Leita í fréttum mbl.is

Öngstræti illvígrar ráðherrasóttar

hannez1.jpgÞað er umhugsunarefni að Steingrímur J. segist ,,telja" að öruggur þingmeirihluti sé fyrir Icsave samningnum góða þegar fyrir liggur að 3 eð jafnvel 4 þingmenn VG greiddu atkvæði þa móti þessu heimsmeistaralega afkvæmi Svavars Sendiherra og Steingríms. Annaðhvort ætlar Steingrímur sér að beita Ögmund, Guðfríði Lilju, Lilju Móses og Atla Gíslason flokksagaofbeldi með því að snúa svo um munar uppá hendur þeirra og fætur, eða hann er einfaldlega búinn að tryggja sér stuðning einhverra snillinga úr röðum stjórnarandstöðunnar. Þá er á Steingrími að heyra í viðtalinu sem fylgir þessari frétt, að umræddir þingmenn VG sem eru á móti Icesave samningnum hafi ekki þau gögn í höndum sem Steingrímur sjálfur hefur og byggir sinn stuðning við málið. Það er eitthvað meira en lítið dularfullt við þennan helvítis þvætting galdrakarlsins sem bæði er fjármálaráðherra og formaður VG. Að manni læðist illur grunur um að á bak við tjöld Icesave samningsins leynist óhrjálegur og illþefjandi sóðaskapur sem almenningur má ekki komast á snoðir um.

Það hefur löngum verið vitað að Steingrímur J. Sigfússon er mjög heltekin af illvígri ráðherrasótt og tilbúinn að ganga á svig við allt og alla í sínum flokki til að hafa ráðherrastól undir rassgatinu. Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hef ég miklar efasemdir um að stjórnmálaflokkurinn Vinstrihreyfingin grænt framboð eigi mikla framtíð fyrir sér sem heill og óskiptur flokkur, - það er nefnilega orðið nokkuð langt á milli manna þar í flokksrökkrinu og sá munur fer vaxandi með hverjum deginum sem líður.  


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mínar heimildir segja að slíkt liggi í loftinu, Sveinn.

Jóhannes Ragnarsson, 9.6.2009 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband