn og kærleikssýn.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Egill

svakalega var þetta kristið svar hjá þér Anna ljúfan.

or hrokafullt, þú þykist viss um að Jóhannes hafi verið að segja einhverja skemmtilega sögu, eða mögulega lesa á línanna annað en eitthvað sem þú ákveður að móðgast yfir og í kjölfarið óskar honum einskis góðs í sinni framtíð.

 en kærleikssýn þín er mjög kristin, og þarna finnst mér ég ekki fara með neitt nema sannleika.

Egill, 1.6.2009 kl. 01:23

3 Smámynd: Egill

or = og

Egill, 1.6.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband