Leita í fréttum mbl.is

Hefðum átt að ráða slíkann mann í stað Evu Joly

Lenin 2Mikið hefði nú verið farsælla fyrir íslensk stjórnvöld, að ráða mann eins og Romm Houben til að gramsa í málefnum fjársýslumanna og útrásarvíkinga í staðin fyrir kerlingarnæpuna Evu Joly. En sem kunnugt er, er Eva þessi stórhættuleg kona og til alls vís; henni er t.d. trúandi til að reyna að steypa þjóðskipulagi voru með því að koma öllum helstu máttarstólpum landsins í fangelsi uppá vatn og brauð og innleiða í kjölfarið lenínisma, stalínisma og alsherjargúlag á Íslandi. Og ekki þarf að efa, að Steingrímur J. og Jóhanna Sig. eru mjög fýsandi að koma slíku skipulagi á. Skefjalausar árásir þessara skuggalegu þokkahjúa á skattgreiðendur, kvótaeigendur og lýðræðissinnaða frjálshyggjukapítalista uppá síðkastið benda eindregið til, að þeim sé mjög í mun að koma á fyrrnefndum lenínisma og stalínisma og í þeim efnum njóta þau liðstyrks byltingarkvendisins Evu Joly.

Nei, þá hefði verið betra að fá rólegt fólk, eins og Romm karlinn Houben, til annast rannsókn á hruninu. Það hefði fyrir það fyrsta ekki valdið ókyrrð meðal landsmanna og í öðru lagi hefðu allir fengið kristilega fyrirgefningu á skuldum sínum - nema svokallaður almenningur, sem lifði skefjalaust um efni fram í hugsunarlausri óráðsíu í hart nær 20 ár.


mbl.is Var talinn vera í dái í 23 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband