Leita í fréttum mbl.is

Þegar síra Baldvin sló meðhjálpara sinn á kjaftinn

pre1Að sælla sé að gefa en þiggja eru ekki ný sannindi, fjarri fer því.Uppá síðkastið hefur þó orðið nokkur breyting á hvað þetta varðar. Með stórsókn frjálshyggjukapítalismans síðustu þrjá áratugi hefur frasinn um að gefa og þiggja snúist dálítið í roðinu því samkvæmt frjálshyggjunni er mun betra að þiggja en gefa, til dæmis að þiggja gjafakvóta, banka fyrir ekkert og fá afskrifaða milljarða eftir glæpsamleg fjármálaumsvif.

Víkur nú sögunni að hinum háheilaga kennimanni, síra Baldvini sóknarpresti. Síra Baldvin er einn þeirra manna sem aldrei hvika frá þeim grundvallaratriðum sem þeir byggja líf sitt á, hvað svo sem frjálshyggjuhannesum heimsins dettur í hug að boða fólki. Því varð það að síra Baldvin mælti með sínum djúpa kóralbassaróm, að sælla væri að gefa en þiggja" um leið og hann rak meðhjápara sínum á kjaftinn vegna þess að rotta hafði komist inní skrúðhúsið nagað messuklæðin svo þau voru öll götótt eftir. Það var svo þungt högg, að meðhjálparinn lá í dái í fimm daga, en þá þókti síra Baldvini nóg komið og sagði við meðhjálparann: - Tak sæng þína og gakk, ófétis þrjóturinn þinn, ég ætla að messa á sunnudaginn. Þá raknaði meðhjálparinn úr rotinu og reis eins og draugur uppúr rúminu og vafraði útá götu með sæng sína undir hendinni.  


mbl.is Jafnvel sælla að gefa en þiggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Ég tek síra Baldvin á orðinu, ef ég hitti einhvern útrásardólg á næstunni.

Sveinn Elías Hansson, 24.2.2010 kl. 23:01

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jóhannes, er þetta satt?

Eyjólfur Jónsson, 25.2.2010 kl. 23:41

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Satt??? ... nú auðvitað.

Þið skuluð ekki halda að ég fari með neitt fleipur hér á minni eigin bloggsíðu.

Jóhannes Ragnarsson, 26.2.2010 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband