Leita í fréttum mbl.is

Menningarleg niðurlæging

Ef það er rétt að íslendingar hafi étið 4000 McDónaldshamborgara á dag síðustu dagana, ber það þjóðinni sorglega sögu um hnignun, niðurlægingu og tilfinnanlegan skort á mannsæmandi menningu. Þessi ósköp eru svo sem í fullu samræmi við dæmalausa skoðanakönnun, þar sem fólk var spurt hverjum það treysti best til að leiða Ísland útúr martröð kreppunnar. Í stað þess að 90% þjóðarinnar teldi Steingrím J. best til þess arna fallinn, eins og eðlilegt hefði verið, nefndu 24, eitthvað % aðspurðra gamlan skrjóð, sem búið er að leggja og stendur númeralaus á hinu pólitíska bílaplani.

Ég veit ekki hvernig þetta endar með íslendinga ef þeir fara ekki að sjá að sér og hverfi frá vitleysu sinna vega.


mbl.is Allt brjálað að gera hjá McDonald's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Já af hverju ætli 90% landsmanna treysti ekki manni sem barðist fyrir því að Ísland sækti um aðild að ESB, þvert á stefnu síns eigin flokks, og tæki á sig skuldir sem ríkið skuldar ekki öðrum þjóðum lögum samkvæmt til að auðvelda inngöngu okkar í ESB.

Oddgeir Einarsson, 29.10.2009 kl. 11:20

2 Smámynd: corvus corax

Hvað geri ég nú? Jólasteikin á mínu heimili átti að vera samkvæmt venju undanfarinna ára; Big Mac, stækkuð máltíð með öllu.

corvus corax, 29.10.2009 kl. 11:30

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvernig hefðir þú, Oddgeir minn, ætlað að komast hjá því að borga ekki Ícesaveóþerrann?

Ég veit ekki til þess að Steingrímur J. hafi barist fyrir því að Ísland sækti um aðild að ESB. Ef að málið kemst svo svo langt að þjóðaratkvæðagreiðsla verður um það mun Steingrímur, flestir aðrir í VG berjast gegn því með kjafti og klóm.

Nú fór í verra Corvus Corax með jólasteikina þína. Þú verður bara að láta þér nægja ýsu með mörfloti og kartöflum þessi jólin.

Jóhannes Ragnarsson, 29.10.2009 kl. 11:40

4 Smámynd: Birna Jensdóttir

Fór einu sinni 'a MC Donalds fékk nóg af ógeðinu,en það sem stakk mest í augun var að í það skiftið að minnsta kosti,að þarna voru ungir pabbar með börnin sín.Og ég fékk þá flugu í höfuðið að þarna væru helgarpabbarnir að fóðra ungana sína.

Birna Jensdóttir, 29.10.2009 kl. 13:17

5 Smámynd: Oddgeir Einarsson

Jóhannes: Ég hefði viljað komast hjá því að greiða þetta einfaldlega með því að greiða þetta ekki. Það hefur nefnilega enginn þar til bær aðili kveðið á um skyldu okkar til að greiða þetta. Síðan myndi ég vilja taka síðan til varna í dómsmáli ef Bretar og Hollendingar reyndu að innheimta meinta skuld fyrir dómstólum. Eins og við vitum hafa þeir hins vegar ekki fengist til að láta hlutlausan aðila dæma í þessu tapaða máli sínu og ætlast samt til að Steingrímur og co samþykki bara að greiða þetta.

Það er gott að heyra að Steingrímur og aðrir í VG muni berjast gegn ESB aðild með kjafti og klóm. Af hverju var Steingrímur þá að greiða með umsókn um aðild, með tilheyrandi gríðarlegum kostnaði vegna aðildarviðræðna, ef hann ætlar að greiða atkvæði gegn inngöngunni síðar? Ef afsökunin er sú að þjóðin eigi að ráða þá má benda á að Steingrímur vildi ekki að þjóðin fengi að ráða hvort sótt yrði um inngöngu.

Oddgeir Einarsson, 29.10.2009 kl. 15:12

6 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Reykt ýsa með annaðhvort vænni hamsatólg nú eða hangifloti, soðnum kartöflum og jafnvel rófum er fyrirtaks jólamatur.

Þráinn Jökull Elísson, 29.10.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband