Leita í fréttum mbl.is

Það vona ég að Guð gefi

polisÞað vona ég að Guð gefi að kannabisræktunin, sem lögreglan stöðvaði í gær, hafi ekki verið til húsa að Háaleitisbrsut 1. En þeir sem þar búverka hafa víst nóg á sinni könnu þó svo þeir séu ekki gripnir glóðvolgir við að hlúa að 70 maríjúnaplöntum.

Ég verð að viðurkenna að við lestur fréttarinnar um kannabisbúskap í húsi í Háaleitishverfinu varð ég sleginn ægilegum óhug og hugsaði sem svo: Á nú að bjarga sér útúr ógöngunum með vímuefnasölu? Hvað taka menn ekki til bragðs þegar skuldir, og jafnvel handrukkarar, sverfa að? Ég frétti af einum afar frjálshuga manni sem seldi ömmu sína til að bjarga sér fram að næstu mánaðarmótum. Því miður fékkst skammarlega lágt verð fyrir ömmuna, þ.e. 85 þúsund íslenskar krónur. Þess ber þó að geta að amman var orðin fullra 79 ára gömul, en mjög svo er ótryggt hvað svo gamalt fólk endist svo gagn sé af.

En ég ítreka enn og aftur, að ég vona að Guð gefi að umrædd kannabisræktun í Háaleitishverfinu  hafi ekki verið til húsa að Háaleitisbraut 1. 


mbl.is Hald lagt á kannabisplöntur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband