Leita í fréttum mbl.is

Ef Barrakur kæmi til Íslands

fisk3_877461.jpgEf Barrakur bandaríkjaforseti gerði sér opinbera ferð til Íslands yrði hann vafalaust laust leiddur inn í fiskvinnslufyrirtæki á sama hátt og hann var leiddur inní þrælavirki í Ghana. Í Íslensku fiskvinnslufyrirtæki fengi Barrakur að sjá íslenska og pólska þræla rekna áfram eins og kolanámuhross allann liðlangan daginn fyrir laun sem varla nægja þrælunum til næra sig, hvað þá meir.

Til forna héldu íslenskir höfðingjar þræla til að vinna fyrir sig. Í staðin fengu þrælarnir fæði, klæði og húsnæði. Í fiskvinnslu nútímans fleygja húsbændurnir annað slagið fáeinum aurum í þrælana sem þeir síðarnefndu eiga að nota til að halda í sér líftórunni. Þetta er kallað frelsi einstaklingsins og sagt vitna um duglega frjálsborna íslendinga. Arðinn af þrældómi hinna frjálsu fiskvinnsluþræla hirða LÍÚ-dólgarnir til að hlaða undir endaþarmana á sjálfum sér og sínu hyski og stunda undurljúfa og heilbrigða samkeppni hverjir við aðra, einkum í bruðli og uppskafningshætti.   


mbl.is Obama heimsótti þrælavirki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjóveikur

ég tek ofan fyrir þessum skrifum, óþveralega satt hjá þér

www.icelandicfury.com

Byltingar kveðjur, sjoveikur

Sjóveikur, 12.7.2009 kl. 00:22

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Vel orðað.

Marta Gunnarsdóttir, 12.7.2009 kl. 01:15

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hverju orði sannara og ekki máttu gleyma nýjustu "íþrótt" þeirra Líjúgara, kennitöluflakkinu, sem að mér skilst er stundað í góðu samkomulagi við bankana "okkar".

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.7.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband