Leita í fréttum mbl.is

Ungfrú Dekker er af íslenskum ættum

bóndiÞað vita flestir sem vita vilja, að ungfrú Dekker af Hollandi er einhver mestur sjósóknari nú um stundir, þó hún sé rétt rétt nýfermd. Hitt vita eflaust færri, að hún er dótturdóttir hins fræga hafgamms, Þorgarðs Þorgarðssonar skipstjóra og aflakóngs, sem er svo mikill Íslendingur, að íslenskar getur ekki nokkur maður orðið.

Svo er mál með vexti, að Þorgarður skipstjóri kynntist ömmu Dekker siglingakappa á knæpu einni í Bremerhaven þegar hann stundaði síldveiðar í Norðursjó fyrir fjörutíu árum. Tókust miklar skyndiástir með Þorgarði og ömmu Dekker þetta kvöld, sem lauk með því að móðir ungfrúarinnar kom undir, síðla nætur, í skipstjóraklefa Þorgarðs um borð í alflaskipinu mb. Molduxa.

Það þarf því engan að undra þó fermingarstúlknunni Dekker þyrsti ákaft í að bjóða Ægi konungi byrginn, þegar tillit er tekið til ætternis hennar, og vilji umfram allt sigla kringum jarðarhnöttinn í einni striklotu, án tilllitst til veðra og vinda.


mbl.is Dekker fannst á St. Martin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Eg heyrði nú sagt að það hefði verið frændi þinn Þórður frá Dagverðará, sá mikli kvennaljómi en ekki Þorgarður, sem á þarna í hlut, þeir voru víst skipsfélagar á þessum tíma.

Bjarni Kjartansson, 20.12.2009 kl. 23:46

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Já er var mikid góur madur hann Þorgardur á Molduxa.

Ekki amarlegt að eiga slíka systur sem hún ungfrú Dekker er.

Níels A. Ársælsson., 20.12.2009 kl. 23:55

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þorgarður þessi var ömmubróðir minn og hefur engin allt til þessa dags migið í saltan sjó.  Þar til nú að Digga litla gerist Sæfari með stóru ESSI. Við höfum ekki mikið viljað flíka þessu en þar sem þú hefur upplýst leyndarmálið ætla ég að segja ykkur sögu..................   Nei, amma segir að ég megi það ekki.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.12.2009 kl. 09:02

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það vantar þarna í efstu línu: hefur engin úr minni fjölskyldu migið í ....

Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.12.2009 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband