Leita í fréttum mbl.is

Áfengisneysla heimilisdýra er að verða þjóðarböl

dog2Það var ekki seinna vænna fyrir blessað fólkið, að flytja sína innri jólagleði í ölvunarástandi út á götur og torg. Fátt er fegurra í veröldinni en drukkið fólk, einkum léttklæddar konur, á vafri í kuldagarra í svartasta skammdeginu.

Og allstaðar má sjá merki um framfarir. Nú er að verða algengt, að gæludýr, t.d. hundar, taki þátt í drykkjusvalli húsbænda sinna, fái rauðvín að staðaldri með matnum og þessháttar. Reyndar er ástandið orðið slíkt í þessum efnum, að farið er að tala um knýjandi nauðsyn þess, að komið verði á laggirnar afvötnunarstöð fyrir hunda ásamt eftirmeðferð.

Á jóladag frétti ég af labradorhundinum Sámi, sem orðinn er útgangshundur sökum skefjalausrar áfengisneyslu. Þegar aðrir hundar vilja hollan mat eftir nætursvefninn, gerir Sámur allt sem í hans valdi stendur til að þefa uppi afréttara, þannig að ekki er að undra hvernig komið er fyrir honum. Því miður er Sámur ekkert einsdæmi í þessum efnum því drykkjskapur heimilishunda er kominn á það stig að jaðrar við þjóðarböl.


mbl.is Ölvun mikil í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Nú er ég loks að skilja hvaðan orðið "drykkjuhundur" er runnið.

En þá er það spurningin hvaðan orðið "auðvaldssvín" er komið ?

Níels A. Ársælsson., 27.12.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband