Leita í fréttum mbl.is

Sannleikurinn um kanarífarana

drunk2_888246.jpgSamkvæmt bestu fáanlegu heimildum, er ekki alskostar rétt, að dekrað hefi verið við hinn svakalega 100 manna hóp Íslendinga, sem ferðamálayfirvöld á Kanarí buðu til eyjanna. Sannleikurinn er sá, og það hefur komið fram áður, að hundraðmenningarnir höguðu sér með þeim hætti, að meint dekur var að mestu framkvæmt af lögregluþjónum og fangavörðum. ,,Dekrinu" lauk svo með því, að ferðamálayfirvöldin á Kanaríeyjum fengu nóg af þessum boðsgestum sínum, smöluðu þeim saman í flugvél og sendu þá til síns heima í morgun. Það lendir síðan á sömu ferðamálayfirvöldum, að greiða fyrir tjónið sem hundraðmenningarnir frömdu á knæpum og strípibúllum þar ytra með hömlulausum ölvunartiltekum sínum.


mbl.is Dekurferð til Kanaríeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband