Leita í fréttum mbl.is

Styrkjakýrnar dauðar og Sjáfstæðisflokkurinn brátt hið sama

kú4Ofboðslegt er til þess að vita, að nokkrar helstu mjólkurkýr Sjálfstæðisflokksins skuli hafa drepist rétt sisona á versta tíma og skilið eftir sig djúpt skarð í styrkjahaug Flokksins sem nær ógerningur er að fylla, nema kraftaverk komi til. Því miður eru engin kraftaverk í borði fyrir Sjálfstæðissamtökin í þessu árferði og því ekki annað að sjá en að örlög Flokksins Mikla verði þauð sömu og styrktarkýrnar rötuðu í. Nú má í sjálfu sér segja um væntanlegt löngutímabært andlát Sjálfstæðisflokssins það sama og sagt var um dauða Jóns heitins aumingja, sem bæði var þjófur og öfuguggi, að vissulega hafi burtsofnun hans flokkast undir mannslát en alls ekki mannskaða.

Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur dáið drottni sínum, Mammón, úr uppdráttarsýki og siðblindu og verið urðaður utangarðs eins og hvert annað horfallið flækingshross munu hundar hvarvetna að af landinu leggja lykkju á leið sína til að míga á leiði hins fyrrum styrkjafeita Sjálfstæðisflokks.  


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn birtir yfirlit um styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta er nú eiginlega of gott til að vera satt.

Alla vega þorir maður varla að vona að svona fallegir draumar rætist.

Níels A. Ársælsson., 22.3.2010 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband