Leita í fréttum mbl.is

Kynlegar ræður afturfótafiðrilda á lýðræðisdaginn mikla

x33Þær fjúka fjaðrirnar af Trumpinu um þessar mundir. Karlauminginn er búinn að tapa öllum kosningum sem hægt er að tapa, samstarfsfólkið hrökklast frá honum í stórum hópum, rekið eða tekið til fótanna og flúið á brott af eigin frumkvæði. Í gær sigaði Trumpið þjónum sínum úti í samfélaginu á þinghúsið í Bandaríkjunum og af varð mesta fjör, blóðsúthellingar, öskur og kjaftshögg. En nú er allt búið og Kanar farnir að bræða með sér hvort þeir eigi reka karlinn úr embætti áður en starfstími hans rennur út, fangelsa hann, kæra fyrir landráð og fleiri ágæta glæpi og dæma hann að svo búnu til einhverrar forvitnilegrar refsingar.

Hér á Íslandi vakti heimsókn Trumpsinnaðra kjósenda í þinghúsið í Washington ákafa athygli fjölmiðlunga og við lá að helvískar eignirnar færu alveg af hjörunum. Viðtalið við forsætisráðherra var athyglisverðast, en í því kom í ljós að Katrín litla af Thoroddsenætt hefir náð að tileinka sér málfar gildra Sjálfstæðisflokkskvenna til fullnustu og mátti á tímabili halda, að þar væri komin Hanna Birna, frú Andersen eða Ragnheiður Elín, þar sem var Katrín Jakobsdóttir, svona líka vinstri græn. Hvað eftir annað notaði Katrín orðið ,,gríðarlegur" eins og hvur önnur auðvaldsfrenja og saup hveljur í sífellu. Þá talaði hún fjálglega um einhverja árás á ,,lýðræðið" og tuldraði óskiljanlega vellu um hið ægilega lýðræði, örðu lýðræði meira, sem ku, samkvæmt hennar lúnu kokkabókum, eiga heimkynni sín í Bandaríkjum Norður Amriku, USA. Það var góður stígandi í máli Katrínar ,,forsætisráðherra" og öllum ljóst að öll skil millum draums og veru eru óglögg í höfði hennar smáu og sjáanlegt að hún á í mesta basli að greina hvað er hvað í rikisstjórnarhúminu. Henni, eins og öðrum vonarpeningi auðvaldsins á Vesturlöndur, er ómögulegt að skilja, að í Bandaríkjunum ríkir tveggja auðvaldsflokka einræði, sem á ekki neitt skylt við lýðræði.

trumpJá, þær eru kynlegar ræðurnar sem Katrín, Gölle a. Utanríkis og stjórnmálafræðingarnir hafa flutt í belg og biðu í gærkveldi og í dag. Aunginn, ekki nokkur maður, minnist þess að þetta skrítna fólk hafi talað tungumál af svipuðu tagi og nú, þegar keimlíkar valdaránstilraunir fóru fram fyrir ekki svo alls löngu. Þó þetta lið fordæmi inngöngu bandarískra kjósenda í þinghús sitt, þá var nú annað uppi á teningnum þegar galin fasistaviðrini frömdu valdarán í Úkraínu; eða lætin í töpurunum í Hvítarússlandi, það voru góð læti og hægri lýðnum, allraflokka, aldeilis þóknanleg. Og man nú enginn lengur eftir fagnaðarlátum auðvaldssinna þegar auvirðileg handbendi stjórnvalda í Bandaríkjunum reyndu að fremja valdarán í Venesúela? Mikið var það nú gott fólk sem þar fór fram, en mistókst, sem betur fer, ætlunarverk sitt. Og hvar var þá öll lýðræðisástin hjá honum Gölle, Bjarnaben, Katrínu og Samfylkingunni þegar íbúar á Krímskaganum ákvæðu með yfir 90% atkvæða þi þjóðaratkvæðagreiðslu að tilheyra Rússlandi en ekki valdaræningjum í Úkraníu? En kannski munið þið hvað íslensku Hrunvaldarnir kölluð fólkið sem kom niður á Austurvöll að mótmæla, eftir að nýfrjálshyggjan hafði lagt allt á hliðina? Nei, þið munið það eflaust ekki. Það sem hin sérkennilega, hægrisinnaða stjórnmálaelíta allra flokka á Íslandi kallaði ,,skríl" eftir Hrunið á Íslandi og í þinghúsinu í Bandarikjunum í gær, heita í hinni hræsnisfullu og skinhelgu málfarbiflíu þeirra ,,lýðræðishetjur" og ,,mannréttindasinnar" eða eitthvað annað ámóta uppskrúfað og villandi.


mbl.is Samgönguráðherra Trump segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fyrramálið fer Hálfdán Varðstjóri með hamar og nagla vestur í Landakot

fleng1Þá er náttúrulega bara að taka á leiðindum þeirra sem ekki spila með tveimur hrútshornum. Við vitum að Hálfdán Varðstjóri tók kattólska kirkjuhöfðingjann með sér á stöðina og flengdi hann fyrir óþekktina. Næsta skref Varðstjórans er að negla kattólsku kirkjuna aftur, en það mun hann gjöra árla í fyrramálið. Og hinn messuglaði karl í Landakoti gerir ekkert af sér á meðan hann verður að brasa við að draga naglana úr dyraumbúnaðinum. Því miður réðst óbótamaður á höfuðmusteri síra Baldvins í Gemlufallaprófastsdæmi eina nóttina negldi allar þrjár útidyr þess rammlega aftur með sex-, átta-, og tólftommu naglagaurum. Það dró vondan dilk á eftir sér.

Þegar síra Baldvin kom að musteri sínu í þessu ásigkomulagi hugsaði hann sig vel um meðan hann var að rífa naglana í burt. Þegar hann hefði lokið verki sínu gekk hann með óhugnanlega rólegu fasi út í bæ. Og þá fór nú óbótamaðurinn að skjálfa, því hann hafði fylgst með heiman að frá sér hvernig síra Baldvin mundi bregðast við. Nú, síra Baldvin fór beint heim til óbótamannsins og barði hann stórbarningi næstum í hel. Sunnudaginn næstan á eftir bannfærði hann mannræfilinn, sem nú lá fyrir dauðanum vegna barsmíðanna. Nokkrum dögum síðar var maðurinn borinn út í urð og honum komið þar fyrir eins og um hundshræ væri að ræða. Síðan hefir aunginn vogað sér að negla kirkjudyr síra Baldvins aftur.

baÍ fjölsóttri miðsumarsmessu, sem síra Baldvin söng sjálfur, talaði hann í löngu máli um illræðismenn, sporgöngumenn Júdasar, djöflinum ofurselda aumingja, drykkjurúta og fyllikuntur. Einnig fengu dárar, undirróðurshundar gegn Drotni og sálarlaus og siðvillt hlandsvín sinn skammt af bölbænum. Fyrir framan hinn risavaxna spámann sátu kirkjugestir hnípnir, dauðhræddir um að næst kæmi röðin að sér. Öll var þess framganga síra Baldvins rómuð og guðhræðsla sóknarbarna hans vék fyrir fullkominni prestshræðslu, enda sía Baldvin aunginn veifiskati við að eiga.  


mbl.is „Leiðinlegt þegar fólk spilar ekki með“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og Sathan leiddi þá til messugjörðar í Landakoti

Enn og aftur hefir gamli Sathan leitt og marga kattólikka til messugjörðar í Landakoti þvert ofan í samkomutakmörk sóttvarnaryfirvalda. Þessi lúmsku vélabrögð Sathans geta ekki endað á annan hátt en þann, kattólikkarnir fá allir sem einn kóvíð nítjánda og geispa golunni, Fjandanum til einlægrar ánægju. Og ekki minnka líkurnar á kirkjusókn kattólikkanna á næstunni þegar haft er í huga að næsta sunnudag er síra Baldvin, prestur og prófastur til Gemlufallaþinga, bókaður til leiða hámessu í Landakoti með bænalestri, messusöng og vakningarpredikun. Þá má búast við kirkjufylli og kjöraðstæðum til veldisvaxtarsmitunum í kóvíði.

djöÞað þykir sumum meir en kynlegt, að þjóðkirkjulaunaður prófastur utan af landi sé kallaður til að syngja messu yfir kattólikkum í Reykjavík. Ástæðan fyrir því er samt einföld. Síra Baldvin hefir dregið prófastsdæmi sitt burt frá þjóðkirkjunni út af ýmsu sem honum þykir í hæsta máta bjánalega óguðlegt í þjóðkirkjunni. Þar eru kattólsku kirkjuhöfðingjarnir sammála síra Baldvini og hefir nú frægð og staðfesta hans borist alla leið í páfagarð. Mun páfi hafa í hyggja að bjóða síra Baldvini að heimsækja Vatíkanið og syngja þar messu að sínum hætti.

En í dag börðust kattólikkar í Landakoti við sveit Hálfdáns Varðstjóra sem gjörði snarpa innrás í musteri þeirra. Þetta urðu skemmtilega blóðug slagsmál, þar sem Hálfdán Varðstjóri þreif í bringu kirkjuhöfðingjans sem vara að messa, hóf hann í loft og hljóp með kauða út guðshúsinu og járnaði hann fyrir aftan lögreglubifreið, en aðvífandi garpar í heilsubótargöngu aðstoðuðu Varðstjórann við kasta klerki inn í fangabúr lögreglubifreiðarinnar. Á meðan þessu fór fram, ráku sveinar Hálfdáns Varðstjóra, messugesti út eins og kýr úr fjósi, og héldu áfram að dangla í þá undir beru lofti á Landakotstúni. En Hálfdán Varðstjóri ók glaður í bragði á brott með herfang sitt og þókti honum vel hafa tekist til við sóttvarnarstörf lögreglunnar í dag. En mest hefir þó Sathan haft gaman að tildragelsi dagsins í dag í Landakoti.


mbl.is Aftur of margir í Landakotskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ok þá orkti þjóðskáldið og hlaut verðskulduð kvæðislaun fyrir

"Ein er úti að skíta,
öllum köllum fjær,
blessuð dúfan hvíta,
glöð með loppnar tær.
Gæðakonan góða
gekk út um morgunstund;
lík mest þeim svæsna sóða,
sem hefir illa lund.
Af þjófseðli vondu þagði
þreif upp hnífinn um leið;
á snöggu augabragði
af hausinn dúfu sneið. 
Svo plokkar hún og pils upp brýtur
og pottinn á eldavél setur.
Segir ,,happ þeim hlýtur"
og horaða dúfu etur.

Ofangreint ljóðmæli orkti þjóskáldið þegar það gekk um fjallið Skjaldbreiður. Honum hafði verið hugsað til einnar vondrar kérlínganornar, sem sálgaði unglingstelpu til frálags. Norn þessi hafði óorð á sér eins og aðrar kveldriður og grunur lék á að hún færi sumar hvert suður á Blokksfjall til að sitja nornaþing með sjálfum Erki-Djöflinum úr Helvíti.

jail1Þegar farið var að grenslast fyrir hvur unglingurinn var er nornin hafði slagtað og etið kom einkennileg staða upp. Hvurgi í öllu landinu var saknað stúlku á sama reki og sú etna. Ekki vantaði heldur neina yngri og ekki neina eldri heldur. Niðurstaðan var óumflýjanleg: Þjóðskáldið hafði samið óviðurkvæmilegt kvæði um morð og mannát sem aunginn einasti maður kannaðist við. Í samræmi við alvarleik málsins var þjóðskáldinu varpað í fangelsi þar sem það að lokum dó úr uppgerð eftir að farið var að slá í það. 


mbl.is „Eins og hann ríkti yfir öllu svæðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stúlkunum skal klappa lof í lófa hvað svo sem lyga- og rógstungum krata líður

x24Þessa stundina er ég afar stoltur af stúlkunum Swandeesý og Katrínu fyrir skynsamlega, fumlausa og ábyrga framgöngu í baráttunni við kóvíðinn og innkaup á bóluefni við kóvíðnum og örugga skipulagningu bólusetninganna. Reyndar er ég aðeins stoltur af þeim telpunum í því sem snertir ofangreind atriði í baráttu unni við kóvíð. Að öðru leyti eru þær ómótaðar í poletik og tilsýndar eins og blindar mýs í lokuðum búrskáp, þar sem hugtökin hægri og vinstri, kapítalismi og sosialismi eru á floti og aunginn veit handa skil.

Þó svo ég klappi heilbrigðisráðherra og forsætisráðherra lof í lófa fyrir stillta og vandaða framgöngu gegn kóvíðsfárinu, eru aðrir sem virðast hatast við Swandeesý Sendiherrans og Katrínu litlu, finna þeim allt til foráttu og saka þær um aumingjaskap, heimsku og fordæmalausan slóðaskap í yfirstandandi baráttu og og algert klúður í öflun bóluefna gegn drepsóttinni. Fremstir í svigurmælum og ásökunum í garð stelpugreyjanna eru kratarnir og Píratahænsnin fylgja með, étandi upp hroðann, sem kratarnir láta sér um munn fara, eins og páfagaukar. Hvað kratastóðinu gengur til með árásum sínum, dylgjum og lygimálum er allsendis óljóst og aungin leið fremur en venjulega að skilja rógsbullið í því auma fólki.

drEn svo ber líka á það að líta, kratar eru veikt fólk, haldið krataeðlinu og hagar sér samkvæmt því ekki eins og venjulegt fólk. Krataeðlið grefur um sig í höfði sjúklinganna eins og mjög bagaleg heilaskemmd; og fólk getur vel dáið úr krataeðlisvírusnum svo sem dæmin sanna. Því gerum vér ráð fyrir, að þegar kratavitfirringarnir arga og garga og öskra eins og blótneyti fyrir utan stjórnarráðið um að Swandeesý hafi klúðrað bóluefnakaupunum, þá eigi þeir við að hún hafi ekki pantað og keypt fyrir hönd ríkisins bóluefni gegn krataeðlisvírusnum en séu ekki að atyrða hana fyrir pantanir á kóvíðsbóluefni. Jú, Gottfreð læknir hefir hannað metalbræðing, sem steindrepur krataeðlið ef því er dælt með sprautu í sjúklinginn. Því miður fylgja meðali Gottfreðs nokkrar aukaverkanir, sem ku fæla krataeðlissjúklingana frá að láta sprauta. Það kom sem sé í ljós að þegar Gottfreð pumpaði krataeitrinu í krataeðlissjúklingana, að annaðhvort urðu þeir sljóir og viðutan eins geltir fresskettir, eða þeir bara hreinlega drápust; sagt var að hlandblaðran hefði sprungið þegar efnið komst í snertingu við hana og sjúklingurinn sálast eftir skamma stund af óvenjulegri bráðalífhimnubólgu. En ef kratar hafa hug á að læknast af krataeðlisheilkennum sínum er ekki um annað að ræða fyrir þá en að fara til Gottfreðs læknis og fá bólusetningu hjá honum. Allt er skárra fyrir þeirra hönd en að vera áfram eins og þeir eru.


mbl.is Hafa ekki rætt veitingu bráðaleyfis á undan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýring komin á nafni Ásmundarsals - Bjarniben saklaus en McCarthy sekur

prestur1Vitanlega braut Bjarniben ekki sóttvarnarlög. Aldeilis ekki. Nú liggur fyrir að krataeðlisófétin og þetta sem kallar sig ,,pírata" verða að skríða á fjórum fótum fyrir Bjarnaben í fyrramálið, árla mjök, og biðja hann innilega fyrirgefningar á ruddaskap og óduldum lygum um hann og ferð hans á listamannaþingið í Ásmundarsal. Að því búnu eiga þeir sem offari fóru gegn Bjarnaben að setjast niður og skrifa afsagnarbréf og afhenda það forseta Alþingis; með öðrum orðum: Þórhildur Sunna, Helga Vala og fleiri endemi í flokkum þeirra verða nú fortakslaust að segja af sér þingmennsku vegna óhróðurs og spillingar í garð hins blásaklausa fjármálaráðherra. En Bjarniben var laus úr haldi i dag.

Þá er fram komin skýringin á nafninu ,,Ásmundarsalur", en það er dregið af nafni frægs mótorbáts sem bar nafnið Ásmundur GK 30. Frægðarsól m/b Ámundar GK reis hæst árið 1967 þegar hann færði að landi úr einni sjóferð fulla lest af enn fyllri séníverbrúsum. Svo gerðist það að einhver aðdáandi m/b Ásmundar gaf listamannasalnum nafnið Ásmundarsalur og heiðraði með því minningu hins fræga mótorbáts og frækinnar áhafnar hans. Það var því ekki nema vel við hæfi að Bjarniben lyfti fáeinum glösum með myndlistarmönnum þar í sal Ásmundar sénívers.

Og rétt í þessu var að koma upp eitt stórhneykslið enn. Þar á í hlut eitt kolryðgað þingmenni, S. McCarthy að nafni, andlegur samherji Bjarnaben, en ekki í sama flokki. McCarthy þessi hefir orðið ber að því að liggja nær berrassaður í heitum potti í eigu Reykjavíkurbæjar, en fjölmenni var í pottinum og lágu og sátu allir fast upp við hvurn annan eins og sauðir í hrútakofa. Það er eitthvað klúrt og fremur subbulegt við þessa frétt, svo gera má að því skóna að McCarthy sé fallinn og fall hans hafi verið bæði mikið og hátt. Svo var Pírataflokkur McCarthys emjandi um það í gær eða fyrradag að hann hefði boðið VG og Framsókn aðstoð við að fjarlægja Bjarnaben vegna ferðar hans í Ásmundarsal. Nú er sem sé þessum leik lokið, Bjarniben er saklaus af ásökunum krataeðlisfurstanna og Pírata, en sjálfir liggja Píratar í svaðinu með allt uppum sig og niðrum sig.



mbl.is „Ég braut ekki sóttvarnalög“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú lætur hann Brynjar okkar sverfa til stáls gegn uppblásnum og Þórðarglöðum fraukur

girl.jpgJá, þetta er hárrétt hjá honum Brynjari, eins og hans er von og vísa. Fraukurnar tvær, sem hann gjörir að umtalsefni og eiga að heita þingmenn, eru að sjálfsögðu liðónýtar og gagnslausar, enda uppblásnar af krataeðli og óttalegir vindbelgir. Það er góð lýsingin hjá honum Brynjari á þessum siðbættu krataeðlisjúnkum, þegar vaða eins og ólmir skítadreifarar upp á dekk þegar þær halda að einhver hafi misstigið sig og grýta taðkögglunum út um allt, já og halda í þokkabót að allir sem sjá til þeirra haldi að þær séu réttlátar og úr hófi siðprúðar.

Sannleikurinn er nefnilega sá, að krataeðlissjúklingar eru mjög öfundsjúk grey, gjörn á að gramsa í sig sem mest að borgaralegu gumsi þegar þeir komast í það og vilja sífellt meira. Nú, ef einhver misstígur sig eða verður á í messunni, gleðjast krataeðlissjúklingar ákaflega og þjóta beint upp á dekk til að sýna fólki hvað þeir eru réttlátir, góðir, löghlýðnir og drenglyndir. Gleðin sem krataeðlissjúklingarnir verða uppljómaðir af þegar þeim þykir sem öðrum hafi illa til tekist hefir virðulegt heiti, sem sé: ,,Þórðargleði" og varð til hjá séra Árna Þórarinssyni presti og prófasti og hann notaði um lágkúrulegt sálarlíf þeirra sem gleðjast af hreinni illkvittin yfir óförum annarra.

Nú hefir hann Brynjar okkar hérna skorið upp herör gegn ósvífni og árásum einstaklinga sem sannlega eru yfirtroðfullir af viðurstyggilegri krataeðlisslepju og Þórðargleði. Eflaust veit Brynjar manna best að á slíkt fargan duga aungin vettlingatök. Því væntum vér þess, að hann láti kné fylgja kviði og þaggi rækilega niður í krataeðlissjúku og Þórðarglöðu fraukunum, sem sí og æ vaða um þilfar þjóðarinnar með skít- og taðkögglakasti á bæði borð. Það á að vera nóg að stinga á belginn á þeim með títuprjóni og bjóða þeim dálítinn bitling til að naga. 


mbl.is Þingmenn sem hafa ekkert fram að færa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Óli Góði það stórmenni sem skellir Bjarnaben í svaðið og gengur frá honum?

abelEkki er ástandið gott til sálar og líkama hjá VG fyrst blessuðum snilldarandanum honum Óla Góða er sigað fram á vígvöllinn. Óla Góða hefir sem sé verið skipað að gelta dálítið að götustráknum Bjarnaben, sem hefir greinilega ekki enn tekið út nægan þroska til að vera flokksformaður, þingmaður og ráðherra. En það er hægara ort en gert að fá eitt piltkorn, sem staðnað hefir á glegjunni um sextán ára aldurinn, að gera eitthvað í sínum málum. Ekki vænkast hagur Strympu þegar í ljós kemur að gulldrengur með svona stöðnun hefir af einhverjum kyndugum ástæðum orðið formaður Sjálfstæðisflokksins og launar upphefðina með því að rjúka til og brjóta sóttvarnarlög á drykkjumannasamkomu í Ásmundarsal.

En hvur ætli sé þessi Ásmundur sem salurinn atarna er nefndur eftir? Það ætti nú að liggja í augum út, eða er það ekki. Sumir segja hann heiti í höfuðið á Ásmundi ökuþór og hann hafi iðulega geymt ökuvagn sinn á salnum. Ég veit ekki hvort það er rétt. Svo skipti aungvu máli hvaða Ásmundur það er, hvers nafi hefir verið klínt á þennan alræmda brennivínssal svallaranna. Eitt er þó víst: Bjarni litli ben ku hafa skriðið þar inn, þvert ofan í sóttvarnarreglur, og farið að dansa þar í fólksþrönginni. Þetta átt Bjarniben ekki að gera og því eru Sjálfstæðisflokksmenn komnir á fremsta hlunn með að stampa Bjarnaben, jafnvel selja hann Pírötum, eða gefa þeim hann. Krataeðlið í Samfylkingunni vil líka kaupa þennan einstaka poletiska leikmann. Og þannig er nú víst það. Aaaammm ...

Það kemur kannski í hlut Óla Góða að reka Bjarnaben úr ríkisstjórninn. Það skyldi þó aldrei vera? Ef til vill er Óli Góði eftir allt saman það stórmenni, sem aunginn hefir grunað hann um að vera, sem setur Íhaldið öfugt í forina með leggjarbragði. Á eftir gæti hann með sanni barið sér á brjóst og sagt skælbrosandi framan í Stenngrim Johoð og Álfheiði: - Sáuði drengir hvurnig ég tók hann!? Og við Bjarnaben: - Ég hefi nú rotað stærra naut en þig, laxi! Ó Ó Ó Óli Góði, sem þekkir ekki mun á fjöru og flóði, trall lall lalla lei ...


mbl.is Málið er alvarlegt og mun hafa áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókristinn pörupiltur ræðst af grimmd á Þjóðkirkjuna

x15Hann Sigmundur Davíð er ókristinn maður. Hann sat glottandi undir klám- og svívirðingavaðli sinna drukknu klausturbræðra á Klaustri og hvatti þá fremur en latti í munnsöfnuði. Hann hikaði ekki við að skrökva að fréttamanni um fyrirtækið sitt Wintris, en þessháttar kompaný eru notuð af gírugum einstaklingum til gjalda keisaranum ekki það sem keisarans er. Þá hefir piltur ljótt orð á sér fyrir að gefa rasískum hugmyndum undir fótinn og leiðindi út í fólk af erlendum uppruna sem hefir borist hingað til lands í leit að betra lífi.

Allt þetta segir okkur að Sigmundur Davíð kunni að hafa sérdeilis lítið álit á Jésú þeim Kristi, sem kristindómur er kenndur við. Og líkast til hafa það verir forfeður Sigmundar í beinan karllegg, sem litli sósíalistinn frá Nazaret rak forðum daga með harðri hendi út úr musterinu fyrir péníngabrask og brall. Svo gerðist það fyrir fáum árum að gamla Framsóknarmaddaman fór eins að við Sigmund og Jésú fór með ágjörnu fjárglæframennina í musterinu, því hún rak drenginn grenjandi út úr Framsóknarfjósinu, en áður en til þess kom hafði sú gamla flengt pilt vel og vandlega upp úr forarvilpunni sem seytlar frá Fjóshaugnum fræga fyrir dyrum Framsóknarfjóssins.

Þegar Sigmundur Davíð hafði hrakist grátandi undan grimmd Maddömunnar, allur útklíndur í fjósaskít og hlandfor, fylgdi honum smá-kraðak af púkum, sem setið höfðu á fjósbitum Maddömunnar og aungin eftirsjón var að. Ja, - nema kannski henni Vigdísi Hauks, sem er afburðaskemmtikraftur og mikil ótemja í borgarstjórn Reykjavíkur, sem auðvitað er aungin stjórn heldur hreinræktuð óstjórn. Er nú svo komið, að Sigmundur Davíð gerir sér hægt um vik og ræðst með vígtönnum sínum á Þjóðkirkjuna, trúlega sem hefnd fyrir að Framsóknarmaddaman dæmdi hann ekki í húsum hæfan og rak hann eins og hund á hinn hrjóstruga poletiska vergang. Samt er fyrir löngu búið að draga tönnurnar úr þessum baldna götustrák, svo það eru ugglaust falskar tönnur sem hann hefir upp í sér til að bíta Þjóðkirkjuna. 


mbl.is Kirkjan kjósi að standa varnarlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látum fíflin ekki fólk út í foraðið draga

litur1Ö-höh-höh-hööö. Kemur ekki nema garmurinn Ketill, veltandi inn á gólf, og býður VG og gömlu Framsóknarmaddömunni að frelsa þau undan hinu skæða samkvæmisljóni Bjarnaben. Það er nema rétt svo að maður nái að forða sér frá að svelgjast á við að lesa um aðra eins fjarstæðu. Hvernig stendur eiginlega á því að Píratarnir, svokölluðu, gátu ekki vafið lýðskrum sitt, athyglissýki og tækifærismennsku inn í skárri umbúðir en þetta? Eru Píratar svona innilega andlausir? Eða vitlausir? Þetta er ekki einleikin della helvítis börnunum, og svo luntaleg að maður verður að kreista upp úr sér málamynda- og sýndarhlátur, öhöhöhöhö ...

Og svo þurrausinn er nautshausinn Píratanna, að þeir draga fram hið hlandónýta stjórnarskrárlíki krataeðlissjúklinganna og veifa því framan í Stenngrim Johoð og Framsóknarmaddömuna og heimta það samþykkt í skiptum fyrir minnihlutastuðning Pírata. Þau eru alveg sérdeilis misheppnaðir grínarar, aumingja pírataskepnurnar, og með svoddan poletíkst harðlífi að ekki dugir minna stór poletisk stólpípa með volgu vatni, sápu og glussa til að hræra upp í þeim móberglögum. En Pírötum þykir víst gott að vera yfirburða fávísir fáráðlingar með hor og slef, telja sér það til kosta, og hlaupa um í ókunnugum húsum og snýta sér í gluggatjöld og kukka í blómapotta.

xb5_1233022.jpgÍ gær, jóladag, sátu hjónin frú Ingveldur og Kolbeinn ásamt Brynjari Vondulykt og reiknuðu út greindarvísitölu Pírata og krataeðlisins. Útkoman úr þeim stærðfræðikúnstum kemur aungvum á óvart. Meðalvístala Píratagarmanna slagaði upp í vísitölu ársgamallar landnámshænu, en gáfnafar krataeðlisins mjök á slóðum páfagauks með minnistruflanir eða heilabilun. Og þau frú Ingveldur Kolbeinn og Vondalyktin voru sammála um, að reikningi loknum, að beina þeim ráðum að VG og Maddömunni að láta sér ekki detta í hug að gjöra kaupsamning við Pírata og krataeðlið, með eða án Miðjunga af Klaustri, um ríkisstjórnarsamstarf, en halda heldur áfram með þingflokk Sjálfstæðismanna, þrátt fyrir drabb og samkvæmasýki, spillingu og blábjánahátt þingmanna og ráðherra þess flokks. Málshátturinn hljóðar nefnilega upp á að fíflinu skuli á foraðið etja, en ekki að fíflið eigi að draga fólkið út á foraðið, - en á því er regin munur þér að segja...     


mbl.is Píratar bjóðast til að styðja minnihlutastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband