Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
25.2.2007 | 20:40
Frú Ragnhildur magister í norrænum fræðum. III. hluti.
Íbúð frú Ragnhildar var á efstu hæð í fjögurra hæða blokk og hafði sameiginlegan inngang með íbúðunum á hæðunum fyrir neðan.
Þegar Arnkell kom, ásamt Gretti, Þórólfi, Hallgerði og Arnkatli hinum unga, að dyrum íbúðar frú Ragnhildar, hófu þau að hnusa vel og vandlega af samskeytum stafs og hurðar til að kanna hvort einhverja torkennilega lykt legði að innan. Dóttirin Hallgerður, sem kvaðst lyktnæmust þeirra allra, lagðist meira að segja á gólfið og þefaði meðfram þröskuldinum. Svo stóð hún upp náföl og tilkynnti, að það væri örugglega stæk ólykt innan við hurðina. - Við verðum að komast inn undir eins, lagði Grettir til og tók nokkur skref afturábak, rak undir sig hausinn og hjóp á hurðina af öllu afli, með hægri öxlina á undan.
Það kvað við ægilegt brak og brothljóð, þegar hurðin og hurðarkarmarnir létu undan, svo glumdi í niður allan stigaganginn.
Svo þurstu þau inn.
Hallgerður leitaði þegar í stað uppi svefnherbergi móður sinnar því hún var kjarkmikil kona og ódeig við allt sem á vegi hennar varð.
Neineineineinei!!! orgaði Hallgerður upp yfir sig af undrun og skelfingu þegar hún sá hvað var á seyði í svefnherberginu. Karlpeningurinn kom að vonum þjótandi á vettvang og staðnæmdist í dyrunum að svefnskála frú Ragnhildar. Það trúði enginn sínum eigin augum. Gat þetta virkilega verið? Arnkatli eldri varð svo mikið um, að kjálkavöðvar hans lömuðust og hakan seig viðstöðulaust niður á bringu; honum hefði ekki brugðið meir þó frú Ragnhildur hefði legið myrt og kasúldin í rúmi sínu ...
(Framhald síðar)
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.3.2007 kl. 07:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2007 | 12:44
Af setningarræðu Steingríms J. á landsfundi VG
Ég tók mig til og prentaði út setningarræðu Steingríms á landsfundi VG. Úr prentaranum vall ræðuflaumur formannsins upp á einar 13 blasíður, og það hvein og söng í prentaragarganinu svo á köflum hélt ég hann væri hreinlega að gefast upp á ræðulátunum.
Þegar ég fór yfir ræðuna, fór sem mig grunaði. Það má ljóst vera, að Steingrímur er kominn með fullkomna rörsýn á ráðherrastól þann sem hann hefur væntingar til að setjast í að loknum kosningum.
Einhversstaðar í ræðu sinni (jú, það mun vera á bls. 6) fullyrðir formaðurinn að Vinstrihreyfingin - grænt framboð sé vinstri flokkur og hnykkir á með að segja: Við erum ekki miðjuflokkur!!! eins og það þurfi að taka sérstaklega fram að "vinstriflokkur" sé ekki "miðjuflokkur".
Ef ræðan er skoðuð nánar, kemur í ljós að formaður vinstriflokksins minnist hvergi á verkalýshreyfingu eða hlutverk hennar til eða frá. Er það trúverðugur vinstriflokkur sem kemur sér algjörlega hjá því að nefna verkalýðshreyfingu á nafn eins og hún sé ekki til? Það næsta sem formaðurinn kemst, að ýja að verkalýðshreyfingu, má finn á bls. 9. En þar segir Steingrímur: "Í níunda lagi myndum við bjóða "aðilum vinnumarkaðarins" til viðræðna við stjórnvöld um breyttar áherslur í launamálum, þar sem að tvennt væri meginmarkmiðið: að hækka lægstu laun umtalsvert í tengslum við skattkerfisbreytingar sem léttu sköttum af fólki upp að lágmarkslaunum ... En hitt meginmarkmið slíkra viðræðna yrði að segja kynbundnum launamun stríð á hendur ..."
Mín skoðun er einfaldlega, að flokkur sem ekki hefur stéttarbaráttu og verkalýðshyggju af einhverju tagi á dagskrá á ekkert tilkall til að kalla sig vinstriflokk. Samkvæmt því er Vinstrihreyfingin - grænt framboð ekki vinstriflokkur nema að nafninu til - því miður.
Að öðru leyti er keimurinn af ræðu Steingríms formanns ekki ósvipaður á bragðið og málflutningur framsókanrmanna þegar þeir voru síðast í stjórnarandstöðu.
25.2.2007 | 11:39
Svavarsvædd stjórn VG
Ég sé á þessari frétt að Svandís og Gestur Svavarsbörn hafa verið kosin í Stjórn VG, sem að mínu mati er býsna athyglisvert. Ég hefi talið að hægt hefði verið að komast af með annað þeirra.
Þá vekur eftirtekt mína að fallkandídatarnir Lilja Rafney og Hlynur Hallsson hlutu kosingu í stjórnina, sem bendir til að vel hafi tekist til með val á atkvæðisbærum landsfundarfulltrúum.
Svo er skemmtilegt, svo ekki sé meira sagt, að hafa mynd af Hjörleifi Guttormssyni með fréttinni því þar fer raunverulegur stjórnarmaður í VG, þó ekki hafi hann verið kosinn til þess arna. En svona er lífið: menn geta ráðið lögum og lofum í stjórnmálaflokkum án þess að nokkur hafi kosið þá formlega til trúnaðarstafa.
Jóhannes Ragnarsson
Kosningaáherslur VG kynntar í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2007 | 11:17
Frú Ragnhildur magister í norrænum fræðum. II. hluti.
En þegar sex mánuðir voru liðnir án þess að nokkuð hefði heyrst eða sést til kerlingar, fóru nánustu aðstandendur að undrast um afdrif hennar. Þau Grettir, Þórólfur og Hallgerður, ásamt Arnkatli, höfðu endrum og sinnum ekið af mikilli hægð framhjá íbúð Ragnhildar, án þess að verða nokkurs vísari. Það var alltaf ljós í sömu gluggum, sem gat bent til að hún væri heima. En að aldrei væri hreyft við ljósunum í íbúðinni var samt einhvað hráslagalegt og einkennilegt. Og þeirri kaldranalegu hugsun sló niður, að máske lægi gamla frúin ósjálfbjarga eða dauð inni hjá sér. Við því yrði að bregðast, með góðu eða illu, hvað sem tautaði og raulaði.
Í framhaldi af hinni nagandi óvissu, var sonarsonur frú Ragnhildar, Arnkell Þórólfsson, gerður út af örkinni og settur á njósn við íbúð hennar.
Þegar strákskrattinn hafði njósnað, án árangurs, í tvo sólarhringa, var ekki um annað að ræða en að láta til skarar skríða og brjótast inn til þeirrar gömlu.
(Framhald síðar ...)
24.2.2007 | 23:33
VG í vargakjafti öfgafeminista
Á landsfundi VG liggja fyrir drög að samþykkt, sem ber yfirskriftina "Aðgerðir til kvenfrelsis". Er þar skemmst frá að segja, að sjaldan hef ég séð annað eins bull. Það er engu líkara en þar hafi um vélt samansafn af rauðvínsdrukkum kerlingum úr efri-millistétt, sem á hátíðarstund hafa kjaftað sig upp í rjáfur heimsku og vitleysu.
Í þessum framúrskarandi drögum er talað fjálglega um "kynjakerfi samfélagsins" sem takmarki aðgengi kvenna að völdum og fjármagni. Svona orðbragð segir mér það eitt, að þarna séu á ferð kvinnur sem ekki eru af alþýðustandi og raunar væri hvaða atvinnurekandi sem er, eða samtök atvinnurekenda, fullsæmdur af svona valda- og fjármagnstalsmáta.
En mestu flugi ná þó hinar öfgafullu efri-millistéttarkerlingar í VG þegar þær leggja til, að bundið verði í stjórnarskrá að jafnt hlutfall karla og kvenna sitji á Alþingi og í sveitarstjórnum og að lögbundið verði jafnt hlutfall sömu kynja í stjórnum fyrirtækja. Svo hnýta þær aftan í þennan kafla hugaflugsins, magnaðri yfirlýsingu á nauðsyn þess að koma á "kynjaðri fjárlagagerð".
Síðar í drögunum er lagt til, "að karlar sem beita ofbeldi verði fjarlægðir af heimilum". En hvað með konur sem beita ofbeldi? Er ekki tilvalið að afgreiða þær á sama hátt og ofbeldiskarlana. Um þá hlið málsins er ekki minnst einu orði eins og sá möguleiki sé ekki fyrir hendi.
Loks brydda blessaðar frúrnar upp á því nýmæli að nauðsynlegt sé að "koma á kynjafræðikennslu á öllum skólastigum".
Eftir lestur draga efri-millistéttarkerlinganna í VG, er farinn að læðast að mér grunur um að umræddar kvinnur hafi einhvenrtímann í ósköpunum komist að þeirri niðurstöðu að karlar og konur séu fráleitt af sömu dýrategundinni, ekki fremur en fálki og rjúpa.
Ég verð að segja eins og er, að mér er hulið hvernig samsetningur á borð við drög að "Aðgerðum til kvenfrelsis" hafa komist inn á landsfund VG. Datt engum heilvita manni að stoppa þessa vitleysu af, eða hvað? Ég skil t.d. ekki, af hverju formaður flokksins, Steingrímur J. Sigfússon kom ekki veg fyrir svona uppákomu, annað eins hefur hann tekið sér fyrir hendur. Eða er hann sammála bullinu í efri-millistéttarkerlingunum?
24.2.2007 | 21:57
Frú Ragnhildur magister í norrænum fræðum. I. hluti.
Var síðan allt kyrrt um hríð, að minnsta kosti á yfirborðinu.
(Framhald síðar)
24.2.2007 | 21:25
Uppeldispróblem og neyslugræðgi
Í búðinni upphóf krakkaskrípið æðisgengna baráttu fyrir sælgætiskaupum. En móðirin var föst fyrir, enda hlaðin diazepami, og lét ekki hagga sér um millimetersbrot og keypti þar af leiðandi ekki svo mikið sem fimmaura kúlu upp í trantinn á unganum.
Þegar út var komið tók krakkaskrípið grjót upp af strætinu og fleygði því að móður sinni og hæfði hana á milli augnanna.
Og þar sem móðirin lá rotuð á stéttinni, rændi barnið hana og óð að svo búnu inn í búðina og keypti sér þá gnótt sælgætis að fyllti tvo innkaupapoka.
24.2.2007 | 18:49
Vinstri grænir halda landsfund
Það hefur varla farið framhjá fólki, að landsfundur VG fer fram þessa dagana að Grandhóteli í Reykjavík. Mun þar vera mikið um dýrðir og herma fregnir að í dag hafi ritari og gjaldkeri flokksinns verið sjálfkjörnirkjörnir við mikil fagnaðarlæti. Orðalagið minnir á vel heppnaða leiksýningu þar sem leiktjöld og búningar skipta meira máli en innihald verksins.
Ég hef verið að glugga dálítið í drög að fyrirliggjandi landsfundarsamþykktum og mun ég reyna að fjalla eitthvað um þau ósköp í næstu færslum.
24.2.2007 | 16:40
Fyrsta bloggfærsla
Nýjustu færslur
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Göglin, þjófræðið, og auðvaldspervertarnir
- Vér óskum emírítusnum innilega til hamingju með glæsilega ákv...
- ,,Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga"
- Álfabakkamúrinn á eftir að reynast fólki vel; þökk sé Degi og...
- Spøgelset í höfn á Jótlandi
- Þétt dagskrá forseta á morgun - og fullveldismessa síra Baldv...
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 21
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 1493
- Frá upphafi: 1542363
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 1315
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu athugasemdir
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007