Leita í fréttum mbl.is

Góð frétt, sem hefði getað verið mjög slæm

finnur2.jpgÉg skal fúslega viðurkenna að mér brá ónotalega þegar ég sá fyrirsögnina ,,Líkið reis upp" því ég hélt í fljótu bragði að fréttin, sem fylgdi fyrirsögninni, greindi frá því að Framsóknarmaddaman sáluga hefði risið upp frá dauða, eða að minnsta kosti farin að ganga aftur eins og Þorgeirsboli. Ekki datt mér þó til hugar að upprisa Maddömunnar væri af sama leveli og upprisa Frelsarans fyrir hart nær 2000 árum, en sem kunnugt er á Framsóknarmaddaman engan föður á hymmnum en þeim mun fleiri frændur og vini í hinum staðnum.

En ef sú gamla úr Framsóknarfjósinu færi að ganga aftur ljósum logum með húðina af sér í eftirdragi væri sannarlega vá fyrir dyrum því hún myndi eflaust koma víða við og valda ógn og eyðingu.

En sem betur fer fjallaði fréttin atarna ekki um draugagang af völdum Halldórs Ásgrímssonar og Finns Ingólfssonar heldur um upprisu hálffimmtugrar kellingar vestur í Kólumbíu, sem lognaðist sennilega útaf eftir galsafengna kókaíninntöku, en valdhafar handan móðunnar miklu munu hafa hafnað þegar til kom, þannig að hún rankaði við sér hérna megin grafar.


mbl.is Líkið reis upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha ha.....

Níels A. Ársælsson., 17.2.2010 kl. 23:12

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hehe góður

Jón Snæbjörnsson, 18.2.2010 kl. 08:09

3 Smámynd: Vendetta

Þú staðhæfir sem sagt, að þessi kona þjáist alls ekki af Lazarusheilkenni, heldur hafi stolizt í varning sem ætlaður var bandarískum unglingum?

Ætla þessi glæpsamlegu athæfi columbískra kvenna engan endi að taka?

Vendetta, 18.2.2010 kl. 11:04

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það var ekkert Lazarus í kerlingaborunni, bara kókaín.

Þessi ósköp taka engann endi.

Jóhannes Ragnarsson, 18.2.2010 kl. 11:15

5 Smámynd: Vendetta

Annars er ég viss um að Halldór Ásgríms fái makleg málagjöld fyrir glæpi sína: Að reika um milli sveita húðflettur til hálfs, dragandi húðina á eftir sér eins og fyrrnefndi bolakálfur.

Vendetta, 18.2.2010 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband