Leita í fréttum mbl.is

Karlar þolendur ofbeldis af hálfu maka sinna

kona2_875429.jpgÞegar ég las fréttina um að tæplega fjórðungur íslenskra kvenna, sem annað hvort eru giftar eða í sambúð, hafi orðið fyrir kynferðislegu, andlegu eða líkamlegu ofbeldi af hálfu maka síns, fékk ég á tilfinninguna að hér væri aðeins hálf sagan sögð. Það vantar semsé ítarlega rannsókn á hve hátt hlutfall karla, sem annað hvort eru kvæntir eða í sambúð, hafa orðið fyrir samskonar ofbeldistraktéringum af hálfu maka síns og sambýliskonurnar af sínum mökum.

Svo ömurlega vill til að ég þekki eiginkonu nokkra sem kjaftshöggar eiginmann sinn iðulega svo verklega að hann liggur í öngviti heilu og hálfu næturnar. Auk þess á áðurnefnd eiginkona tvær systur sem þekkar eru fyrir að terroríséra sambýlismenn sína af geysilegum ofsa og áfergju. Þessar dægilegu systur hafa fært mér heim sanninn um nauðsyn þess að fram fari vísindaleg könnum á kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi sem karlar verða fyrir af hálfu maka sinna.


mbl.is Fjórðungur orðið fyrir ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Óréttvísi er ekki kynbundin. Sumir karlar eru svolar en  sem betur fer ekki allir.Til dæmis í skilnaðarmálum geta þær notað ásakanir um ofbeldi til að bæta málstað sinn forræðis og peningamálum.Meinleysiskarlar sem þræla og púla til að mylja undir konurnar sínar  eru ekkert endilega óhultir fyrir ofbeldisásökunum.

Hörður Halldórsson, 6.7.2009 kl. 22:42

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vinnandi á stærsta vinnustað á landinu þá ér oft talað um men sem verða fyrir skakkaföllum vegna eiginkonu en það er oft styttri kveikurinn í konum svo það væri ekki óeðlilegt ef þeim líkar ekki einhvað í fari mannsins að þær lúskri á honum og komi af stað illindum. Normal karlmaður byrjar ekki að lúskra á konu en veikur á geði  eða fullur ætti kannski til með að verja sig illilega. Þetta eru ótrúlegar tölur sem konur láta frá sér. Konur tala en menn þegja um svona mál.

Valdimar Samúelsson, 6.7.2009 kl. 22:47

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Já, það þarf að athuga alla þætti þessara mála en einskorða sig ekki við eitt kyn því það er kynjamisrétti.

Marta Gunnarsdóttir, 6.7.2009 kl. 23:37

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég var vön að lemja minn með skóflu, notaði aldrei heykvísl og þessvegna getur varla verið um að ræða ofbeldi.  Síðast þegar ég barði hann, fór hann og hefur ekki sést síðan.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.7.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband