Leita í fréttum mbl.is

Ærði eldri borgara með öskrum og óhljóðum

ero1Ég hélt í einfeldni minn, að það væri yfrið nóg að vera gamall og vistaður inni á elliheimili, rambandi daginn langann á grafarbakkanum og bíða þess að detta ofaní og finna moldina gusast yfir sig, svo ekki væri verið að auka á óþægindi ellinnar með því að láta Kristján Jóhannsson veina eins og stunginn grís yfir gamlingjunum. En í dag varð sá óhrjálegi atburður á dvalarheimilinu Grund, að nefdum Kristjáni var hleypt þar inn, bersýnilega í þeim tilgangi að hrella íbúana með óhljóðum af verstu tegund. Ég geri ráð fyrir að mikil skelfing hafi gripið um sig hjá hinu roskna fólki ,sem neyðist til að búa á Grund fyrir ellisakir, líkust þeirri ofsahræðslu sem verður þegar loftárásir eru gerðar á stórborgir erlendis.

Eftir að Krisján akureyringur hafði öskrað sig rámann og farinn að froðufella og gamla fólkið allt flúið inn til sín eða útá götu, hringdi einn öldungurinn í son sinn og skipaði honum að koma strax með gömlu haglabyssuna sína; hann ætlaði að vera viðbúinn og taka til sinna ráða næst þegar einhver öskurapinn gerði sig líklegan til að terroríséra á elliheimilinu.

Nú verðum við að vona, að Krisján Jóhannsson verði ekki fenginn til að reka upp hljóð yfir saklausu sauðfé í fjárhúsi eða hrossastóði í haga, það gæti haft mjög slæmar afleiðingar, enda myndi þessháttar tiltæki varða við lög um verndun dýra. Því miður eru engin slík lög til um eldri borgara á dvalarheimilum, sem sýnir betur en flest annað hvaða virðingar gamalt fólk nýtur af hálfu löggjafans.  


mbl.is Söngskemmtun sjónvarpað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf glæztur...

Steingrímur Helgason, 29.10.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hvernig væri að senda hann á Tálknann. Það þyrfti þá ekki að hafa áhyggjur af útigangsfénaði næstu árin.

Bjarni Kjartansson, 30.10.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband