31.8.2009 | 21:47
Að græða á heilsuleysi
Þeir eru ekki af baki dottnir græðgissjúklingarnir. Nú ætla einhverjir andlegir auðnuleysingjar og siðleysingjar sér að hefja byggingu á einkaspítala og heilsuhóteli á Íslandi fyrir ríka útlendinga sem orðnir eru ryðgaðir í knjám og mjöðmum af græðgi og ómennsku. Og ekki stendur á talsmanni þessarar samfélagsfjandsamlegu erkiheimsku að tíunda gjaldeyrisgróðann sem ,,heilsuspekúlasjónin" á að skila þjóðinni.
Nú skilst mér að á bak við íslensku heilsugróðasóttargemlingana standi amrískt ,,heilsufélag" þess albúið að styrkja gróðadæmið og styðja. Hvernig á því stendur að erlent félag vill starta slíku fyrirtæki uppi á Íslandi er mér hulin ráðgáta. Ef þessum endemum dettur í hug að nú sé lag að hreiðra hér um sig í skjóli bágrar stöðu efnahagsmála á Íslandi er aldeilis ekki víst að þeim verði að ósk sinni. Ég geri ráð fyrir að Ögmundur heilbrigðisráðherra slái óviðeigandi græðgisóra PrimaKer og Shiboomi ekki aðeins útaf borðinu heldur alla leið útí hafsauga. Veikindi fólks á ekki að vera náma fyrir veruleikafirrta og ósvífna peningageðsjúklinga. Heilbrigðismál eru samfélagsmál sem ber að nálgast á félagslegum grunni þar sem jöfnuður heilbrigð siðvitund eru höfð að leiðarljósi en ekki ójöfnuður og gróðasjónarmið.
Stefna að byggingu einkaspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 1545272
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 117
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Hvernig var það, hét staðurinn ekki Freeport - og var í Ameríku, hvert efnaðri íslendingar fóru á sínum tíma til að reyna að ná tökum á áfengisvandamálum sínum???
Það að reisa hér svona starfsemi þarf kannski ekki að vera alvitlaust og raunar hafa menn verið að gæla við þessa hugmynd í sambandi við ríkisspítalanna.
Fólkið sem um ræðir er þegar orðið heilsulaust og þarf á þessum aðgerðum að halda. Vilji það koma hingað og njóta þjónustu íslenskra sérfræðinga, sem ella mundu e.t.v. finna sér starfsvettvang erlendis, þá sé ég ekki annað en að skoða megi það mál.
Svo er þessi "græna" hugmyndafræði væntanlega það vörumerki sem helst mun duga okkur á næstunni, fái hún brautargengi.
Haraldur Rafn Ingvason, 31.8.2009 kl. 22:33
Græna hugmyndafræði, hahahahaha !
En að gera sér veikindi fólks að féþúfu er ekkert til að hlægja að. Þesshátta brall er í eðli sínu ófyrirleitin glæpur.
Jóhannes Ragnarsson, 31.8.2009 kl. 22:38
Gott að græna hugmyndafræðin gat létt þér lund, þú sérð að hún svínvirkar
Þetta með að gera sér veikindi fólks að féþúfu, þá gengur hugmyndin út á að fólk hafi val og það velji að koma hingað til að láta gera þessar aðgerðir. Væntanlega mundi þetta fólk geta gengist undir þessar aðgerðir í heimalandi sínu - fyrir lægra verð - en það fer þó eftir hvernig heilbrigðistryggingakerfi það býr við - sem og gengi gjaldmiðla hér á landi.
Ég get valið mér tannlækna á ýmsu verðbili, en vel mér einn af þeim dýrari. Ástæðan er góð reynsla af viðkomandi - fagmennska fram í fingurgóma.
Þetta er ekki hugsað sem atlaga að íslenska heilbrigðiskerfinu enda er all góð sátt um það (sérstaklega á þessum síðustu og verstu), þótt sumir heittrúaðir vilji einkavæða a.m.k. hluta þess.
Haraldur Rafn Ingvason, 31.8.2009 kl. 23:18
Hvaða tal er þetta um auðnuleysingja...... það eru ekki allir að hugsa um að stela og græða.... mér finnst þetta ekki vera auðnuleysingjaháttur ég bjó í því social ríki Svíþjóð í þó nokkur ár og starfaði við heilbrigðisþjónustu ekki var það betra þar finnast auðnuleysingjar sem eru RÍKISSTARFSMENN fram í fingurgóma og lifta ekki litla putta til að gera e-h meira en ríkið segir. Og þar eru sko afætur á kerfinu örugglega hálf þjóðin sem er í bómul og nennir ekki að sýna neitt framtak....Húrra fyrir svona framtaki og það að segja að þeir séu að notfæra sér veikindi fólks... Ég er viss um að sumir verða hæstánægðir að fá heilsuna fyrr en ella... ég borgaði hátt í 60 % skatt í Svíþjóð en samt var allt að 2 ára bið eftir hné protesum.... það þurfti að borga fyrir auðnuleysingjana þá sem sitja og hugsa, lesa og rífast allan daginn en nenna ekki að gera neitt............Þeir hugsa hvað getur þjóðfélagið gert fyrir mig ?
Reykjavíkurmær (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 00:33
Já þið veljið ykkur tannlækna mis-RÁNdýra en þú velur ekki hvort þú fæðist með fullkomnar tennur.
Hvernig stendur á því að tannheilsa er í engu samræmi við aðra heilsuflokka þegar kemur að kostnaði. Það eru greinilega forréttindi að geta stundað reglulegar tannlæknaskoðunarferðir. Stutt skoðunarstopp kotar amk 15þús og hvítuna úr augunum þurfiru að laga eitthvað.
En það er frítt að mæta eins oft í skoðun hjá húð og kyn.
Tryggingasjóður tekur þátt í okrinu þar til maður nær 18 ára aldri og síðan máttu eiga þig.
Fáir þú sýkingu í munnhol kostar það þig margfalt meira en að sýkjast í lífsnauðsinlegu lífæri varðandi mótsframlög tryggingasjóðs.
Mætti halda að tennur og munnhol séu ekki líkamspartur í augum tryggingasjóð ríkisins.
Barn sem svo óheppilega fæðist með skakt bit eða skakkar tennur kostar foreldra þess um 300þús, að minnsta kosti, þó svo að mótramlag ríkis sé 80%. ekki allir hafa efni á að standa í slíkum útgjöldum.
Oft sér maður fólk með svo skakkar tennur að það er áberandi lýti og hugsar hví gerir það ekki neitt í því. en an sjálfsögðu vill einginn bera þann útlitslega galla en það hefur einfaldlega ekki efni á því, Kostnaðurinn við að dæla silikokni í brjóstin á sér mundi virðast smámunir við hlið að auðlast heilbrigðar tennur
Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 01:12
Mér finnst thetta frábaert. Thad thurfa thví midur allir ad fara til laeknis einhvern tímann. Hér er verid ad koma med pening inn í landid, búa til störf fyrir íslendinga og gera íslendkum laeknum taekifaeri til ad vera heim í stad thess ad flyja til útlanda. Og annad thessu fylgir engin mengun eda náttúruspjöll.
Húrra! segi ég nú bara.
Sporðdrekinn, 1.9.2009 kl. 02:37
Frábærar fréttir fyrir Ísland og löngu tímabærar. Mér finnst þú mjög harkalegur og dómharður í máli þínu Jóhannes. Þú getur ekki stöðvað þróun mála enda er þetta bylgja sem er að fara um allt og við erum mjög samkeppnishæf. Ef við gerum þetta ekki sjálf koma erlendir aðilar og gera þetta og við getum ekkert gert enda bundin EES samningnum. Betra er að við gerum þetta á okkar hátt og setjum samfélagslegar reglur sem nota bene eru arfavitlausar eins og málin eru í dag. Það verður að breyta reglum á þann hátt að Íslendingar geti verslað líka í þessum stofnunum í stað þess að aðilar eru núna að fara erlendis í stórum stíl og kaupa þessa þjónustu þar. M.a. í þessum norrænu velferðarríkjum.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 1.9.2009 kl. 05:48
Svo sem sjá má á athugasemdum hér að ofan er græðgisvæðing hugans fráleitt runnin af öllum þegnum þjóðfélagsins okkar. Gróðabrall og ójöfnuður í kringum heilsu fólks eru talin sniðug og frábær fyrirbæri, fyrir nú utan að veita læknum ,,tækifæri til að vera heima í stað þess að flytja til útlanda!" Já, það er sannarlega sniðugt að mismuna fólki á grundvelli heilsu þess, þau skemmtilegheit höfum við séð hvað skýrast í tannlækningageiranum.
Og hvernig er það með þetta blessað fólk sem hampar prófum í læknisfræði? Lögðu þessir einstaklingar læknisfræðina fyrir sig fyrst og fremst gróðavon að hætti sjálftökustétta en ekki vegna hugsjóna um bætta heilsu samborgara sinna?
Frá mínum bæjardyrum séð er læknastéttin heilbrigðisvandamál út af fyrir sig. Peningasótt lækna virðist lítil takmök sett, þeim er fjandans sama um ójöfnuð og óréttlæti bara ef þeim tekst sjálfum af olngboga sig áfram fúapytti græðginnar. Hjá þessu liði virðist fátítt að finnist ærleg samfélagsleg taug sem tekur hag heildarinnar fram yfir einkagróða sjálfra sín.
Einkasjúkrahús fyrir yfirstéttarhænsi er ekki neitt skemmtiefni, fjarri því, aðeins merki um andlega lágkúru sem samfélag manna getur sem best verið án.
Jóhannes Ragnarsson, 1.9.2009 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.