Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2009

Verkalýđshreyfing í gíslingu óćskilegra afla

Viđ skulum ekki ganga ađ ţví gruflandi ađ VR er fyrst og fremst hluti af valdabatteríi Sjálfstćđisflokksins og ţar af leiđandi alls óskylt öllu sem heitir verkalýđsbarátta, hvađ ţá stéttarbarátta. Ţađ er ţví mjög mikilvćgt fyrir Sjálfstćđisflokkinn ađ glata ekki ţví kverkataki sem hann hefur á verkalýđshreyfingunni gegnum VR.

Auđvitađ er nauđsynlegt ađ koma stjórn VR frá. En ţađ á líka viđ stjórnir fjölmargra annarra stéttarfélaga. Ţađ er ţví miđur stađreynd, ađ hin almenna verkalýđshreyfing er í harđri gíslingu tiltölulega lítils hóps fólks sem er samdauna valdaklíkunni í landinu, fólks sem spilađi rćla og valsa á fiđlur međan frjálshyggjueldarnir brunnu. Og eftir ađ frjálshyggjukapítalismin hrundi ofan í ţann skítapytt sem hann var byggđur yfir hafa verkalýđsforingjarnir ţagađ eins og klumsa merar. Ekki hafa ţessir delar slegist í hópinn međ fólkinu sem krefst uppgjörs viđ gjörspillta burgeisstétt og vill byggja upp nýtt ţjóđfélag í anda jöfnuđar og heiđarleika. Nei, Gylfi Arnbörnsson og Gunnar Páll Pálsson hafa veriđ víđsfjarri ţeim vettvangi, enda er ţeim ţjónkun viđ ríkjandi vald auđs og ójöfnuđar kćrara en ađ fylkja liđi međ alţýđu manna.

Í öllu ţví umróti sem á sér stađ á Íslandi um ţessar mundir hljóta böndin fyrr eđa síđar berast ađ verkalýđshreyfingunni. Ţar verđur ađ hreinsa út svo um munar; frelsa hreyfingu launafólks úr gíslingu hugsjónalausra varđhundum vissra stjórnmálaflokka og ţess sem ţeir standa fyrir.

Ţađ verđur ađ hefja baráttu fyrir Frjálsri Verkalýđshreyfingu samhliđa baráttunni gegn gjörspilltu ríkisvaldi, stjórnmálaflokkum og peningageđsjúklingum.

 


mbl.is Stjórn VR langţreytt á rangfćrslum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kögunar-pilturinn tístir í tittlingaborg

Sko litla Kögunar-piltinn, sem ţekkir ekki Finn Ingólfsson og hefur aldrei heyrt á hann minnst, hann er alveg standandi bet á ađ ríkisstjórnin hafi ekki tekiđ af skariđ og hjólađ eins og trylltur hani í Bretana út af hryđjuverkalögunum góđu. Viđ hverjum fjáranum bjóst Kögunar-drengurinn? Átti hann von á ađ Hordi og I. Sól tćkju sig til og fćru međ vopnavaldi á hendur ríkisstjórn hennar hátignar Elísbetar II? Eđa er hann bara ađ gera sig digrann vegna formannskosningarinnar hjá hinni ellićru Framsóknarmaddömu? Ja, ţá er bragđ ađ ţegar fer ađ tísta í tilttlingaborg ...

Til fróđleiks er rétt ađ nefna ađ orđatiltćkiđ, ,,ađ nú tísti í tittlingaborg" er haft um syfjađa staula sem reyna ađ vinna sér inn prik međ klunnalegu kjaftbrúki og innantómu.  


mbl.is Fresturinn ađ renna út
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Errilegur mannskapsmađur Láfi Klemm

Helvíti errilegur mannskapsmađur ţessi Láfi Klemm og til í tuskiđ, enda hámenntađur áskrifandi ađ launum hjá Seđlabanka Íslands. En eitthvađ hafa vondir straumar hrćrt uppí höfđinu á karlálftinni, ţegar han gekk fram á hugsandi fólk á Austurvelli á gamlársdag, og komiđ honum í sannkallađ baráttuskap. Ţađ er svo sem vel skiljanlegt, ađ menn sem í árarađir hafa nagađ og étiđ blýanta og auk ţess horft uppá kapítalismann hrynja og verđa ađ illţefjandi skítaklessu á pappírum Seđlabankans, verđi dálítiđ ruglađir í rýminu ţegar ţeir ganga óforvandis í fangiđ á ćstum kommúnistum og öđru óráđvöndu illţýđi.

Kappinn Pétur Hoffmann Salómonsson barđist berhentur viđ átján manns og hafđi betur, en Láfi Klemm, hagfrćđingur í Seđlabankanum, ćtlađi ađ hjóla í fimmhundruđ menn í ţeirri hagfrćđilegu fullvissu ađ hann gćti rotađ ţá alla á augabragđi. Segiđ ţiđ svo ađ ekki séu enn garpar uppi međal ţjóđar vorrar. 


mbl.is Taldi sér ógnađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stjáni Torgerđar hefđi átt ađ vinna

Ég er mest hissa á ađ Kristján Arason, eiginmađur Torgerđar kínafara, skuli ekki hafa hlotiđ nafnbótina ,,íţróttamađur ársins 2008" fyrir stórbrotinn árangur sinn í Kaupţingsmaraţoninu.
mbl.is Ólafur Stefánsson íţróttamađur ársins 2008
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kominn til Reykjavíkur til ađ mótmćla auđvaldsmafíunni

Í dag settist ég upp í bifreiđ mína, heilsuveila og marrandi, og ók sem leiđ liggur frá heimkynnum mínum í Ólafsvík og til Reykjavíkur ţeirra erinda ađ mćta á mótmćlafund á Austurvelli klukkan 15:00 á morgun.

Ég er firnavel undirbúinn fyrir sannkallađann baráttufund, međ fimm kassa af kjarngóđu baráttugóssi í farangursgeymslunni, sem ćtti ađ duga til ađ stökkva mörgum ríkisstjórnum á beljandi flótta. Ţađ er ţví skynsamlegast fyrir brúnstakka auđvaldsmafíunnar ađ láta sem minnst fyrir sér fara međan ég staldra viđ í miđborg Reykjavíkur.


mbl.is Mótmćlt á Austurvelli á morgun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

50 árum síđar ... upphaf byltingar á Íslandi

Fimmtíu árum eftir byltinguna á Kúbu rambar annađ eyland, Ísland, á barmi byltingar eftir ađ gjörspilltri elítu stjónmála- og peningageđsjúklinga, andlegum brćđrum Baptista, tókst ađ teyma landiđ fyrir björg kapítalismans.

Úr ţví sem komiđ er, hlýtur sósíalísk bylting í anda félaga Fídel og Che ađ koma sterklega til greina á Íslandi.

Lifi félagi Fídel og byltingin á Kúbu!

 


mbl.is 50 ára byltingarafmćli á Kúbu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisstjórnarútvarp allra landsmanna

Hádegisútvarp RÚV hóf nýtt ár međ kynlegum fréttaflutningi af mótmćlum viđ Hótel Borg sem fyrstu frétt. Ţar var byrjađ á ađ ljúga ţví blákalt ađ mótmćlendur hefđu veriđ 200 og ţar á eftir fékk Ari Edvald vađa einhliđa elginn fyrir hönd Jóns Ásgeirs, útrásarvíkingana, fjárglćframannanna og ríkisstjórnarinnar, algjörlega gagnrýnislaust af hálfu fréttamanns útvarps allra landsmanna. Í hverju var tjóniđ, sem fyrirtćki Jóns Ásgeirs varđ fyrir viđ Hótel Borg, fólgiđ og Ari Edvald, senditík Jóns Ásgeirs, segir ađ hafi hlaupiđ á einhverjum milljónum í krónum taliđ? Ekki eitt orđ um ţađ, enda spurđi fréttamađurinn einskis í ţá átt. Og ekki datt hinum sauđheimska fréttamanni í hug ađ spyrja senditíkina hvort hún vćri í raun og veru ađ biđja um fasískar lögregluađgerđir ţegar hún skammađist útaf linkind lögreglunnar gagnvart fólki sem tjáir sig međ mótmćlaađgerđum.   

Ég hef svo sem veriđ međvitađur um, nokkuđ lengi, ađ Ríkisútvarpiđ er fyrst og fremst fjölmiđill undir hćl valdhafa, auđvalds og ríkisstjórnar, en ekki hlutlaus, lifandi fjölmiđill fólksins í landinu, fólksins sem á og rekur RÚV. Slíkur fjölmiđill er ađ sjálfsögđu ekki trúverđugur, ekki fremur en fjölmiđlar Jóns Ásgeirs.

Ef Ríkisútvarpiđ ćtlar ađ halda áfram á sömu braut mun ekki líđa á löngu ţar til ţađ fćr heimsókn fólks í mótmćlahug.


mbl.is Ţremenningunum sleppt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband