Leita í fréttum mbl.is

Skemmtilegur flótti ráðherra frá Bessastöðum

kona2Fjári var nú gaman að fylgjast með fréttinni á Ríkissjónvarpinu um ferð ríkisstjórnarinnar á Bessastaði í morgun. Félagi Óli forseti stóð þarna bísperrtur eins og landnámshani framan í fréttamönnunum og sagði fjálglega frá því að hann hefði neitað að skrifa undir Icesave-plaggið og ráðherrarnir hefðu ekki þorað að segja eitt einasta orð. Og þegar Steingrímur okkar hérna J. ruddist útum dyrnar á Bessastöðum, blásvartur í framan af svavarsveikinni, hvæsti hann eins og grimmur fressköttur á fréttamennina og skrækti, þegar þeir spurðu hann um fundinn: -Spyrjið forsetann, spyrjið forsetann, og þaut á brott í ráðherrabifreið sinni eins og hann hefði hitt sjálfann Erkidjöfulinn í stofunni á Bessastöðum.

En nú er boltinn sem sé hjá félaga Ólafi Ragnari, sem virðist þess albúinn að sparka honum til ,,fólksins í landinu," svo ég noti vinsælt orðatiltæki forsetans.


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já Steingrími lá á frá Bessastöðum ég var þar. Gleðilegt ár.

Sigurður Haraldsson, 1.1.2010 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband