Leita í fréttum mbl.is

Fyrir 38 árum - meira um geðstygga olísmenn

útSamkvæmt orðanna hljóðan í grein mbl.is, ,,Starfsmaður á plani réðist á viðskiptavini" er svo að skilja að umræddur starfsmaður hafi hjólað í hóp af fólki og haft alla undir, að öðrum kosti hefðu aðrir starfsmenn bensínstöðvar Olís í Norðlingaholti ekki þurft að koma fólkinu til aðstoðar. Af því má ljóst vera, að hinn viðskotailli starfmaður er ekki minna en heljarmenni að burðum, margra manna maki eins og það er kallað.

Annars er þetta ekki í fyrsta skipti sem starfsmaður Olís gerir aðsúg að viðskiptavinum. Fyrir nákvæmlega 38 árum varð vini mínum, Jóhannesi Jóhannessyni, sundurorða við svona starfsmann útaf dráttarvélum. Að undangengnum hótunum greip hinn önugi og rökþrota starfsmaður til þess óyndisúrræðis að læsa krumlu sinni í hnakkahárið á Jóhannesi vini mínum og mismuna honum útá stétt með viðeigandi blótsyrðaflaumi og fyrirgangi. Þegar starfsmaðurinn hafði þannig varpað Jóhannesi á dyr og látið aftur hurðina sneri hann sér alvarlegur í bragði að mér og sagði valdsmannslega: - Þetta er nú meira helvítis fíflið þessi drengdjöfull! Þar með var þessu dráttarvélarmáli lokið fyrir fullt og allt.

Með innslaginu um olíssjoppumanninn, Jóhannes nafna minn og dráttarvélarnar er ég alls ekki að ýja að því að náunginn í Norðlingaholtinu hafi ráðist að viðskiptavinum Olís útaf einhverjum traktorum eð þvíumlíku. Fjarri því. Hinu er ekki að neita, að dráttleysi, stundum kölluð ,,brund-íllska" hefur hlaupið með margann góðan manninn í gönur - en ég er heldur ekki að ýja að því að hinn geðstyggi starfsmaður Olís í Norðlingaholti sé haldinn þessháttar sjúkdómi eða öðrum í þeim dúr.


mbl.is Starfsmaður réðist á viðskiptavini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha ha ha ha.......

Brund-ilska er ekki góð eska, í næríur eska til hvers eska ?

Níels A. Ársælsson., 2.9.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband