Leita í fréttum mbl.is

Vænn skammtur af Stefáni Friðriki á Akureyri

snjó1Mikið óskaplega er alltaf gott að finna fyrir vænum skerfi af þórðaragleði í hjarta sér. Þegar ég las fréttina af fannferginu á Akureyri gladdist ég innilega og þegar ég sá Akureyringana mér fyrir hugskotsjónum innilokaða í húsum sínum, bílana fasta í himinháum sköflum, og Norðlendingum yfirleitt allar bjargir bannaðar, gladdist ég ennþá meir af sannri og innilegri þórðargleði.

Og þegar við bættist, að ástmögur Akureyringa, Stefán Friðrik Bloggesen, hafði tekið sig til og bloggað heldur hlálega um hvít jól á Akureyri, má segja að ánægja mín hafi fullkomnast í hæstu hæðir. Og nú segja mér áreiðanlegir menn fyrir norðan, að bæjarstjórnin á Akureyri sé búin að samþykkja, að reisa 50 metra háa styttu af Stefáni Friðriki fyrir 200 milljónir króna á næsta ári. Með hæðinni á styttunni vill bæjarstjórnin tryggja að það sjáist a.m.k. í nefið á ástmeginum þegar fannfergi er mikið að vetrum og eins til að hvetja garpinn til frekari frjálshyggjudáða á bloggvellinum.

Nú berum vér Vestlendingar og Sunnlendingar þá frómu von í brjósti, að áfram haldi að snjóa fyrir norðan land og Akureyringar og aðrir norðurhjaraþursar komist ekki suður fyrir heiðar fyrr en með vorinu.  


mbl.is Mikið fannfergi á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Óskarsson

gleðileg jól

Nú er gott að vera á Akureyri. Mikill snjór og margt gott fólk. En það besta við þetta allt er að nú er nægt byggingarefni fyrir líkneski af Stefáni Friðrik, það á nefnilega að nota snjóinn - þannig spara menn og svo þegar allir eru leiðir á styttunni þá rennur hún út í Eyjafjörð.

Það er ótúlega fallegt yfir að líta - mikið af jólaskrautinu horfið í kaf.

kær norðankveðja

Snorri í Betel

Snorri Óskarsson, 26.12.2009 kl. 22:36

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Gleðileg jól, Snorri.

Ég trúi því, að það sé fallegt yfir að líta fyrir norðan núna, ólíkt því sem við á Snæfellsnesinu búum við þessa stundina því hér geysar ískaldur norðangarri um alauða jörð. 

En ósköp held ég að Akureyringar verði samt leiðir þegar Friðrik Stefán rennur á haf út með vorinu.

Jóhannes Ragnarsson, 26.12.2009 kl. 22:46

3 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Mikið vildi ég að hægt væri að færa þér birtuna,  fegurðina og gleðina sem fylgir snjónum hér fyrir norðan. Okkur líður bara ljómandi vel, snjórinn alls ekki eins mikill og látið er í veðri vaka svo engin hætta er á að þú losnir við Norðlendingana í bili, þeir koma suður yfir heiðar eftir hátíðarnar, ef þeir telja sig eiga erindi.

Kær kveðja að norðan

Sigríður Jóhannsdóttir, 26.12.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ja, ég get nú sagt þér það, Sigríður, að ég bý svo vel að hafa haft Eyfirðing á heimilinu hjá mér í rúma þrjá áratugi.

Jóhannes Ragnarsson, 26.12.2009 kl. 23:03

5 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Gleðileg jól, gleymdi þeirri góðu kveðju áðan

Sigríður Jóhannsdóttir, 26.12.2009 kl. 23:11

6 Smámynd: Sigurjón

Gleðileg jól Jóhannes.

Þú ert alltaf jafn fyndinn og megir þú vera það áfram á nýju ári.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 27.12.2009 kl. 01:55

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hehe það er eitthvað svo vinalegt að hafa Akureyringana þarna á kafi í  snjóhúsunum.

Baldur Hermannsson, 27.12.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband