Leita í fréttum mbl.is

Heimsendamyndin ,,Gulldansinn" er lærdómsrík tragedía

hannez.jpg"Á þjóðfundi í Laugardalshöllinni í dag, 14. nóvember 2009, töluðu margir um, að snúa þyrfti til gamalla gilda. Ég er hjartanlega sammála þeim. Íslendingar týndu sjálfum sér í trylltan dansi í kringum gullkálfinn í fjögur ár, frá 2004 til 2008. Baugurinn, sem þeir drógu sér á hönd í einhverju fáti, spillti þeim. Þeir fáu, sem vöruðu við, voru hrópaðir niður." (HHG)

Ofangreind ummæli er að finna á bloggsíðu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, eins af yfirleikstjórnum kvikmyndarinnar ,,Gulldansinn fram af frjálshyggjuhamrinum," sem sló rækilega í gegn frá árinu 1991 og fram yfir áramót 2009, eða í samfleytt 18 ár, sem er algjört margfalt heimsmet.

Heimsendamyndin 2012 er sögð hafa þénað 225 milljónir dala á heimsvísu, en tapið á heimsendamyndinni Gulldansinn fram af frjálshyggjuhamrinum er ekki endalega komið í ljós, en það mun nema hundruðum, eða ölluheldur, þúsundum milljarða íslenskra króna.

Hannes karlanginn leikstjóri, er auk þess svo seinheppin að minnast á einhverja ,,fáa, sem vöruðu við og voru hrópaðir niður." Eina fólkið, sem ég veit til að hafi varað við frjálshyggjugullkálfi Hannesar voru liðsmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og þeir voru sannarlega hrópaðir niður. En ég þykist vita að Hannes á ekki við þá.


mbl.is Heimsendirinn heillar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Fjármagnsstreymið á þessum 18 árum var svipað og hjá The Beatles á þeirra bestu árum. Munurinn var pólskiptur.

Þórbergur Torfason, 17.11.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband