Leita í fréttum mbl.is

Við hverju býst blessað barnið?

flokkurinnÉg geri fastlega ráð fyrir, að Bjarni Ben hafi leitt fróðleiksþyrsta klíkubræður sína og systur í allann sannleikann um hversvegna ,,öll heimili i landinu koma til með að greiða hærri skatta" á næstunni. Því satt best að segja eru þessir hærri skattar fyrst og fremst tilkomnir vegna stefnu og athafna Sjálfstæðisflokksins síðustu 18 ár. Þessa staðreynd hefur Bjarni vafalaust tíundað rækilega fyrir ,,sínu fólki" og útskýrt í leiðinni hvernig helstu þræðir spillingar, óréttlætis og fjárglæfra, koma saman á einn stað í Sjálfstæðisflokknum.

Annars er venjulegu fólki óskiljanlegt með öllu, hvernig á því getur staðið að fólk eins og Bjarni Ben, Torgerður Katrín, Illugi Gunnarsson, Tryggvi Herbertsson, Ragnheiður Elín, Einar Kr. og Pétur Blöndal, svo einhverjar af hrunshetjum Sjálfstæðisflokksins séu nefndar, þora að sperra sig opinberlega og rífa kjaft í ræðupúltum útum hvippinn og hvappinn, jafn nátengd sem þau eru þeim atburðum sem gerðu þjóðina gjaldþrota. Þetta lið hefur framið slík axarsköft gagnvart löndum sínum, að engu er saman að jafna. Því ætti þetta fólk, þó ekki væri nema af siðferðilegum ástæðum, að hafa vit á láta ekki sjá sig á almannafæri. En það hefur greinilega ekki vit til þess, því miður.

Og fyrst minnst er á siðferði: Veit einhver til þess að pótintátar og hottinteglar Sjálfstæðisflokksins hafi beðið Íslensku þjóðina afsökunar á famferði sínu þau 18 ár (1991-2009) sem Flokkurinn réði lögum og lofum í landinu? Ég minnist þess ekki, að hafa heyrt slíka afsökunarbeiðni, sem bendir til þess, að iðrun sé ekki til í Sjálfstæðisflokknum, né heiðarleg og heilbrigð siðverðisvitund.


mbl.is Öll heimili greiða hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband