Leita í fréttum mbl.is

Afturúrsiglandi guðspjallafígúra

davi_6.jpgBjörn Bjarnason er á sinn hátt kátbrosleg fígúra, einhverskonar aftúrúrsiglandi guðspjallamaður, sem að eigin mati hefur ekki nokkurn skapaðann hlut á samviskunni; hefur tandurhreina áru eins og það er kallað. Það er t.d. í meira lagi kómískt að karlrassinn skuli ekki hafa uppgötvað það fyrr en í dag, 1. ágúst 2009, að algjör þáttaskil hafi orðið í bankastafsemi á Íslandi í október 2008. Það tók sem sé hinn fyrrverandi dómsmálaráðherra tæpa 10 mánuði að átta sig á þessu frábæra afreki sínu, efnahagshruninu, sem hann starfaði að árum saman með Davíð, Halldóri, Hannesi Hólmsteini, Kjartani og Geir. Í ljósi þessarar forkostulegu játningar hins afhrópaða auðvaldsklerks, Björns Bjarnasonar, er eðlilegt að álykta sem svo að maðurinn sé sérdeilis lengi að hugsa, jafnvel heimsmeistari í þeirri grein. En eins og segir í guðspjallinu þá eru hinir fattlausu jafnan meðal þeirra sælustu og munu Guðsríki erfa, eða eitthvað í þá áttina, þannig að karlgreyinu verður ekki í kot vísað þegar þar að kemur.
mbl.is Algjör þáttaskil með hruninu segir Björn Bjarnason
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Jóhannesson

Mikið rosalega hefur Björn Bjarnason puttann alltaf á púlsinum þegar kemur að þjóðþrifarmálum og að átta sig á því að "algjör þáttaskil hafi orðið með hruninu" hlýtur að verða til það að af honum verði steypt gullstytta í höfðuvígi spillingarinnar á Íslandi Valhöll. Ég meina þetta er dæmi sem ekki nokkur maður hefði getað fengið út úr hruninu nema hinn bráðgreindi Bíbí!

Þór Jóhannesson, 2.8.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband