Leita í fréttum mbl.is

Menningarstig, hugsunarháttur og úrkynjun komin á alvarlegt stig

pafi.jpgEkki lætur bókmenntasmekkur Íslendinga að sér hæða fremur en fyrri daginn. Meðal vinsælustu reyfaranna fyrir þessi jólin eru grobbsaga um Vigdísi kerlingu, sem Íslendingar gerðu að forseta hjá sér uppá grín hér um árið, Jólasveinarnir 13, dónasögur af sonum Grýlu mannætu höfuðdýrlingi íslenskra kapítalista og skræða sem frjálshyggjuklerkurinn Hjálmar í Dómkirkjunni hefur tekið saman um sjálfan sig, þar sem hann hælir sér af því þegar hann vann hörðum höndum, sem þingmaður, að greiða götu frjálshyggjukapítalismans, sem steypti þjóðinni í glötun fyrir ári síðan.

Ef listinn yfir vinsælustu jólabækurnar þetta árið er gildur mælikvarði um menningarstig og hugsunarhátt þjóðarinnar, verð ég að viðurkenna, að útlitið er mun svartara en áður var talið og andleg úrkynjun alvarlegri en svo að við verði unað. 


mbl.is Bók Vigdísar selst best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Þakkaðu fyrir meðan Jóhanna Sigurðardóttir, sem vinstri menn gerðu að forsætisráðherra upp á grín, kemur ekki á markaðinn, þá fyrst verður nú handagangur í öskjunni.

Baldur Hermannsson, 22.12.2009 kl. 21:25

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ef Jóhanna kæmist á topp jólabókaflóðsins með rauphistoríu af sjálfri sér, væri barátta þjóðarinnar endanlega töpuð.

Jóhannes Ragnarsson, 22.12.2009 kl. 22:13

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jóhanna er ekkert skemmtileg, hún er heldur ekki sæt og því síður bráðgáfuð en ég held að hún sé heiðarlegasta þurrku... sem uppi er um þessar mundir.

Ég er búin að kaupa mér bókina hans Jónasar Kristjánssonar og ég hlakka til að lesa hana á jólanótt.  Vigga fær að bíða þar til vorar....

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.12.2009 kl. 21:54

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

OK ég trúi ykkur, en ef ég þekki mitt heimafólk mynduð þið rjúka upp til handa og fóta til að kaupa ævisögu Geirs Haarde.

Baldur Hermannsson, 23.12.2009 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband