Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2017
31.8.2017 | 22:12
Þegar Skonsukarlinn var skólamötuneytiskokkur sagði hann krökkunum sögur
Þá var öldin önnur þegar Skonsukarlinn sá um matseld til sjós og lands. Fyrir utan skonsur í hvurt mál bauð hann skjólstæðingum sínum upp á bjúgu, soðið dilkakjöt og saltfisk með sultutaui útá. Em mesta áherslu lagði Skonsukarlinn þó á að segja fólki sögur á meðan það mataðist, - einkum sögum þar sem hann sjálfur var aðalpersónan.
Í skólamötuneytinu tók Skonsukarlinn gjarna til máls og mælti yfir krökkunum: - Já eska, einusinni var ég friðill vel giftrar konu sem elskaði mig. Kallinn hennar var risastór og þrekinn eftir því. og hnefarnir á honum eins og fallhamrar, eskaaa ... Svo frétti helvítis kallin að frúin hans væri stödd á hótélherbérgi með manni, og hann beint þangað og drakk sig fullann á leiðinni. Þegar hann bankaði á herbérgishurðina fór ég til dyra á Adámsklæðunum og spurði náungann hvað honum vantaði og að ég hefði rotað stærra naut en hann, eska. Þið hefður átt að sjá, krakkar mínir, hvernig maðurinn lyppaðist niður, sneri sér við og tók til fótanna. Og hann var svo hræddur, eska, að hann hljóp beint á húsvegginn hinumegin við götuna og stórslasaðist, eska.
En best var, eska, þegar ég hringdi í góða konu sem ég þekki, hún var líka gift, og bað hana að koma til mín niður í bát, ég ætlaði að sýna henni soldið. En hún fór að vandræðast og segjast vera veik, lægi í rúminu, væri ekki einusinni búin að klæða sig. Já, og sagðist vera so slöpp að hún kæmist ekki í nærbuxurnar, eska. En þá sagði ég sisona viða hana: Til hvers að fara í nærbuxur, eska, það er bara til fara úr þeim aftur, eska. Nú, so komu hún náttúrlega um borð og var ekki búin að vera hjá mér í klefanum nema í hálftíma þegar hún sagðist elska mig og ætlaði að skilja við kallinn sinn, en þá henti ég henni út, eska.
Kvarta yfir mat skólamötuneytis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2017 | 21:40
Viðskipti frú Ingveldar og ættfræðingsins sáluga
Samkvæmt merkri ættfræðiskrá eru þær Ingveldur Thorarensen og frú Ingveldur skyldar í áttunda lið og báðar skírðar eftir ættmóðurinni Ingveldi Garð-Bjálmadóttur, er uppi var á fyrrihluta tólftu aldar. Ættmóður þessarar er hvergi getið í gömlum heimildum, en lífseigar sögusagnir segja að Ingveldur þessi hafi verið allra kvenna áköfust, ástgjörn í betra lagi og sterk sem naut. Á leið sinni frá Ingveldi Garð-Bjálmadóttur til nútímans hafa því miður ýmsir óæskilegir kvistir skarast við annars ágæta ætt þeirra Ingveldanna er fyrst vóru nefndar, en frú Ingveldi hefir tekist að fá ættfræðinga til að höggva þessa kvisti af og er þeirra nú hvergi getið í ættartölum hennar og Ingveldar þeirrar er áskotaðist RafurmagnsBanz í dag.
Á sínum tíma réði frú Ingveldur merkan ættfræðing til að gjöra ættartölu hennar. En þá frú Ingveldur leit yfir töluna atarna, sem fræðingurinn hafði með ærinni fyrirhöfn tekist að snara saman, sá hún strax að við svo búið mátti eigi standa. Í forfeðra og formæratalinu komu upp nöfn sem frú Ingveldi kómu spánskt fyrir sjónir og henni leist ekki nema í illu meðallagi géðslega á. Þarna voru Gottskálk grimmi, Björn frá Öxl og Arnes nokkur Pálsson, svo einhverjir séu nefndir, ennfremur Solveig landafjandi, Grímur borgari og Hallgerður langbrók, kona Gunnars í Hlíðarenda. Öllum þessum nöfnum lét frú Ingveldur sópa út úr ætt sinni á einu bretti. Þarna var líka fullmikið af undimálskvikindum og mannleysum fyrir smekk frú Ingveldar og satt að segja óaði henni við að vera komin út af slíkum endemum.
Þá olli nafnið Jón Þeófílusson frú Ingveldi nokkrum heilabrotum, því hún kannaðist við að hafa séð nafnið áður. Svo kom á daginn að hún hafði séð þetta nafn í Íslandsklukkunni; þar er Jón Þeófílusson sagður galdramaður að vestan og lýst sem sérlega fáfróðu og mislukkuðu lítilmenni, enda var hann að lyktum brenndur á báli í sögunni á sjálfum Þingvöllum. Þessi uppgötvun varð til þess að frú Ingveldur fór að efast um að ættfræðingurinn væri allur þar sem hann var séður fyrst að blandaði persónu úr skáldsögu inn í forfeðratal hennar. Nokkrum dögum síðar fannst ættfræðingurinn andaður að heimili sínu og var um leið ættartala frú Ingveldar á bak og burt. Í dánarvottorðinu segir, að maður þessi hafi látist af völdum sprengingar í scrotum. Og nokkrum dögum þar á eftir birtist merk grein á móti ættfræðingum eftir frú Ingveldi í Morgunblaðinu. Allar götur síðan hafa ættfræðingar haft hægt um sig og farið hulduhöfði, nema sá spaki maður Oddur Helgason, en hann er nú líka enginn meðalmaður að atgerfi.
Hver vill ekki eignast Benz? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2017 | 21:41
Stórbrotin uppgötvun í géðkrabbalækningum
Eins og Banzi segir, þá er alveg gráupplagt að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál með stöðugleika í fjárlögum. Þetta er án efa langstærsta uppgötvun í sálvísindum síðan Sálvísndafélag Sviðinsvíkur fékk sjálfan Guð, faðir andanna, á sálvísindafund hér um árið. Og hvað eru stekkjastaurar eins og Freud og soleiðis kallar í sögulegu samhengi sálarfræðanna við hliðina á stórviki Banza fjármálaráðherra? Svarið við því er að Freud og þeir eru algerð himpigimpi og skítur á priki í samanburði við hann Banz okkar, viðreisnardenginn hugvitssama.
Skog,piltar mínir, eins og frjámálaráðherra hefir kunngert, læknar aunginn géðkrabba eður margslungna typpakomplexa með auknum péníngum í géðheilbrigðismál. Hinsvegar læknar stöðugleikinn allar sálarflækjur og geðbilanir. Og þegar sjálfsmorðinginn hefir smeygt snörunni um hálsinn á sér, spyr hann sjálfann sig hvort nokkur ástæða sé til að hengja sig í sona eindregnum stöðugleika, þá svarar hann sjálfum sér neitandi og kastar snörunni skælbrosandi í sorptunnuna. Það er mikið lán fyrir eina þjóð að eiga fjármálaráðherramann eins og hann Banza.
Því miður eru allar líkur á því nú um stundir, að þjóðin hans Banza muni afhrópa hann og Viðreisnina í næstu kosningum og mun þá sannast enn einu sinni, að aunginn er spámaður í sínu föðurlandi. Og fyrst Kolbeinn Kolbeinsson er ekki viðurkenndur spámaður á sínu eigin heimili, hví ætti þá þjóðin að gera hann að spámanni sínum. Og þó. Allah er mikill og Múhámeð er spámaður hans. Á sama hátt er Mammon mikill og Banzi spámaður hans. En íslenska þjóðin er heims og þrjósk og vill aungva lækningu á géðsmunum sínum og veit ekki að ,,stöðugleiki" er allra meina bót, ef hann er framkvæmdur í nafni Mammons og hans útvöldu.
Vilja bæta geðheilbrigðismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2017 | 20:50
Aðkomumannaplágan gerir það ekki endasleppt við Akureyringa
Það á ekki af Akureyringum að ganga að vera óheppnir með aðkomumenn. Hvurgi á byggðu bóli hafa heimamenn mátt sæta öðrum eins kárínum af hálfu aðkomugemsa og á Akureyri. Brjálaðir menn úr öðrum byggðarlögum hafa ítrekað vaðið inn í þennan háttvísa bæ og lúbarið heimamenn, myrt þá og nauðgað þeim. Stórþjófar hafi lagt leið sína til Akureyrar í stórum hópum og látið greipar sópa; stolið bílum þeirra, péníngum og kerlingum og haft á brott með sér. Það er í raun óskiljanlegt að Akureyri hafi staðið allar þessar fólskulegu árásir af sér, því að aðrir bæir væru rústir einar ef aðkomumenn hefðu gert annan eins aðsúg að þeim.
Og nú herma fregnir að Kínverjar hafi bæst í hóp þeirra sem vilja koma óorði á höfuðstað Norðurlands og ku vera farnir að iðka mansal þar á bæ fyrir allra augum. Hugsið ykkur ef Kínamönnum tekst að hneppa alla innfædda Akureyringa í þrældóm, selja þá hæstbjóðanda í fiskvinnslu eða vændi. Öllu þessu hafa Akureyringar tekið af fádæma kurteisi enda þægilegt að geta kennt aðkomumönnum um allt misjafnt sem gerist í bænum; sú lenska, eða menning, Akureyringa hefir að vísu gert þá sljóa og dapra þegar kemur að því að greina rétt frá röngu og kunna skil á hverjir eru raunverulegir vinir þeirra og hverjir óvinir. Óglæsilegt dæmi um óráðvendni þeirra Norðanmanna er að þegar mínir menn í fótboltanum heimsóktu þá fyrir skömmu þá gerðu gestgjafrnir, fótboltalið Akureyrar, lítið fyrir og unnu gesti sína 5-0 með fáheyrðum refshætti og bolabrögðum. Hugsið ukkur, 5-0! Fyrr má rota en dauðrota, en sona ferst Akureyringum við aðkomumenn. Fyrir nú utan að flestir leikmenn KA eru aðkomumenn.
Og hvað gera Akureyringar ef Kínamenn frá Sjanghæ taka Samherja með manni og mús frá þjóðardýrlingi Akureyringa og gera hann máske sjálfann að uppvaskara á veitingastaðnum? Ég er hræddur um að þá verði fátt um svör heimamanna og verkalýðsforinginn þeirra skriðinn ofan í fjósholuna til gömlu Framsóknarmaddömunnar. Eða eins og Kolbeinn Kolbeinsson sagði þegar eiginkona hans stóð hann að ósæmilegu verki með beggjahandarjárninu Indriða Handreði: - Það var hann sem byrjaði og ég gerði bara eins og hann vildi, en þetta var samt allt ósköp gott og siðlegt.
P.s. Meðfylgjandi mynd er af Akureyringi á flótta undan aðkomumanni.
Grunur um mansal á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2017 | 16:40
Humars- og hvítvínseitrun hefir leikið margan manninn grátt
Jæja, þá er þingtelpan Áslaug Arna búin að vera og á ekki annað eftir fyrir hana en að segja af sér þingmennsku. Áður hefir telpan orðið uppvís af humaráti og hvítvínsdrykkju, en þau efni hafa alvarleg áhrif á bráðunga telpuhnokka, svipta þær dómgreind og fylla heilann af þoku. Víst má telja að Áslaug Arna hafi tekið sér aðra umdeilanlega hluti fyrir höndur. Bara það að ganga í alræmd samtök eins og Sjálfstæðisflokkinn, og það á unga aldri, bendir ótvírætt til að stúlkan orðið fyrir humars- og hvítvínseitrun og í höfði hennar geysi stöðugur þokustormur. Þegar við bætist, að veslings telpan er uppvís af því að reyna fá upplýsingar um hvernig hún ætti nálgast ólöglegt strím til að horfa á tvo geggjaða villumenn berja hvorn annan, þá eru öll sund lokuð fyrir hana og hún verður að segja af sér.
En það hafa fleiri orðið geggjaðir af humaráti en óharðnaðir telpuhnokkar. Heilan dag sat Kolbeinn KOlbeinsson við og át humar, bæði saltan og ósaltaðan, og svalg hvítvín með. Um kvöldið var hann orðinn svo útúrgalinn að hann lét sér ekki nægja að gera stykkin sín í buxurnar, heldur heimtaði hann, þannig á sig kominn, að fá að leggjast með frú Ingveldi eiginkonu sinni og Máríu Borgargagni báðum í einu. Því miður var óþefurinn af Kolbeini orðinn slíkur, að þær frú Ingveldur og Borgargagnið tóku ekki í mál að sænga með sona óþrifnaðarsvíni, jafnvel þó að svínið væri í Armani-jakkafötum og með blágrænt silkibindi. Eftir höfnun heiðurskvennanna gekk Kolbeinn úr húsi og fór sína leið.
Og hvur ætli leið Kolbeins hafi legið þetta kvöld? Jú, hann slangraði vambsíður og illþefjandi, en þó með æruna uppreista, heim til hjónanna Arngunnar og Jens Crockett og skreið sem hann var á sig kominn beint upp í hjónarúm til þeirra. Arngunnur og Jens brugðust við með því að hringja á leigubíl og leiða Kolbein síðan ástúðlega út í bifreiðina. Í leigubílnum gerðust þeir hlutir sem Kolbeinn hefir ekki enn botnað í. Hann var ekki fyrr sestur í aftursæti bifreiðarinnar en leigubílstjórinn fór að hnusa og þefa og þar á eftir að kumra eins og hrútur og aka um götur Stór-Reykjavíkur eins og hann væri augafullur. Á örlagaríku augnabliki gaf bílstjórinn allt í botn og og lét ekki staðar numið fyrr en einhversstaðar uppi í Heiðmörk. Heiðmerkurævintýrinu lauk með því að Kolbeinn skreið rifinn og tættur heim til sín, yfirbugaður á sál og líkama og leið eins og slægðum þorski sem slengt hefir verið ofan á girðingarstaur. Heimkominn leiddi frú Ingveldur Kolbein inn í miðstöðvarkompu og lokaði hann þar inni með Brynjari Vondulykt, sem líka hafði hrokkið yfrum af humars- og hvítvínseitrun.
Áslaug Arna biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2017 | 21:03
Gaman ef þeir ganga af trúnni og ófarir Kolbeins síðustu daga
Væri ekki dálítið broslegt ef liðsmenn Íslenzku Þjóðfylkingarinnar og Fokks Fólsin, eða hvað þetta heitir, snerust til trúar á Allah og Múhámeð spámanns hans? Mér er sem ég sjái ýmsa þá sem ég hefi haft spurnir af á netinu og hafa verið mikið á móti hælisleitendum, flóttamönnum, útlendingum og Múhámeði spámanni, byggja sér musteri að hætti muslima og leggjast þar á bæn, oft á dag. Næst sæi maður þá fljúgandi um loftin blá í þyrlu, veifandi bjúgveðjum og öskra ISIS ISIS Alkæeta! Þá mætti segja að kominn væri stíll á vinina.
Aðfaranótt síðastliðins laugardags varð Kolbeinn fyrir alvarlegu áreyti sona kalla. Hann hafði brugðið sér bak við hús heima hjá sér til að kasta af sér vatni þegar fimm þrjótar, einmitt Íslenzkir Þjófylkingaríslámista, þurstu að honum og leituðu lags við að höggva af honum leyndarliminn rétt á meðan hann pissaði. Sem betur fer heppnaðist illræðismönnunum ekki ætlunarverk sitt, en hótuðu Kolbeini í staðinn að láta Útvarp Sögu taka hann í gegn á hvurjum degi í heilan mánuð. Svo sögðust þrjótarnir þurfa að hverfa af vettvangi því þeir ættu að vera mættir til bæna í moskunni eftir fimm mínútur.
En í morgun, þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í sex, þeyttist frú Ingveldur upp með andfælum og hósft þegar handa við að lúberja Kolbein mann sinn, sem svaf eins og ungabarn, og troða honum síðan af klunnalegum þjösnaskap undir rúm. Kolbeinn lét svarragang eiginkonu sinnar yfir sig ganga án mótspyrnu og kvalaópa. Þegar hann skreið undan rúminu og frú Ingveldur var farin að stillast, spurði hann hana um ástæðuna fyrir misþyrmingunum. Þá kom í ljós að frú Ingveldi hafði dreymt að hún hefði lent klofvega, eftir risastökk, ofan á ægilegum sköndli sem stóð eins og járnkarl beint upp úr jörðinni. - Ég fann alveg, mælti frú Ingveldur, að ég lífbeinsbrotnaði í draumnum og skverinn rifnaði í hengla og innyflin gengu út um vitin þegar ég hafnaði á djöfulsins sköndlinum, og ég var ekki svo skyni skroppin að ég þekkti ekki að þetta væri bölvaður saurlifnaðartitturinn á þér Kolbeinn Kolbeinsson. Þegar skýringin var fengin drattaðist Kolbeinn fram í eldhús og lagaði sér kaffisopa.
Frá Ósló til öfga-íslam | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.8.2017 | 20:00
Reiknikúnstir sem Sölvi Helgason hefði verið stoltur af
Heldur er nú lag á búskapnum þegar froðusnakkar og tilberar stökkva út á völlinn eins og geldneyti þegar þeim er sleppt úr húsi á vorin. Þá er ekki síðra þegar innantómir prelátar, sem öðlast hafa ráðherratign á óskiljanlegum forsendum, hlaupa baulandi í fangið á fréttasnápum og fullyrða að tekist hafi að hækka laun þeirra tekjuminnstu! Það hefir ekki tekist að hækka laun ,,þeirra tekjulægstu" enda fáum dottið í hug að hækka þau. Og þó svo að skrifstofusjakölum ASÍ og Banza bróður þeirra í Viðreisn hafi með reiknikúnstum, sem Sölvi Helgason hefði verið stoltur af, fundið út að lægstu laun hafi hækkað um tíu prósent, eða tuttugu prósent, eða jafnvel þrjátíu prósent, þá væru þau samt sem áður innan fátæktarmarka, ómannsæmandi og óboðleg. Á meðan umrædd laun færast ekki úr því að vera á fátaktarplani upp í að vera mannsæmandi, er allt hjal um ,,hækkum lægstu launa" hjóm eitt, vísvitandi lygi og forhert ósvífni.
Hitt er svo aftur annað mál, að á meðan við búum við kapítalískt þjóðskipulag mun þjóðin skiptast í arðræningja, sem hafa það gott péníngalega þrátt fyrir vera andlegir öryrkjar að öðru leyti, fólk sem skrimtir, sumir með ýmiskonar bellibrögðum, svo sem skattsvikum, og loks öreiga sem komið hafa í stað þræla til forna. Það er tómt mál að tala um að eitthvað breytist til betri hátta meðan arðrán og auðvald eru meginþættir samfélagsgerðarinnar og lygaþvættingurinn um að kapítalisminn sé einhverskonar guðlegt náttúrulögmál og sú andlega fæða sem fjöldinn nærist á. Í þessu ljósi verða kumpánar eins og Viðreisnar-Banzi og sjakalar sem vinna í umboði launafólks brjóstumkennanleg ýlustrá í hrakviðri græðginnar, auðvaldsins og sjónhverfinganna.
Í síðustu viku hélt stúlkukind frá Norður Kóreu erindi í Háskóla Ísland og hafði við það tækifæri Bjarna Ben forsætisráðherra sér til halds og trausts upp á arminn. Í máli hennar kom fram að austur þar í Kóreu stundi valdhafar skipulagðan heilaþvott á þjóðfélagsþegnunum. Á þesskonar háttalagi hneykslast Bjarni Ben og Banzi frændi hans og gráta krókódílatárum yfir öllu saman meðan auðvaldið á Vesturlöndum stundar harðskeyttan og skipulagðan heilaþvott til að viðhalda arðráni, ójöfnuði og ómennsku kapítalismans. Að vísu hefir auðvaldið lagt mestallan heiminn undir sig og lokað litlu Norður Kóreu algjörlega af úti í horni með viðskiptabönnum og öðrum viðlíka kræsingum, en það breytir þó engu um það að heilaþvottur er heilaþvóttur, hvort sem honum er beitt af hinum stóra og volduga glæpamanni eða eða litla, órjálega og innikróaða glæpamanninum.
Mönnum er refsað í bótakerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2017 | 11:41
Héraðsbrestur og mönnun Alþingis
Það flokkast varla undir héraðsbrest þó ein auðvaldssinnuð kerling hætti á þingi; slíkt flokkast hvorki undir mannslát né mannskaða og enn síður tjón af nokkru öðru tagi. Á hinn bóginn er það ólán þjóðar að inn á þing slæðist flokkar á borð við Bjarta framtíð, sem eru fátt annað en lítilfjörlegt og heilalaust útibú Sjálfstæðisflokksins. Að hluti kjósenda, þó lítill sé, sé svo firrtur og illa upplýstur að hann veiti óþrifnaði eins og Bjartri framtíð og Viðreisn stuðning sinn í kjörklefanum, ber þjóðinni satt að segja ófagurt vitni og gefur ekki tilefni til bjartsýni á að andlegt ástand þjóðarinnar sé á uppleið.
Að sjálfsögðu kennir auðvaldsfraukan Theodóra Alþingi um ófarir sínar en ekki því að hún hafi ekki haft eitt einasta snitti til málana að leggja og þar með ónothæf til þeirrar vinnu sem kjósendur kusu hana til. Sannast hér á dapurlegan hátt að árinni kennir illur ræðari; þó er Tegódóru þessari nokkur vorkun því að ár verður að litlu gagni ef ekki er fyrir hendi bátur til að róa. Því er það gleðiefni þegar óhæfur þingmaður hverfur af þingi þó svo að umræddur fulltrúi kapítalismans sé fráleitt sá eini óhæfi á þeim vinnustað. Við hverjar kosningar síðustu þrjátíu árin hefir þingmannahópurinn þynnst af nothæfum alþingismönnum og nú er svo komið að maður getur ekki varist þeirri hugsun, að yfirgnæfandi meirihluti þingmanna væru betur komir á einhverjum öðrum hælum en Alþingi; við þessari óheillaþróun eig flokkarnir, eldri sem yngri, engin svör önnur en að tefla fram undanrennufólki og búrtíkum úr viðhlægendahópi sínum.
Ekki veit ég hvað öðrum finnst, en mér þykir það alvarlegt mál, meira að segja mjög alvarlegt, að Alþingi Íslendinga sé að mestum hluta mannað undirmálsfólki, í sumum tilfellum hálfgerðu rusli. Það liggur alveg ljóst fyrir, að mínu mati, að flokkarnir hafa brugðist þeirri skyldu sinni vanda val sitt á framboðslista, sem að ætti þó að vera grundvallaratriði í starfi hvers stjórnmálaflokks. Ef heldur fram sem horfir mun Alþingi verða mannað að fullu eintómum kjánum og landeyðum eftir önnur þrjátíu ár.
Theodóra segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2017 | 22:14
Yfirlýsing um sakleysi Kolbeins og félaga uns annað kemur í ljós
Það skal tekið fram, á þessum alvarlegu tímum, að fjórmenningarnir sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald í kvöld, eru ekki þeir Kolbeinn Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður, Brynjar Vondalykt, Óli Apaköttur og Indriði Handreður. Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki og dylgjur og sneitt hefir verið að fyrrgreindum heiðursmönnum, að þeir hafi staðið í umfangsmiklu eiturlyfjabraski, jafnvel starfrækt eiturefnaverksmiðju. Þeir Kolbeinn Kolbeinsson eru saklausari en kjúklingar af þessum illgjarna áburði og hafi ekki fjárfest í fyrirtækjum að þessu tagi, í mesta lagi að þeir hafi keypt sér eitthvað hressandi á heildsöluverði beint úr verksmiðjunni. Annars brúka þeir aldrei amfetamín nema í neyð, kókaín hæfir betur mönnum af þeirra stétt.
Svo er ekki betur vitað en að Kolbeinn, Vondalyktin, Apakötturinn og Handreðurinn séu allir sem einn staddir að heimili Kolbeins og frú Ingveldar, en þar fer fram um þessar mundir helgarsamsæti, sem hófst í gjarkvöldi og lýkur í fyrsta lagi á mánudagsmorgun. Og fyrst þeir eru allir hjá Kolbeini getur ekki verið að þeir séu í gæsluvarðhaldi hjá Hálfdáni varðstjóra og kó. Enda eru sona menn ekki settir í gæsluvarðhald lögreglunnar, ekki einusinni þótt þeir drepi mann eða menn. Þannig virkar réttlætið og lýðræðið. Þetta veit Grímur Grímsson undirsáti Hálfdáns varðstjóra manna best og hann á að hunskast til að leiðrétta rangar sakargiftir kjaftakélinga á góða menn.
Annars er hann kyndugur fýr þessi Grímur Grímsson. Áratugum saman var hann fréttaritari Ríkisútvarpsins á Blönduósi og flutti landsmönnum fréttir af húnverskum sauðaþjófum og strandþjófum, auk fregna af riðuveiki í fé og brókarsótt hestamanna í Húnavatnssýslum. Og svo söðlar Grímu þessi skyndilega um og birtist þjóð sinni sem leynilögreglumaður í Reykjavík á harðaspretti á eftir ýmiskonar stórglæpamönnum syðra. Þá held ég hefði verið viturlega af honum að halda sig við sauðaþjófana og búfjárkvilla fyrir norðan land. Ef það hinsvegar kemur á daginn að það hafi verið áðurnefndir fjórmenningar sem settir voru í gæsluvarðhald í kvöld þá má búast við að þjóðskipulag okkar riði alvarlega til falls og þjóðfélagsbylting sé í námd. Því er réttast að við séum við öllu búin á þessum viðsjárverðu tímum.
4 handteknir í umfangsmiklu fíknefnamáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það má ljóst vera að íbúar í Reykjanesbæ kunna ekki að meta meta kraftaverk Sjálfstæðisflokksins á Suðurnesjum. Þessir vanþakklátu íbúar bera fyrir sig að það leggi viðbjóðslega skítafýlu og eiturbrækju af kraftaverki Árna Sigfússonar og Sjálfstæðisflokksins í Helguvík og segja að þeim standi andskotans á sama þótt lokun kísilversins góða koma alvarlega niður á fjáhag bæjarins eins og einhver framsóknarlarfur lét hafa eftir sér á fundinum í kvöld. Svo hafa þessir vanmetagemsar í hótunum með að jafna kraftaverkið við jörðu! Hvur andskotinn sjálfur hefir eiginlega hlaupið í fólkið þarna suðurfrá?
Þetta byrjaði allt svo ósköp vel og fallega. Árni jesúm Sigfússon og aðrir sjálfstæðismenn lögðu nótt við dag og settu Reykjanesbæ hvað oní annað á hausinn meðan þeir unnu að kraftaverkinu í Helguvík, sem átti að skila íbúunum mörgum sinnum margfaldri þeirri upphæð sem öll gjaldþrotin kostuðu. Og alltaf var Árni so smart í tauinu og frjálshyggjubrellurnar léku honum í höndum en einkum þó á tungu; hann talaði tungum fjrálshyggjunnar eins og helgir menn gera, til dæmis frelsaraígildið H.H. Gissurarson. En svo fór að halla undan fæti, frelsisher Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ með Árna jesúm í broddi fylkingar misstu meirihlutann að undangengnu Hruni og kraftaverkið eitt stóð eftir í Helguvík og blés eitruðum lofttegundum yfir íbúana, sem ærðust af óloftinu.
Ekki er þess getið í fréttum af fundinum í Stapa í kvöld, að kraftaverkamenn og jesúmar Sjálfstæðisflokksins og ný-frjálhyggjunnar hafi staðið upp og beðið íbúana fyrirgefningar á kraftaverkum sínum hymmnezkum í Helguvík né staðið fyrir máli sínu á nokkurn hátt. Getur verið að þessir hástemmdu stóriðju- og kísilkraftaverkamenn hafi ekki mætt á fundinn í Stapa? Hafi ekki þorað því? Eru þeir máske hræddir um að íbúarnir séu búnir, allir sem einn, að sjá í gegnum þá og hafi öðlast naglfasta vissu fyrir því að kraftaverkamenn, jésúmar og stóriðjufrelsarar Sjálfstæðisflokksins séu ófyrirleitnir falsspámenn og heródesar? Vissulega reistu þeir kísilverksmiðju sína háa á sandi, en um leið og verksmiðjan fór í gang spúði hún óþverra og ólofti yfrum sjálfa sig og allt um kring uns hún féll, og fall hennar varð mikið og hlálegt.
Verður kísilverinu lokað, já eða nei? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- ,,Karlskömmin þessi Brynki"
- Til umhugsunar 1. janúar 2025
- Ljóðræn athugasemd við Mörtu Smörtu og menningarblætið hennar
- Upp úr námskrá moderne skool kennslukonunnar
- Hvalvertíð hafin milli jóla og nýárs. Sérlegur búhnykkur fyri...
- Fyrir dyrum stendur harðvítug sjálfstæðisbarátta og endaskipt...
- Nú skal karlplágan upprætt í eitt skipti fyrir öll í þágu bes...
- Ákveðinn varðstjóri þarf stundum að gera fleira en gott þykir...
- Misheppnað bankarán er sorglegt bankarán
- Á nýju ári verður hann settur af og fer að borga gjaldþrotin sín
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 15
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 93
- Frá upphafi: 1545339
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007