Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Ekki í fyrsta sinn sem hundar drepa eiganda sinn í Tékkó

hundsbitÍ byrjun fyrra stríðs gerðis sá ömurlegi atburður í Prag, að sjö hundar af misjöfnum uppruna, rifu eiganda sinn, Bretschneider leynilögreglumann, á hol og átu hann upp til agna. En Bretschneider leynilögreglumaður hafði lokað sig inni með hundaskrímslunum og svelt þá þar til þeir urðu óðir af hungri, og því fór sem fór.

Á nýjunda tug síðustu aldar, hélt Pálína Guðnadóttir einsetukona að Bræðraborgarstíg í Reykjavík tvo myndarlega hunda af labrador kyni, sem hún kallaði Hupp og Hróðmar. Pálína var séð kerling og fór öðruvísi að en tékkneska frúin og landi hennar Bretschneider leynilögreglumaður: Hún stríðól nefnilega hundana sína á rjóma og hvítasykri þar til þeir hlupu í spik. Þegar Pálína varð ánægð með holdarfar Hupps og Hróðmars, slaktaði hún þeim á eldhúsgólfinu heima hjá sér og gerði úr þeim gómsæta rétt, sem hún át sér til mikillar ánægju.


mbl.is Hópur Rottweiler-hunda drap konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við viljum að íslenskur auðróni taki að sér útigangsmann

Það er ekki amalegt fyrir fyrrverandi útigangskött að erfa 1,6 milljarða eftir 94 ára gamlan kvennþjóf. Nú kann einhver að andmæla því, að sú burtsofnaða frú hafi verið þjófur, en þá er því til að svara, að einkaeign er í öllum tilfellum þjófnaður. Og þegar við bætist, að eigandi Tommaso var braskari, þarf ekki lengur vitnanna við, því að brask er hreinræktaður ránsiðnaður.

ÚtigangsmaðurEn úr því að ég er byrjaður að tala um arf og þjófa, þá er ekki til mikils mælst að einhver okkar ástkæru íslensku stórþjófa, en af þeim eigum við nóg, taki að sér útigangsmann til að arfleiða að sínum illa fengnu auðæfum. Ég trúi ekki öðru en, að það finnist að minnsta kosti einn ríkur fjárglæframaður í teinóttum og með gult bindi, sem væri tilbúinn að ánafna heimilislausum ógæfumanni allar sínar jarðnesku eigur í þeirri von að verða ekki sendur eftir dauðann í vist til Ljóta Karlsins, sem ku hafa einstaklega gaman að því kvelja subbulega mammónsþjóna.


mbl.is Ríkasti köttur í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slógust við Hamraborg í Kópavogi

ingv2.jpgÍ dag slóst Máría borgargagn við ókunna konu í Hamraborg í Kópavogi. En ókunna konan hafði gert sér lítið fyrir og kallað Máríu ,,helvítis brennivínsbelju" og ,,hlandbrunna öræfagálu." Máría borgargagn lét að sjálfsögðu ekki bjóða sér svona jólaföstukveðju og gekk í skrokk á hinni orðljótu konu, hafði hana undir og settist ofaná hausinn á henni. Það varð ókunnu konunni til happs, að nokkrir ellilívveyrísþegar, sem áttu leið hjá, drógu Máríu borgargagn ofanaf henni, en þá var sú ókunna að bana komin sökum súrefnisskorts. Máría borgargagn sneri aftur á móti til vinnu sinnar eins og ekkert hefði í skorist.

Þegar betur var var að gáð, kom í ljós, að ókunna konan er þekkt persóna úr heilsuræktargeiranum og alls ekki ólík borgargagninu í sjón og reynd.

Hvað eru menn svo að blaðra um einhverja ráðherrabíla á sama tíma og Máría borgargagn lætur að sér kveða á almannafæri? Það er ekki merkilegra en hvítskúruð Díana, sem þráir að fá íana.


mbl.is Nýir bílar fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannorð Selenu er glatað um aldur og ævi

skegg2.jpgEkki undrar mig, að Selena þvertaki fyrir að vera trúlofuð smjörlíkisspóaleggnum Jústín Bíbir, enda smánarlegt fyrir hvurn sem er, að vera orðaður til ástarlífs við þann grip. Svo er afar hæpið, að Bíbir hafi náttúru til svo ungrar stúlku sem Selena er, því hans ástarlífshneigðir standa að öllu leyti til roskinna kvennmanna, að ekki sé minnst á galnar kenndir hans til stútungkarla.

Þá er og konfirmerað, að Bíbir litli sé óttalegur grallaragaur og hafi yndi af alskyns dónaskap, sem aðeins vandræðabörn kunna að meta. Af því má ráða, að þessi drengstauli eigi sínar bernskuslóðir í ruslatunnuportum og göturæsum einhverrar skítugrar stórborgar, sennilega Búkarest eða Mílanó.

En Selena Gómez hefur glatað mannorði sínu um aldur og ævi, því verður ekki breytt, þó svo að sannist að hún hafi aldrei farið uppí til lúsahvolpsins Jústín Bíbir. Þessi ljóti orðrómur og gróusaga mun verða límd við hana eins og erfðasynd það sem hún á eftir ólifað og gera það að verkum að hún verður aldrei af nokkrum manni talin í húsum hæf, né á vetur setjandi.


mbl.is París hreppir aðalhlutverkið í ævintýramynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðurstyggilegt sóðakvikindi og súrheysgryfja.

girl6.jpgEkki botna ég neitt í, að metnaðurfullur og heiðvirður netmiðill eins og mbl.is skuli flytja fréttir af slíkri sóðakonu, sem tvær sér ekki um hárið nema tvisvar í viku. Þið getir rétt ímyndað ykkur hvernig þrifum þessarar konu er háttað á öðrum líkamspörtum fyrst hún vanrækir hárið á sér svona hörmulega. Í mínu ungdæmi voru konur af þessari tegund kallaðar ,,súrheysgryfjur" og þóttu það slæm meðmæli. Enda getur hver maður séð, að ekki er spýtt framúr erminni fyrir slíka kvenkosti að verða sér úti um eiginmann eða eiginkonu. Sá maður, sem lagðist svo lágt að efna til sambúðar með þessháttar gilitruttu, var samstundir gerður útrækur úr samfélagi siðaðra manna, gert gys að honum á þorrablótum og hann barinn við ýmis tækifæri.

Einusinni fann frú Ingveldur Kolbein, eiginmann sinn, uppí bæli hjá einu svona fraukelsi í niðurgrafinni kjallarakompu, sem kvensnipt þessi hafði til umráða. Eftir að hafa rotað konuna sem Kolbeinn svaf ofaná, bar hún mann sinn nakinn útí í bíl og ók honum á bráðamótökuna og lét sprauta hann við lekanda og hjarðsveinasjúkdómi. Því næst fór frú Invelveldur með mann sinn heim og þó honum uppúr lýsóli og salmíaksspíritusi, verkaði hár hans með lúsakambi og læsti hann inni í herbergi, þar sem hún hafði hann í sóttkví í stinnar þrjár vikur. Með því að bregast svona hárrétt við, bjargaði frú Ingveldur manni sínum frá langvarandi heilsuleysi og kvalafullum dauða.


mbl.is Þvær hárið ekki oftar en tvisvar í viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voðaatburður á Vopnafirði í kvöld

jol3_1047284.jpgÍ kvöld varð sá hörmulegi atburður á Vopnafirði, að köttur á stærð við griðung, hremmdi tvær ungar stúlkur, sem voru að leika sér í snjónum, og át þær. Að svo búnu hljóp kattardjöfullinn til fjalla og hvarf. Það þarf víst ekki að bjóta heilann lengi um hvaða köttur var þarna á ferð, né heldur er ástæða fyrir nokkurn mann að efast lengu eitt augnablik um tilvist jólakattarins fræga.

Á jólaföstunni í fyrra át sarma skaðræðisskepna gamla kerlingu á Selfossi, án þess að stjörnusýslumaðurinn í Árnessýslu kæmi nokkrum vörnum við. Það er og vitað, að gamla konan fór illa með magann á jólakettinum, því við borð lá að hann dræpist af henni.

En hvort það voru Bjúgnakrækir eða Kjétkrókur, sem vóru að verki í Krónunni í Kópavogi, má sjálfur fjandinn vita. En best gæti ég trúað að þetta hafi bara verið einhverjir ruaðvínsdrukknir hippar úr Heimdalli sem þar vóru á ferð.


mbl.is Bjúgnakrækir og Ketkrókur á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér þarf nefnd geðlækna og sálfræðinga, ásamt stólpípu- og mykjulæknum.

pípaMikið ofboðslega er Samfylkingin furðulega afkáraleg í smekkleysi sínu: Boðar námskeið í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og fær Jón Baldvin til að vera leiðbeinanda! Hverskonar rugludallar eru þetta eiginlega? Það dugar ekkert minna en nefnd geðlækna og sálfræðinga, að viðbættum stólpípu- og mykjulæknum, til skoða innyflaflækjuna milli eyrnanna á svona gersemum.

Það væri mun betur viðeigandi að gerð verði rannsóknarskýrsla um Jón Baldvin og Samfylkingin héldi námskeið um þá skýrslu. Eða eru samfylkingarblesar máske búnir að gleyma, að það var Jón Baldvin sem lyfti Davíð Oddssyni uppí stól forsætisráðherra og við tók óslitin 18 ára slímuseta Sjálfstæðisflokksins í Stjórnarráðinu? Er gjörsamlega horfið úr minni sömu blesa, að Jón Baldvin var helsti baráttumaðurinn fyrir EES samningnum, sem lagði grunninn að Hruninu Mikla? Gera þessi grey sér virkilega enga grein fyrir að margnefndur Jón Baldvin er einhver mesti skrípalingur og ódráttur íslenskra stjórnmála til fjögurra áratuga?

Það er óhrekjandi staðreynd að það voru kratarnir í Alþýðuflokknum sáluga, sem hófu hrunadansinn og það voru sömu kratar, þá farnir að heita Samfylking, sem lauk hrunadansinum með eftirminnilegum bravúr, þegar dansararnir hrukku í einni skítabendu fyrir nábjörg kapítalismans, frjálshyggjunnar og EES.

Svo telja apparöt eins og Jón Baldvin, Jóhanna Sig. og Össur Skarhéðinsson, ásamt sínum líkum, sig vera þess umkomin að leiða þjóðina úr þeim ógöngum sem þau áttu drjúgan þátt í að koma henni í. Þetta lið er meira að segja svo staffírugt, að halda því fram að það sé að þrífa upp skítinn eftir Íhaldið og Framsókn! Þessháttar yfirlýsing hljómar í svipuðum dúr og að fjósamaður tæki sig til og færi að moka mykjunni úr haughúsinu til baka inní fjósið og kallaði það að þrífa flórinn! 


mbl.is Námskeið um Rannsóknarskýrsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ill örlög Þorbjörns á Holtsgötunni

Unga konan sem hló,
hún pissaði á vegginn
og veggurinn dó.
Unga konan sem hló.

Þetta viðkvæma ljóð orkti Þorbjörn Ásmundsson á Holtsgötunni þegar hann sá dóttur hjónanna í næsta húsi kasta af sér vatni á  bílskúrsvegg. Fáum dögum síðar andaðist Þorbjörn við að míga á þennan sama vegg. Það þótti skammarlegur dauðdagi.

skegg3.jpgEn sú stutta, sem pissaði á vegginn, óx upp og varð með tíð og tíma rummungskvennmaður með skegghýjung á efri vör og rauð augu. Hún starfar nú sem leikskólastjóri og drepur tíman með því að hræða lítil börn með ljóta karlinum, sem ekki vill selja land.

En um Þorbjörn Ásmundsson orkti sonur hans:

Gamli karlinn sem dó,
hann pissaði á vegginn
og veggurinn hló.
En sá gamli leið útaf
... og dó.


mbl.is Sakar Ögmund um dylgjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki einsdæmi að fegurðardrottningar aki fullar

girl5.jpgÞað er ekki einsdæmi að fegurðardrottning sé tekin fyrir brennivínsóskunda á borð við ölvunarakstur, slagsmál og húsbrot, eða annað ámóta svall.

Svo dæmi sé tekið, er mér ljúft og skylt, að rifja upp, að hin dáða sjálfstæðiskona og skörungur, frú Ingveldur, var á sínum tíma kosin fegurðardrottning Seltjarnarness. Í þá daga voru margar fagrar konur á Seltjarnarnesi, hvur annarri skæðari í skemmtanalífinu og móðurlífinu. En af öllum þessum errilegu glæsikvendum bar frú Ingveldur af eins og demantshnullungur við hliðina á hundaskít.

Fáeinum dögum eftir að frú Ingveldur hampaði fegurðardrottningartitlinum mátti hún berjast af alefli fyrir heiðri sínum þagar lögreglan stöðvaði hana þegar hún var að aka bifreið sinni, moldfull eins og sveitaprestur. Og auðvitað hafði frú Ingveldur sigur, því lögregluþjónarnir vóru veikir til holdsins þegar fegurðardrottningin freistaði þeirra. Þegar frú Ingveldur hafði afgreitt lögregluna og allir voru sáttir, ók hún heim eins og ekkert hefði í skorist. En þegar hún stöðvaði bílinn og opnaði hurðina, valt helmingurinn af henni útum dyrnar en hinn helmingurinn varð eftir í bílstjórasætinu.
Af þessu skemmtilega atviki var meðfylgjandi mynd tekin.


mbl.is Tekin undir áhrifum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berrassaðir í jólasnjónum á Austurvelli

nak2.jpgÞað er áreiðanlega göfugt að mótmæla meðferð á þeim kvikindum, sem notuð eru til að sauma úr pelsa og annan fatnað. Þessi dýr eru uppfóstruð frá fæðingu í þröngum búrum, látin éta viðbjóðslegan hræring úr allskonar óþverra og kálað á einhvern skemmtilegan hátt, hengd, skotin eða kyrkt, allt eftir því í hvernig skapi loðfeldabóndinn er í það og það skiptið.

Að mótmæla nakin er mjög áhrifaríkt og færir þeim er það gera framúrskarandi árangur, sem ýmisr aðrir ættu að notfæra sér, til dæmis Samfylkingin.

Sá er verið hefur mest böl Samfylkingarinnar á hennar glæsilega ferli, er ótvírætt Jón Bjarnason sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Útaf hans nærveru hefur samfylkingafólk verið mánuðum saman á róandi lyfjum og svefntöflum, gengið til sálfræðinga, geðlækna, presta og hagfræðinga, en án árangurs. Heilsa samfylkingarfólks hefur stöðugt versnað og versnað og er nú svo komið að það er þungur baggi á heilbrigðiskerfinu.

Nú væri ráð fyrir ráðherra, þingmenn og velunnara Samfylkingarinnar, að fara að dæmi dýraverdunarsinna á Spáni og fjölmenna naktir úti á Austurvelli á morgun til að mótmæla Jóni Bjarnasyni þangað til hann sér sér ekki annað vænna en segja af sér ráðherraembætti og flytja búferlum til Nýjasjálands.

Þið getið svo, kæru lesendur, reynt að sjá samfylkingarsöfnuðinn fyrir ykkur, berrassaðan úti í jólasnjónum á Austurvelli við hliðina á jólatrénu góða.


mbl.is Nakin mótmæli dýraverndunarsinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband