Leita í fréttum mbl.is

Fótbrotnaði á flótta undan skapstyggum eiginmanni

Þegar ég las fréttina af konunni, sem brotnaði á báðum fótum, er hún hugðist flýja undan sambýlisvistmanni sem hún starfaði að, kom upp í huga minn atvik sem gerðist fyrir allnokkrum árum síðan. Þannig var að Valþór vinur minn Jónsson var farinn að gera sér býsna dælt við harðgifta konu og fór ávallt vel á með þeim þegar þau voru tvö saman einrúmi. Svo gerist það einhverju sinni, þegar Valþór var í heimsókn hjá konunni, að eiginmaður hennar kom óforvandis heim og sá að komið heldur betur fressköttur í ból bjarnar. Skipti engum togum, að Valþór sá sér þann kost vænstan, ef hann á annað borð vildi lífi halda, að flýja beina leið út um svefherbergisglugg konunnar. Hann stökk því beint á rúðuna, sem brotnaði, útum gluggann og féll að svo búnu lóðrétt ofanaf þriðjuhæð niður á steinsteypta stétt og fótbrotnaði illilega á báðum. Ekki sýndi hinn kokkálaði eiginmaður Valþóri neina miskun þó hann lægi stórslasaður og blóðugur á stéttinni, og tókst eiginmanninum að brjóta nokkur bein til viðbótar í karlanganum Valþóri áður en skjúkramennirnir komu á vettvang og sóttu hann. 
mbl.is Slasaðist á hlaupum undan vistmanni á sambýli
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband