Leita í fréttum mbl.is

Glæsileg hornkerling

fraSvo er að sjá, að hin samfylkingarlærða framsóknarsál, Guðmundur Steingrímsson, hafi hlotnast sú náð, að gegna embætti hornkerlingar Framsóknarflokksins, en það embætti vísar til, að sá sem því gegnir eigi yfirhúskarlsstöðu flokksins vísa. Þar með er viðbúið að slöttólfurinn Sígmúnd Davíð fái ekki að kemba hærurnar lengi, sem talsmaður Halldórs og Finns.

Þess má geta, að afi og faðir Gvendar Steingríms gengdu báðir embætti hornkerlingar á sínum tíma og uppskáru báðir yfirhúskarlsstöðu úr hendi sjálfrar Framsóknarmaddömunnar. En þar sem Maddaman er önduð verður Gvendur trúlega að taka við sínum framtíðarvegtyllum flokksins úr lúkunum á Halldóri Ásgríms og/eða Finni Ingólfssyni athafnaskáldi.


mbl.is Fundi fjárlaganefndar lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

"Finni Ingólfssyni athafnaskáldi".

Þú gleymdir einu Jói.

"og skoffíni".

Níels A. Ársælsson., 7.12.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband