Leita í fréttum mbl.is

Stórkostleg hætta á stökkbreytingu hér á landi

dori2_844255.jpgEins og greint hefur verið frá áður á þessu bloggi, er talsverð hætta á að svínsveiran H1N1 eigi eftir að stökkbreytast hér á landi. Hættan liggur í því, að svínsveiran blandist hinum hættulega framsóknarvírusi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Vísindamenn telja að samlegðaráhrif H1N1 og framsóknarvírusins kunni að verða einhver svæsnasta drepsótt sem yfir mannkynið hefur gengið frá upphafi vega.

Fyrir rúmri viku veiktist gamla Framsóknarmaddaman af svínsflensu, eins og við var að búast. Kerlingarómyndin var samstundis sett í svo stranga einangrun, að einungis eitruðustu húskarlar maddömunnar fá að stunda hana. Í því heilsubótarteymi eru þeir Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson, Alfreð Þorsteinsson og Ólafur bóndi á Miðhrauni, auk Valgerðar Swerirzz. Ekki er gömlu frúnni hugað líf, ef hún er þá ekki dauð nú þegar; það er þá bættur skaðinn. En hinu hugrakka hjúkrunarfólki verður ekki hleypt út aftur vegna stórkostlegrar hættu á að drepsótt brjótist út og grandi ef til vill allri heimsbygginni. Það er því allt útlit fyrir, að ofangreindir fimm-menningar verði geymdir í skotheldri einangrun, uns yfir lýkur.


mbl.is Stökkbreytt svínaflensuveira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það var auðvitað alltaf stórhætta á allskyns "svínaafbrigðum" af drepsóttakyni í tengslum við Framsóknarflokkinn.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.11.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þú ert snillingur....

Hallgrímur Guðmundsson, 20.11.2009 kl. 20:56

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Halldór Ás og svínið? Ó nei, heimsendir er í nánd...

Villi Asgeirsson, 20.11.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband