Leita í fréttum mbl.is

Hvaða hundakúnstir liggja að baki Icesave-rassaköstunum?

Hvað er þá verið að standa í samningaþófi við Breta og Hollendinga um Icesave-ið góða fyrst samkomulagið um það mál er ekki bindandi? Og hvernig í ósköpunum stendur á því, að Jóhanna Sig. og ríkisstjórn hennar hafa eytt öllu þessu óskaplega púðri í umrætt mál, úr því að hún álítur það ekki ófrávíkjanlega lagaskyldu að Íslendingar borgi herlegheitin? Að minnsta kosti stóð ekki á Jóhönnu og hennar hyski, að reka Ögmund Jónasson úr ríkisstjórninni fyrir þá sök, að hann var ekki vel tilkippilegur til að styðja undirlægjuhátt Jóhönnu gagnvart Bretum og Hollendingum.

Fyrir sauðsvartann almúgann á Íslandi er ekki beint auðvelt að skilja svona hundakúnstir. Getur verið, að á bak við Icsave-rassaköstin séu einhverjir þeir hlutir, sem haldið hefur verið leyndum fyrir almenningi? Og ef svo er, hvaða tilgangi þjónar slíkt leyndarbrugg?

Úr því sem komið er, verður Jóhanna Sigurðardóttir að upplýsa landa sína, satt og rétt og undanbragðalaust, hvað samningar um að Íslendingar greiði stókotlegar fjárhæðir útúr ríkissjóði til Breta og Hollendinga eigi yfirleitt að fyrirstilla, fyrst okkur ber engin lagaleg skylda til að greiða þessi ósköp.


mbl.is Mikil umfjöllun um Icesave í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta sjónarmið um að okkur ber ekki þessi lagaskylda var strax bent á af t.d. lagaprófessor Stefáni Má Stefánssyni,  sem er einn af okkar færustu fagmönnum hérlendis á þessu sviði - og hefur lengi verið.

Þetta er bara einn þáttur af mörgum óskiljanlegum ....-

...hvers vegna allt þetta púður er legt í  að vera að  sleikja sér upp við þennan breska hryðjuverkabófa sem trúlega þrefaldaði tjónið hérlendis af bankakerppunni - miðaða við það að Bretar hefðu rétt Íslensku þjóðinni heiðarlega hjálparhönd ....

....heiðalegs nágranna í stað þess að beita okkur hryðjuverkalögum - eins og íslenskur almenningu væri bófinn(!!) sem, trúlega þrefaldaði skaðann þar sem allt fór á brunaútsöluverð - gengið hrundi varanlega - og hangir nú neðst nirðí kjallara....

kærum helvítið fyrir  efnhagslega hryjuverkaárás á okkur!  

Kristinn Pétursson, 26.11.2009 kl. 09:52

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er ósköp einfalt, Bretar og Hollendingar segja að við VERÐUM að semja annars sé ESB umsóknin í hættu, LANDRÁÐAFYLKINGIN má ekki til þess hugsa og hefur "sannfært" landráðaarm VG til fylgis við sig.

Jóhann Elíasson, 26.11.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband