Leita í fréttum mbl.is

Hin farsæla lausn ASÍ

Höfuðórar ASÍ-Gylfa og atvinnurekenda um einhvern stöðugleikasáttmála er ekkert sem nokkur maður þarf að hafa áhyggjur af. Það er vitað að stöðugleikasáttmálinn á milli ASÍ og Samtaka atvinnulífins er með þeim ágætum að engin skil finnast lengur á milli þessara kynlegu samtaka. Og raunar vefst orðið fyrir mörgum hvort forseti ASÍ heitir Gylfi Arnbjörnsson eða Vilhjálmur Egilsson.

Hin farsæla lausn á höfuðvandamáli ASÍ felst að sjálfsögðu ekki í afdrifum heilaflækju alþýðusambandsforystunnar um stöðugleikasáttamála eða öðrum auðvaldsórum í svipuðum dúr. Hin farsæla lausn felst í algjörri uppstokkun hinnar almennu verkalýðshreyfingar þar sem núverandi fyrirkomulag væri afhrópað og kastað á sorphaug sögunnar. Í stað núverandi bákns risi ný verkalýðshreyfing án Gylfa Arnbjörnssonar, Kristjáns í Keflavík, frú Ingibjargar Err, Skúla Thoroddsen og annarra skoffína af sama kalíberi.

Verkalýðshreyfing verður aldrei verkalýðshreyfing nema henni sé stjórnað af alvöru verkafólki. Enn í dag á verkalýðurinn heilann heim að vinna. Í þeirri baráttu vinnast engir sigrar með skoffín, afætur og leiguþý auðvaldsins við stjórnvölinn.


mbl.is Þurfum að finna farsæla lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha...........

100% sammála þessu !

Níels A. Ársælsson., 23.10.2009 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband