Leita í fréttum mbl.is

Lét kné fylgja kviði og gerði sig örlætislega í framan

herra3Það er ekki ónýtt fyrir Hönnu Birnu hreppsstjóra, að fá að úthluta eins og jólasveinn, styrkjum uppá 9 milljooonir úr einhverjum sjóði, sem íbúar Reykjavíkur eiga. Og Hanna Birna lét kné fylgja kviði, kallaði myndasmiði fjölmiðlana á staðinn, gerði sig örlætislega í framan, eins og hún væri að gefa aurana úr eigin vasa, og lét þá mynda sig þannig, svo fólkið í landinu gæti séð svart á hvítu hvað hún er góðgjarn hreppsstjóri. Ekki veit ég fyrir víst hvar Hanna Birna lært svona fallegt vinsældartrix, en þó minnist ég þess, að hún vann um skeið baki brotnu með dáindismanninum Kjartani Gunnarssyni á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Eflaust hefur hún numið margt göfugt og fallegt í þeirri vist, sem kemur henni nú til góða. 


mbl.is Borgin úthlutar úr forvarnasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

John D. Rockefeller mest hataðasti óþokki Bandaríkjanna um aldamótin 1900, gekk um með gljáandi smápeninga upp á vasann í hvert sinn er hann kom fram opinberlega og gaf fátækum smákrökkum.

Með þessum aðferðum tókst John D. að hreinsa mannorð sitt í augum almennings og fékk smám saman orð á sig fyrir að vera göfugt og barngott gamalmenni.

Níels A. Ársælsson., 19.12.2009 kl. 11:33

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Örlætistrixin læra stjórnmálamenn af Jóhönnu Sigurðardóttur en ekki Rockefeller, því hann gaf af sínum eigin sjóðum.

Baldur Hermannsson, 19.12.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband