Leita í fréttum mbl.is

Breytist Torgerður í Skallagerði í ljósagöngunni?

hárÞað held ég verði sláttur á Torgerði Katrínu þegar hún skakklappast á stað, með skíðlogandi kyndil í klónum, frá Þjóðmenningarhúsinu klukkan sjö á miðvikudagskvöldið. Ég sé þessa háfættu valkyrju fyrir mér slagandi í fylkingarbrjósti með brúnaljósin svo einbeitt og tindrandi að hæfa myndi blóðmannýgu nauti.

En þrátt fyrir að Torgerður verði eflaust í svellandi vígaham á miðvikudagkvöldið, hef ég vaxandi áhyggjur af þessu uppátæki hennar. Ég hefi nefnilega illan grun um að Torgerði verði fljótlega fótaskortur á leiðinni niður að Sæbraut og missi logandi kyndilinn í höfuð sér og samstundis standi hár hennar vel kembt í björtu báli.

Ef þannig fer, að hárstrýið á Torgerði verði eldi að bráð, á liggur ekkert fyrir þessari föngulegu madonnu annað en að verða jafn sköllótt og Steingrímur J. Sigfússon göngugarpur. Eftir slíka útreið er viðbúið að Torgerður verði aldrei kölluð annað en ,,Skallagerður" á sama hátt og mæddir íhaldsmenn kalla Steingrím aldrei annað en ,,Skallagrím" einkum þegar illa liggur á þeim og það liggur oftast illa á þeim þessa dagana.


mbl.is Jóhanna leiðir ljósagöngu á miðvikudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta er nú sorgleg lesning í skrifum þínum hér, og finnst þér allt í lagi að ráðamenn ríkistjórnar Jóhanna og Steingrímur gangi í forystu á göngu sem er til að mótmæla OFBELDI, hvort sem er gegn konum eða karlmönnum börnum sem og öðrum, á sama tíma og þau beita heillri ÞJÓÐ ofbeldi...það er EKKI allt í lagi að finnast það svona þér að segja... Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.11.2009 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband