Leita í fréttum mbl.is

Íslenskar afturgöngur úr Hrunagrafreitnum á leið til Vínarborgar

KizzEinkathotur-rikisstj-geir_1152654354Það væri nú ekki ónýtt fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, að fá hrunadansmærina af Íslandi, frú Ingbjörgu Sólrúnu Gísladóttur, til starfa hjá stofnuninni. Ég geri fastlega ráð fyrir að frú Ingibjörg hafi góðvin sinn, Gjeir Haaarde, með sér til Vínarborgar sem sérlegan aðstoðaramann og ráðunaut við þau verk sem frúin hyggst taka að sér. En saman gátu þau Ingibjörg og Gjeir sér gott orð fyrir að leiða íslenska efnahagshrunið saman síðasta spölinn - og fram af bjargbrúninni.

Svo mikið er víst, að Vínarbúar munu taka á móti á hrunadansparinu með kostum og kynjum og líta á það sem himnasendingu og guðlegan búhnykk að fá slíka sendingu til starfa innan borgarmarkana. Enda ekki á hverjum degi sem kraftaverk og fróðárundur eru í boði þar um slóðir.

Hvernig Ingibjörgu Sólrúnu og Gjeir mun ganga að berjast gegn mansali fyrir hönd Evrópubúa skal ósgat látið, en ekki kæmi oss Íslendingum á óvart þó sú barátta verði öll í skötulíki, rétt eins og frammistaða þeirra í hrunadansinum, sællar minningar. Fyrst þau höfðu ekki döngun í sér að berjast gegn glæpum og spillingu heima hjá sér er borin von að þau hafi getu til þess erlendis.

En best færi samt á, ef umræddum skötuhjúum munar svo mjög útá vinnumarkaðinn, að þau sýndu af sér iðrun og auðmýkt og sæktu um störf í ræstingum eða fiskvinnslu í stað þess að eltast við toppfígúruembætti yfirmanna og forstjóra. 


mbl.is Ingibjörg Sólrún til Vínar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Bíddu nú aðeins við, þú vilt fá Ingibjörgu og Geir út á vinnumarkaðinn. Davíð gerði einmitt það og þú fórst á límingunum.

Sigurður Þorsteinsson, 7.11.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Anskotinn hafi það, Ziggi, að ég hafi nokkurntíma nefnt á nafn að æskilegt væri að skötuhjúin Gjeir og Ingibjörg klöngruðust aftur út á vinnumarkaðinn. Svo held ég að enginn vilji ráða þau í vinnu, þau hafa þessháttar meðmæli.

Um Davíð karlangann gegnir allt öðru máli. Það er sárt til að vita að hann hafi þurft að neyðast til að fara að stunda slítandi stritvinnu aftur, eftir að hafa verið sestur í helgan stein.

Jóhannes Ragnarsson, 7.11.2009 kl. 10:22

3 identicon

Sæll

mér finnst fyrirsögnin góð. Hún gæti verið heiti á kafla í hryllingssögunni Hrunagrafreiturinn. Hvernig væri:Afturgöngurnar heimsækja AGS?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 11:13

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég held, að þeir hjá AGS hafi a.m.k. gott af því að fá íslenskar afturgöngur í heimsókn til sín.

Jóhannes Ragnarsson, 7.11.2009 kl. 13:05

5 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Kannski spurning um að senda þeim Þorgeirsbola.

Sigríður Jósefsdóttir, 7.11.2009 kl. 20:43

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætlar þessi kerlíngarálft að fara enn eina reisuna á íslensku vegabréfi?

Var ekki nóg komið?

Árni Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 21:46

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Einu virðist þið gleyma , jú þið eruð ekki þjóðin .

Hörður B Hjartarson, 8.11.2009 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband