Leita í fréttum mbl.is

Stundum brosir auðvaldið til vinstri

Johanna-og-Gudlaugur-Thor_1091123689Eftirfarandi tilvitnun er úr grein Þórarins Hjartarsonar, "Stundum brosir auðvaldið til vinstri" frá 29. janúar 2010. Grein Þórarins má lesa í heild á eggin.is

"Litlu yngri stéttastjórnmálum klassísks marxisma eru hugmyndir um „annars konar“ vinstrimennsku, „nýja leið“ framhjá þessari hörkulegu stéttabaráttu. Ennfremur sú hugsun að ekki þurfi að afnema kapítalismann heldur endurbæta hann skref fyrir skref. Með tímanum varð algengasta útgáfa slíkrar vinstrimennsku þessi: Stéttarfélög og alþýðusamtök mega takmarka sig við krónupólitík á meðan þessir „annars konar“ vinstrimenn komast með hjálp kjörfylgis í valdaaðstöðu til að stjórna kapítalismanum til hagsbóta fyrir alþýðu. Þá er stutt í næsta skref: „Við erum öll á sama báti“. Borgarastéttin – einkum í hinum ríku Vesturlöndum – lokkar fulltrúa verkalýðsins til fylgilags við sig. Og er ekki bara mannlegt að láta kaupa sig upp, mannlegt að líða betur í hlýjunni en kuldanum? Altént skipuðust mál svo að þessi tegund „umbótasinnaðrar“ vinstrimennsku varð einn meginþáttur í valdakerfi auðsins. Það er sögulegt hlutverk hennar að slæva stéttabaráttuna og vera líftrygging auðvaldsins. Við og við er skipt um stjórn, inn kemur þá nýtt fólk með nýtt tungutak, en stjórnarstefna ríkisvaldsins blívur."


mbl.is Reka þarf ríkið á ódýrari hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband