Leita í fréttum mbl.is

ASÍ í núverandi mynd mun bráðlega líða undir lok

Það hlýtur að fara að hylla undir að ASÍ líði undir lok í þeirri mynd sem þetta úrkynjaða samband er nú. Að 80% fundarmanna á ársfundi ASÍ sé á móti því að raunverulegir eigendur lífeyissjóðanna, fólkið sem greiðir í þá, stjórni sjóðunum án aðkomu atvinnurekenda, sýnir svo ekki verður um villst á hvaða menningarstigi fénaðurinn er, sem smalað er á ársfundina.

Því fyrr sem ASÍ, í núverandi mynd, liðast í sundur, því betra. Samtök launafólks á hinum almenna markaði hafa á umliðnum árum orðið að einhverkonar skítakompaníi alls óskyldu stéttarbaráttu og skynsamlegum jöfnuði í þjóðfélaginu. Að sama skapi hafa forystuskepnur ASÍ orðið æ meira samdauna atvinnurekendum og ríkisvaldi. Hvað voru ASÍ-dólgarnir t.d. að bauka á frjálshyggjutímanum þegar þjóðfélagið stóð alelda af græðgi og skefjalausum ójöfnuði? Ójú, dýrin stóðu þétt að baki þeirra sem réðu ferðinni, æmtu hvorki né skræmtu og virtust kunna best við sig í bálinu miðju. Þegar frjálshyggjubrjálæðinu lauk með efnahagshruni og fólkið reis upp og mótmælti hurfu Gylfi Arnbjörnsson og Kristján í Keflavík ásamt öðrum foyrstsauðum ASÍ af vettvangi eins og jörðin hefði gleypt þá. 

Launafólk verður að losa sig undan úrkynjun forystu stéttarsambanda sinna ef ekki á illa að fara. Það kæmi mér t.d. ekki á óvart þó almennt launafólk færi að neita að borga stéttarfélagsgjöld, enda væri það rökrétt framhald á þeirri óheillaþróun og úrkynjun sem samtök launafólks á almennum markaði hafa ratað í.  


mbl.is Tillaga um lífeyrissjóði felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband