Leita í fréttum mbl.is

Fjárdráttur á ódrætti ofan - Nú verður Láfi að sperra stél

Það á ekki af Láfa karlinum Magg að ganga í pólitíkinni. Öll hans pólitíska sigling hefur fram að þessu verið ein alsherjar svaðilför og verður að teljast ólíklegt að hann nái nokkru landi úr þessu. Framganga Láfa minnir um margt á mann nokkurn sem vafraði fótgangandi frá Eyrarbakka í ótryggu veðri um hávetur og ætlaði til Reykjavíkur. Áður en maður þessi komst að Hellisheiði hafði hann dottið ofani þrjá skurði, hálffulla af vatni, orðið fyrir barðinu á vindhviðu sem feykti honum á gaddavírsgirðingu og stungist á höfuðið niður í gjótu sem á vegi hans varð. Og á bæ einum í Ölfusinu var meira að segja sigað á hann grimmum rakka, sem beit han í annan kálfann og reif buxnaskálmina í tættlur frá hné og niðrúr. Ferðin yfir Hellisheiði varð að vonum ein táravekjandi sorgarsaga með vegvillum, byltum og svæsnum reimleikum eftir að tók að skyggja. Viku eftir að hinn ólánssami ferðalangur lagði upp frá Eyrarbakka fannst han freðinn fyrir ofan Elliðavatn, svo illa útleikinn, að stúlkurnar sem gengu fram á líkið hafa aldrei náð sé síðan, ekki verið mönnum sinnandi og grátið flestar nætur af sannri skelfingu.

Og nú stendur til að kæra Láfa Magg fyrir fjárdrátt ofan á alla þá aðra ódrætti sem honum hafa fallið í skaut á síðustu árum. Nú ríður á að Láfi þenji brjóst og sperri stél og segi andskotum sínum að grjóthalda kjafti og fara til fjandans, annars er hætt við að hann verði úti á freðmýrum stjórnmálanna.


mbl.is Saka Ólaf F. um fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Betri er vondur dráttur en enginn sagði hún ................

Ingibjörg Friðriksdóttir, 31.8.2009 kl. 19:36

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Óborganlegur pistill. Enda eru engin framlög eða styrkir hér á blogginu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 31.8.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband