Leita í fréttum mbl.is

Heiðursgrafreiturinn á Þingvöllum

bjorn2_877392.jpgÞað er áreiðanlega hárrétt hjá Sigurði K. Oddssyni, að best sé að tyrfa yfir hótelreitinn á Þingvöllum hið snarasta. Þá væri afar viðeigandi að reisa gálga, líkan þeim sem menn voru hengdir í forðum, á reitnum miðjum ásamt höggstokki í stíl við samskonar áhald og brúkað var til embætta gæpamenn á Þingvöllum á árum áður.

Og fyrst Þingvellir eru komnir í umræðuna á svo hámenningarlegan hátt er ótækt að minnast ekki á kringlótta heiðursgrafreitinn, sem er svo fámennur að þar gista aðeins tveir menn: Einar Benediktsson skáld og einhver danskur óbótamaður sem framámenn landsins lugu að þjóðinni að væri listaskáldið Jónas Hallgrímsson frá Hrauni í Öxnadal. Nú hygg ég að Einari Ben og þeim danska sé farið að leiðast fásinnið í heiðursgrafreitnum og sé mikið í mun að fá einhvern félagsskap til að sytta sér stundir á köldum vetrardögum. Hinsvegar er mikið álitamál hverjir séu þess verðir að fá að búa með tvímenningunum sem þar eru fyrir í hinum helga reit. Um tíma var ég vongóður um að úr færi að rætast hjá þeim félögum þegar blessuð útrásarheljarmennin færu að safnast til feðra sinna. En nú hefur sú von brugðist illilega með því að svo hafa veður skipast í lofti að fólkið í landinu er allt í einu komið á þá skoðun, að umrædd útrásarheljarmenni séu alls ekki í húsum hæf, hvað þá niðri á sex fetum í heiðursmannagrafreitnum á hinum helgu Þingvöllum, vöggu lýðræðisins í heiminum.


mbl.is Best að tyrfa yfir reitinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband