Leita í fréttum mbl.is

Útför Lappa heitins

dog6Vel man ég þegar Lappi heitinn hans Jóns á Hóli var jarðsunginn. Um þær mundir var þokkaleg tíð, a.m.k. rigndi ekki meðan athöfnin fór fram. Ekki var þetta útför að hætti Votta Jehóva því að það var séra Atgeir p. Fjallabakssen sem jarðsöng og hann var, ekki svo ég man, neinn helvískur Jehóvi. Í minningarorðum sínum yfir hinum látna lagði séra Atgeir p. útaf boðorði Drottins: Þú skalt ekki morð fremja. Mæltist honum á þá leið að Lappa heitnum hefði verið nær að bíta ekki höfuðið af kjölturakka nágranna síns því að þá hefði eigandi kjölturakkans ekki skotið hann með riffli af 150 metra færi.

Að útför lokinni var ekið með kistu Lappa að íþróttahúsinu við Sóltungu þar sem konur, börn og gamalmenni gátu vottað hinum látna virðingu sína. Lappi var síðan grafinn utangarðs sunnan við kirkjugarðinn á staðnum þar eð ekki þótti viðeigandi að láta morðingja hvíla í vígðri mold.


mbl.is Útför Jackson hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband