Leita í fréttum mbl.is

Heiđursgrafreiturinn á Ţingvöllum

bjorn2_877392.jpgŢađ er áreiđanlega hárrétt hjá Sigurđi K. Oddssyni, ađ best sé ađ tyrfa yfir hótelreitinn á Ţingvöllum hiđ snarasta. Ţá vćri afar viđeigandi ađ reisa gálga, líkan ţeim sem menn voru hengdir í forđum, á reitnum miđjum ásamt höggstokki í stíl viđ samskonar áhald og brúkađ var til embćtta gćpamenn á Ţingvöllum á árum áđur.

Og fyrst Ţingvellir eru komnir í umrćđuna á svo hámenningarlegan hátt er ótćkt ađ minnast ekki á kringlótta heiđursgrafreitinn, sem er svo fámennur ađ ţar gista ađeins tveir menn: Einar Benediktsson skáld og einhver danskur óbótamađur sem framámenn landsins lugu ađ ţjóđinni ađ vćri listaskáldiđ Jónas Hallgrímsson frá Hrauni í Öxnadal. Nú hygg ég ađ Einari Ben og ţeim danska sé fariđ ađ leiđast fásinniđ í heiđursgrafreitnum og sé mikiđ í mun ađ fá einhvern félagsskap til ađ sytta sér stundir á köldum vetrardögum. Hinsvegar er mikiđ álitamál hverjir séu ţess verđir ađ fá ađ búa međ tvímenningunum sem ţar eru fyrir í hinum helga reit. Um tíma var ég vongóđur um ađ úr fćri ađ rćtast hjá ţeim félögum ţegar blessuđ útrásarheljarmennin fćru ađ safnast til feđra sinna. En nú hefur sú von brugđist illilega međ ţví ađ svo hafa veđur skipast í lofti ađ fólkiđ í landinu er allt í einu komiđ á ţá skođun, ađ umrćdd útrásarheljarmenni séu alls ekki í húsum hćf, hvađ ţá niđri á sex fetum í heiđursmannagrafreitnum á hinum helgu Ţingvöllum, vöggu lýđrćđisins í heiminum.


mbl.is Best ađ tyrfa yfir reitinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband