Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2025

Í steininn međ íhöld og viđreisnarvembla

jail1.jpgAsskoti er ađ heyra hvađ veslings útlendingarnir eru haldnir mikilli glćpahneigđ og nú eru ţeir komnir í meirihluta í fangelsum á Íslandi. Ţađ er ekki nema von ađ viđkvćmum blómstrum eins og henni Giljá okkar hérna og dómsmálaráđherranum, sem ekki nokkur mađur man hvađ heitir, en mér sagt ađ sé kölluđ Togga Sigga, blöskri glćpaumsvif útlendinganna hér á landi. En ţađ er til einfalt ráđ viđ ţessum vanda, ofur einfalt ráđ, skilvirkt og notalegt. Já.

Vandinn, sem viđ er fást í tilfelli viđkvćmu blómstranna og kveikt hefir eld hneykslunar og ósjálfráđra taugauppţota í blessuđum höfunum á ţeim, ţ.e. ađ útlendingar séu komnir í meirihluta í fangelsunum, verđur fljótt lćknađur međ ţví ađ góđ tiltekt fari fram í flokkum Giljár og Toggu Siggu. Sú tiltekt mundi miđa ađ ţví ađ koma lögum yfir og böndum á bersynduga glćpaseggi í flokkum ţeirra, en nóg mun vera af slíkum röftum í ţeim báđum. Á augabragđi vćri hćgt ađ snúa hlutfalli íslenskra fanga okkur í vil og ţađ svo hressilega, ađ einungis 5% glćpamannanna vćru útlenskir.

En ţá kann einhver ađ varpa fram ţeirri spurningu hvort nokkurt pláss sé í íslenskum fangelsum fyrir alla glćpaskúnkana hjá Viđreisn og Íhaldi. Viđ ţví er líka einfalt svar. Nóg er af tómum frystihúsum um allt land eftir ađ kvótagreifar fóru um landiđ eins og engisprettufaraldur og smöluđu veiđiheimildunum saman á örfáa stađi. Einnig er gnótt tómra fjárhúsa enn uppistandandi um allar sveitir. Og vér getum fullyrt, ađ glćpahrossum Viđreisnar og Íhalds vćri ekki í kot vísađ ţókt ţeir afplánuđu syndir sínar í yfirgefnum frystihúsum og fjárhúsum. En hvort helvítin mundu betrast viđ ađ sitja inni í fjárhúsi eđa aflögđu frystihúsi vitum vér ekki međ neinni vissu, en samfélagiđ mundi vissulega fá um hríđ langţráđa hvíld frá ţessum stigamönnum og ţorpurum. Ţannig ađ, stúlkur mínar, hvort heldur ţér heitiđ Giljár, Toggur eđa Tuggur, ţađ er til lausn, og í steininn nú međ öll fjandans íhöld og viđreisnarvembla.


mbl.is Erlendir fangar eru í meirihluta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Brennuvargur í Hafnarfirđi - og sögur af andstyggilegum brennumönnum

eldur2Getur veriđ ađ brennuvargur gangi laus í Hafnarfirđi? Eđa jafnvel fleiri en einn og fleiri brennuvargar, - sem bíđa eftir hentugu tćkifćri til ađ brenna allt saman? Í ţađ minnsta er ekki einleikiđ hve eldsvođar eru svakalega tíđir í Hafnarfirđi. En ... ,,Ţókt borgir standi í báli og beitt sé eldi og stáli, ţá skiptir mestu máli ađ mađur grćđi á ţví." Má vera ađ upp sé kominn hópur varga sem sjá sér gróđaveg í ađ leggja eld ađ smáborginni Hafnarfirđi og brenna hana til ösku? Er einhver Njálsbrenna ţar í uppsiglingu? Hvur veit?

Einusinni höfđu ţeir sona brennuvarg í Skinnafirđi. Sá djöfsi hljóp međ bensínbrúsa heiman ađ frá sér og hellti úr honum innum glugga hjá Valgarđi skrifstofustjóra og kastađi eldspýtu á eftir. Brátt logađi svona ljómandi vel í húsi Valgarđs, en Valgarđur ţessi er bróđir gamla Kolbeins Kolbeinssonar kaupfélagsstjóra. En sem hendi vćri veifađ, brast á norđan stormur, allt ađ ţví ofviđri, sem ćsti eldinn svo skelfing upp ađ ţegar morgnađi voru fimmtán hús brunnin. Hálfum mánuđi síđar stóđ veiđarfćragerđ og geymsla kaupfélagsins í björtu báli. Nóttina efir ţađ tjón hvarf gamli Kolbeinn bakdyramegin út hjá sér međ tvíhleypta haglabyssu međferđis. Og um morguninn fannst Eggert, ritari Lionsklúbbsins Nóa, dauđskotinn á heldur hrođalegan hátt heima hjá sér. Síđan hafa Skinnafirđingar veriđ ađ mestu lausir viđ eldsvođa.

hangi2.jpgAnnađ dćmi af slíku er úr Faxavíkurhreppi. Ţar fór ađ kvikna í dráttarvélum bćnda upp úr ţurru. Og bćndurnir og konur ţeirra komu sér saman um ađ einhver sálsjúkur aumingi úr kaupstađnum stćđi ađ öllum ţessum glćpum, sem nú voru langt komnir međ ađ útrýma öllum traktorum í sveitinni. Ţá var ţađ ađ Bernharđur bóndi í Kólaskarđi stóđ hreppstjórann ađ verki viđ ţá ţokkalegu iđju ađ kveikja í síđustu dráttarvél hreppsins. Og ţar sem bćndum hefur alla tíđ veriđ gjarnt ađ viđhafa snör handtök, ţá biđu ţeir ekki bođann og hengdu hreppstjóra sinn tafarlaust upp í símastaur, beint fyrir framan útidyrnar á hreppstjórabćnum. Međ fyrstu skímu morgunsins kom kerlíng hrepparans auga á bónda sinn hangandi uppi í staur međ reipisspotta um hálsinn. Kom öllum saman um ađ láta kyrrt liggja og var látiđ heita ađ hreppstjórann hafi yfirsteypst svo ćgileg skyndidepurđ og óyndi ađ hann hafi ekki séđ sér annađ fćrt en ađ hengja sig til bana í símastaurnum úti fyrir fordyri heimilis síns. Var til ţess tekiđ ađ eftir skyndilegt fráfall hreppstjórans saknađi hans enginn og engum datt í hug ađ syrgja hann, ekki einusinni hans nánustu.    


mbl.is Eldur kom upp í fjölbýli í Hafnarfirđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Afglöp séra Atgeirs og klámhögg utangarđs Sćlendinga

father.jpgSvá bregđast krossbitar sem ađrir raftar, sagđi séra Atgeir p. Fjallabakssen ţegar hann kom ađ maddömu sinni í rúminu hjá Brynjari Vondulykt. Og nú hefir frú Sćland rennt sér eins og blóđgrimmur og hungrađur haförn á atvinnulausa og gert ţeim skráveifu. Ţađ er hálfs sona viđrinislegt af lögblindri konu sem barist hefir eins og tannlaust fjallaljón fyrir auma og öreiga. Eđa var ţađ ekki sagt? Barđist hún máske ekkert? Sennilega ekki.

ölvunŢađ er ţá ekki nema von ađ Títa og Tugga vilji ekki sjá ađ hafa Sćlandiđ og Sćlendingana nálćgt sér ţegar fara ađ hitta horska pilta eins og Selénskí, Tromp og Góldmann-Saxxh töffarann í nýju atvinnustefnustjórninni. Ţađ er nefnilega mottó, prínsjípp og siđađra manna háttur hjá velgerđum samkvćmisdömum krataeđliskapítalismans ađ sniđgang hexi, sem gjöra ađför ađ atvinnulausum og öđrum ţeim sem eiga um sárt ađ binda.

En fyrst minnst hefir veriđ hér á séra Atgeir p. Fjallabakssen, ţá hefir ţađ komiđ til tals á bysskubbsstofu svipta ţennan orđlagđa vćrđarklerk kjóli og kalli og henda honum á haugana fyrir ađ tala illa um trans úr predikunarstólnum viđ messugjörđ síđastliđinn sunnudag. Hann var einnig grunađur um ađ hafa veriđ ölvađur ţennan tiltekna dag og stoliđ messuvíninu úr musterinu eftir ađ hann hafi lokiđ embćtti. Sagt er ađ bysskubbsritari hafi haft á orđi ađ sona andskotans kallraskat ćtti ađ höggva á spýtufjöl eins og kjúkling fyrir afglöp sem ţessi. Ráđsmađurinn á bysskubbsstofu bađ ritarann hins vegar ađ gá ađ Guđi og leyfa sér ekki annan eins munnsöfnuđ um ţjónandi höfuđklerk í sínu prófastsdćmi. En bysskubbinn sjálfur fór ađ blása tyggjókúlur og ropa eins og sauđnaut undir grindum.   


mbl.is Helmingar nćstum hámarkstímabil atvinnuleysisbóta
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kvikuprinsessan ţjónustar auđvaldiđ af stílíséruđu krataeđli

kratSkjaldan hefir íslensku samfélagi áskotnast annar eins hvalreki og Kvikubankaprinsessan Kristrún Frostadóttir í formannstóla Samfylkingar og forsćtisráđuneytis, nema ef vera skyldi dáindisfagurt samstarf sömu Kristrúnar í ríkisstjórn međ henni Thorgerđi Katrínu frá 7hćgri. Ţćr frćnkur í krataeđlinu og auđvaldinu haf síđustu mánuđi gjört garđinn frćgan međ hlálegum tiltektum á sviđi stríđsláta og herskárrar hćgristefnu á vesturlöndum. Hefir atgangurinn í ţeim minnt á fátt annađ en frćgan herleiđangur Donkíkóta, utan hvađ svćsin eyđsla ţeirra af almannafé í heimsvaldastríđsrekstur óđra blóđhunda NATO, ESB og USA hefir vakiđ hneykslan og sorg međal allra almennilegra Íslendinga.

Og í morgun fór Kvikubankaprinsessan Kristrún, árla mjög, til fundar viđ ýmis stertimenni og merkikerti auđvaldsins á Íslandi, ţeirra erinda ađ skipa fimm manns í ,,nýtt atvinnustefnuráđ". Er ţar skemmst frá ađ segja,ađ meirihluti ráđsins eru útlenskir fulltrúar erlendra auđvaldsfélaga en minnihlutinn, tveir ađ tölu, eru síđan íslenskir labbakútar og minnipokamenn. Hvađ ríkisstjórn Kvikubanka fínimannafólksins og 7hćgri ćtla ađ eyđa af sameiginlegum fjármunum almennings í ţennan ófögnuđ er ómögulegt ađ vita, en gera má ráđ fyrir ađ jafna gullbryddađur mannskapur og ţar er tilsettur taki sér rífleg laun fyrir ekki neitt; ađ minnsta kosti láta ţau sér ekki nćgja laun sem undirmálslýđur og jađarsettir niđursetningshópar verđa ađ láta sér duga til ađ kaupa sér dauđann úr krákuskel fyrir.

x26En Kristrún Frostadóttir er mikill og stílisérađur Samfylkingarjafningur og verđugur fulltrúi krataeđlisins. En krataeđlisstefnan er sú stjórnmálastefna sem frćgust hefir orđiđ í heiminum fyrir undirlćgjuhátt viđ auđvald, hrćsni, fals, minnimáttarkennd og vćmiđ lýđskrum. Helsti andstćđingur óvinur krataeđlis eru sósíalistar, stundum kallađir kommúnistar, en í ţeim efnum hafa íslenskir kratalingar veriđ framarlega í flokki í heiminum, ţví ţetta eru undirförul lítilmenni sem leggja mikla áherslu á ađ ţykjast vera eitthvađ annađ en ţau eru í raun og veru. Og sjálft Íhaldiđ er hátíđ međ jólum og hangiketi viđ hliđina á Samfylkingunni í krataeđlisforardíkinu.    


mbl.is Kristrún skipar fimm í nýtt ráđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband