Leita í fréttum mbl.is

Ennþá betri ráð við innbrotsþjófum

eldur5Fátt er betra við inbrotsþjófum, fyrir utan að leggja jarðsprengjur um öll gólf, en að koma fyrir öflugum dýrabogum í íbúðinn. Þegar heiðurshjónin, frú Ingveldur og Kolbeinn Kolbeinsson, fóru til Indlands um jólin 2002 stungu þau 20 jarðsprengjum undir teppi og mottur heima hjá sér. Þegar þau komu til baka, var hús þeirra rústir einar og þar sem stofan hafi verið, var kominn stór gýgur. Tveimur árum síðar þótti sannað, að Sigurveig dræsa, náfrænka frú Ingveldar, hefði farist í sprengingunni, en til hennar hafði þá ekki spurst síðan daginn sem húsið Kolbeins og frú Ingveldar sprakk í loft upp síðla kvölds milli jóla og nýárs.

Hinsvegar lagði Arinbjörn veiðimaður Ólafsson gríðarlega dýraboga um hús sitt þvert og endilangt þegar hann brá sér af bæ um síðustu jól. Enda vakti það heilmikla undrun sjúkrafólks á Slysavarðstofunni, að þann tíma sem Arinbjörn var í burtu, komu sex karlmenn, með stuttu millibili, með hroðalega áverka á fótleggjum á Slysavarðstofuna. Allir báru þessir þrjótar fyrir sig að þeir hefðu klemmt sig milli stafs og hurðar. En sannleikurinn var hinsvegar sá, að þeir höfðu, hver og einn, brotist inn í hús Arinbjarnar til að stela eigum hans, en gengið eins og blindir kettlingar í hina miklu dýraboga, sem lágu þar spenntir og biðu þess að einhver óboðinn kæmi í heimsókn.

Svo er ágætt ráð við inbrotsþjófum, að ráða blóðþyrstan morðingja til að liggja í leyni í húsinu. Þannig fór Friðleifur Finnbogasona að einusinni með góðum árangri. Þegar hann sneri aftur heim, varu báðar ruslatunnurnar hjá honum fullar af seinheppnum innbrotsþjófum, sem hafði unnið á af mikilli ánægju. 


mbl.is Sjö leiðir til að forðast innbrot um jólin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jóhannes minn, nú hefur þú gleymt að taka inn ESB töflurnar þínar í morgun.

Sigurður Þorsteinsson, 30.11.2009 kl. 12:10

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þarf aungvar ESB-töblur, hvorki á morgnana né kvöldin eða miðjan dag.

En hvernig er það, Ziggi, er það rétt að þú og Kolbeinn Kolbeinson séu systrasynir?

Jóhannes Ragnarsson, 30.11.2009 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband