Leita í fréttum mbl.is

Sko minn kall

svabbi1Sko minn kall, það er bara ekkert stóráfall þó þjóðin segi svavarssamningum ofurgóða til andskotans á laugardaginn! En máske er Steingrímur að vinna úr áfallinu hjá sérfræðimennuðum áfalladoktorum, enda hefur hann haft tíma til þess frá því Ólafur Ragnar, fornvinur hans, neitaði að skrifa uppá ávisunina frá Svavari Gestssyni.

Hinsvegar trúi ég mátulega látalátunum í Steingrími varðandi umrætt áfall. Það lítur nefnilega út fyrir að Steingrímur hafi fórnað öllu, flokki, ríkisstjórn og þjóð, fyrir orðstýr Svavars sem samningamanns og súpersnillings og telji það skyldu sína að hanga eins og grimmur rakki á Icesave-roðinu, ef það mætti forða því að stór og andstyggileg skítaklessa lenti á hvítu skyrtubrjósti gamla sósíalistaloddarans sem þáði sendiherrastöðu úr gjafmildum höndum Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. En það þýðir auðvitað ekkert að hanga á roðinu, skítaklessan er löngu farin að þorna framaná belgnum á herra Gestsson.

Í dag kaus ég utankjörstaðar um Icesave-lögin, því ég fer út á sjó á morgun og verð úti í ballarhafi í hálfan mánuð. Að sjálfsögðu sagði ég NEI við lögunum; NEI, NEI, og aftur NEI ... og þvert NEI!

Ef aftur verður samið við Breta og Hollendinga um að þjóðin greiði fyrir stórglæpi forhertra afbrotamanna, krefst ég þess að sá samningur verði líka lagður í þjóðaratkvæðagreiðslu; það er nefnilega þjóðin, fólkið í landinu, alsaklaust fólk, sem á að borga fyrir glæpina í beinhörðum peningum, ofan í aðrar búsifjar sem það hefur mátt þola vegna framferðis glæpamannana


mbl.is Viðræður geta haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

jóhannes ég verð hér á laugardaginn, en það er vika síðan ég kaus NEI, og þessi skítaklessa sem þú talar um, er ekki bara á Svavari, hún er upp á bak á Steingrími.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband