Leita í fréttum mbl.is

Skemmdarvargar, hvað?

Það er vægast sagt undarlegt að fréttamaður mbl.is skuli kalla þá sem slett hafa dálítilli málningu á hús valinkunnra útrásardólga skemmdarvarga í sömu andrá og hann velur þrjótunum Hreiðari Má og Karli Werners titlana ,,fyrrverandi forstjóri" og ,,stjórnarformaður". Það vita allir hverjir hinir raunverulega skemmdarvargar eru; það leikur til dæmis enginn vafi á í hugum fólks, hvort er meira skemmdarverk, að maka málningu, sem auðveldlega má fjarlægja, á húsvegg eða leggja heilt þjóðfélag á hliðina með peningalegri hryðjuverkastarfsemi.
mbl.is Hús máluð í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Málinguna má alltaf má af, en það sem þessir menn hafa gert fjárhag þjóðarinar og heimila hennar verður ekki máð af. Ég hef því enga samúð með wanabe Hólmaranum Hreiðari Má, það sýnir best þolinmæði og kurteisi þjóðarinar að þeir skuli vera látnir í friði fyrir utan nokkrar málingarslettur.

Sigurbrandur Jakobsson, 13.8.2009 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband