Leita í fréttum mbl.is

Getur verið að landráð séu í spilunum?

ulfur-i-saudarg_665314234Getur það í alvöru hugsast, að svokallaður Icesave-samningur sé fyrst og fremst hugsaður af hálfu Samfylkingarinnar sem aðgöngumiði að ESB, eins og ýmsir hafa haldið fram? Getur verið, að fléttan sé einhvernveginn á þá leið, að fljótlega eftir samþykkt samningsins komi í ljós að við séum engann veginn borgunarmenn fyrir herlegheitunum, þannig að við verðum látin leita á náðir ESB, sem tekur að sér skuldirnar í skiptum fyrir góðan skerf af aflaheimildum? Og í þeirri stöðu verði almenningi í landinu stillt upp við þann vegg, að ganga annaðhvort þegjandi og hljóðalaust í ESB eða liggja bjargarlaus og útskúfuð í svaðinu? Getur verið að æpandi þögn þingliðs Samfylkingarinnar um Icesave stafi af óheilindum þeirra gagnvart þjóð sinni í málinu; ég held ég hafi bara ekki heyrt eitt einasta samfylkingarkvikindi færa nein rök sem heitið geta fyrir afdráttarlausum stuðningi við þennan óhreina gjörning?

Ef þetta er í grófum dráttum fléttan á bak við Icesava-samninginn og ESB-aðild Íslands, eru það frá mínum bæjardyrum séð, hein og klár landráð.  


mbl.is Icesave á Alþingi á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Jóhannes minn, æfinlega !

Mér þykir vænt um; að þú gerir þér orðið ljóst, fornvinur góður, hvers lags illfyglis háttur það er - sem á borð er borinn, fyrir Íslendinga, og að þú sjáir loks, hvers lags meinvörp íslenzkir stjórnmála flokkar eru; flestir, í raun og veru.

Með beztu kveðjum; út undir Enni vestur - úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Páll Blöndal

Sæll Jóhannes, ef við gefum okkur að þetta sér rétt hjá þér hvað Samfylkinguna varðar.
Hvað eru Steingrímur Joð og VG, þá að hugsa?
Hvað fá þeir fyrir sinn snúð þar sem þeir vilja EKKI í ESB ?

Ertu þá að segja að allir VG-stjórnarliðar (- LM, ÖJ og ÁD)
séu að taka þátt í glæpnum?

Páll Blöndal, 27.12.2009 kl. 22:50

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Blessaður og sæll Óskar Helgi.

Mér hefur svo sem lengi verið ljóst, að í stjórnmálaflokkunum okkar er og hefur verið allt of mikið af skemmdum ávöxtum, sem ættu að halda sig eins langt frá stjórnmálum og hægt er. 

Jóhannes Ragnarsson, 27.12.2009 kl. 22:53

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sem betur fer eru enn fólk í stjórn sem er með viti og kís af samvisku en ekki þvingun samfylkingarinnar.

Sigurður Haraldsson, 27.12.2009 kl. 22:54

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég er í sjálfu sér ekkert að fullyrða varðandi Samfylkinguna, Páll, aðeins að varpa fram spurningum, sem gæti verið nauðsynlegt að fá svör við. Það má vera, að rétta svarið við spurningunum sé bara einfalt NEI, og ef svo er, þá er það ánægjulegt.

Jóhannes Ragnarsson, 27.12.2009 kl. 23:00

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hvar er Fannar frá Rifi núna ?

Níels A. Ársælsson., 27.12.2009 kl. 23:23

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður held ég að þetta sé rétt hjá þér Jóhannes.

Jóhann Elíasson, 27.12.2009 kl. 23:49

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Satt að segja held ég að Samfylkingarpakkið sé ekki nógu gáfað til að hugsa svona marga leiki fram í tímann. En það er glampandi vísbending um hvernig komið er fyrir ríkisstjórninni að jafn orðvar maður og Jói Ragg skuli hugsa á þessum nóttum á sjálfum jólunum.

Baldur Hermannsson, 28.12.2009 kl. 03:10

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

....á þessum nótum.....

Baldur Hermannsson, 28.12.2009 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband